Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

219. fundur 08. desember 2010 kl. 08:15 - 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Helga Steinarsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 16 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1011144Vakta málsnúmer

Aðalgata 16 Sauðárkróki. Umsókn um byggingarleyfi. Sigurpáll Aðalsteinsson kt 081170- 5419, sækir með bréfi dagsettu 17.11.2010, f.h. Videosports kt. 470201-2150, um leyfi til breytinga frá áðursamþykktum uppdráttum og breytta notkun. Varðar umsóknin þann hluta hússins sem byggð var árið 1963. Erindinu fylgja breyttir aðaluppdrættir dagsettir 17.12.2008, 10.08.2009, 30.03.2010 og 17.11.2010, gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt. Í dag liggja fyrir umsagnir hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt.

2.Einimelur 2 A - F 19406R- umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1012001Vakta málsnúmer

Einimelur 2 A - F, umsókn um rekstrarleyfi . Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 18. nóvember sl., vegna umsóknar Magnúsar Sigmundssonar kt.270357-5639 fyrir hönd Hestasports-ævintýraferða ehf.  kt. 690704-4390 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki III í frístundahúsum félagsins sem standa á lóðinni Einimelur  2A-F,  landnúmer 196066. Um er að ræða hús með fastanúmer 226-2069, 226-2071,227-3623 og 227-3624. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3.Sýslumörk

Málsnúmer 1012036Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi sem haldinn var Þann 22.10.2010 að Aðalgötu 16 á Sauðárkróki og varðaði sýslumörk Skagafjarðarsýslu og Skagabyggðar. Fundinn sátu eftirtaldir aðilar.  Rafn Sigurbjörnsson Skagabyggð. Valgeir Karlsson Skagabyggð. Vignir Sveinsson Skagabyggð. Jón Stefánsson Gauksstöðum. Steinn Leó Rögnvaldsson Hrauni. Búi Vilhjálmsson Sauðárkróki. Hjalti Pálsson Sauðárkróki. Viggó Jónsson Sauðárkróki. Sigurður H. Ingvarsson og Jón Örn Berndsen, Sveitarfélaginu Skagafirði og Sólveig Olga Stoð ehf. Verkfræðistofu." Á fundinum var farið yfir örnefni og reynt að staðsetja þau á korti. Stuðst var við sýslumerkjalýsingu, áreið frá 1885 og landamerkjabréf. Skipulags-og byggingarnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

 

 

4.Eyrartún 2 (176237)-Fyrirsp. um byggingarleyfi

Málsnúmer 1010023Vakta málsnúmer

Eyrartún 2, Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6.10.2010, þar sem ákvörðun var tekin um að grenndarkynna erindið. Eigendum eftirtalinna húsa sent erindið til umsagnar. Gilstúni 5 og 7. Fellstúni 1. Fellstúni 2 og Eyrartúni 4.   Umsögn barst frá eigenda Eyrartúns 4 þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Frá öðrum hafa ekki borist umsagnir. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framangreindar framkvæmdir.

5.Eyrartún 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1012047Vakta málsnúmer

Eyrartún 2 - Umsókn um byggingarleyfi. Hörður Snævar Knútsson Kt. 141273-4189 og Ragnheiður Rúnarsdóttir Kt.140474-3989 Eyrartúni 2 sækja með bréfi dagsettu 6. desember sl., um leyfi til að byggja við húsið, byggja stoðveggi á lóðinni ásamt því að byggja verönd og koma fyrir setlaug. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu unnir af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7501, nr. A-101 til 103 og eru þeir dagsettir 06.12.2010. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

Fundi slitið - kl. 08:15.