Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

377. fundur 16. júní 2020 kl. 12:00 - 14:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Axel Kárason
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Skipulags og byggingarnefnd leggur fram til kynningar hjá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035.
Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi (VSO) fór yfir helstu breytingar frá gildandi aðalskipulagi og nýjar áherslur í tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þá var kynnt ný tímaáætlun á kynningar og skipulagsferli vegna tillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Góðar umræður áttu sér stað við kynningu tillögunnar.

Fundi slitið - kl. 14:00.