Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

391. fundur 09. nóvember 2020 kl. 16:00 - 18:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugata 7, 7a - Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi

Málsnúmer 2009159Vakta málsnúmer

Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breyting á deiliskipulagi felur í sér samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags. 8.9.2020, að tveir byggingarreitir við Freyjugötu 7-7a verði sameinaðir og að heimilt verði að byggja á sameiginlegum reit tveggja hæða fjölbýlishús fyrir allt að 10 íbúðir. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 0,7 nýtingarhlutfalli á byggingarreitum, en í breytingunni verði nýtingarhlutfall 0,53. Tillagan var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 30. september 2020, og var gefinn fretur til að skila inn athugasemdum til 30. október 2020. Tillagan var send íbúum á Freyjugötu nr. 5, 11, 22, 26, 26a, 30 og 32. Einnig var sent á íbúa Knarrarstígs 1. Athugasemdir bárust frá íbúum Freyjugötu 11, 22 og 24. Umsækjendur hafa óskað eftir að afturkalla tillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að afturkalla fyrri samþykkt. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa þá sem gerðu athugasemdir, og tilkynna um afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

2.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. nr 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan unnin af VSO ráðgjöf. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir greinargerð og umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að koma athugsemdum og ábendingum nefndarinnar til skipulagsráðgjafa.

3.Kvistahlíð 12. Stofnun lóðar.

Málsnúmer 2010236Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 12, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar.
Lóðin er 861 m2 að stærð og byggingarreitur 360 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.32. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.

4.Kvistahlíð 21 - Stofnun lóðar

Málsnúmer 2010237Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 21, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar.
Lóðin er 789 m2 að stærð og byggingarreitur 431 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.31. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.

Fundi slitið - kl. 18:00.