Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

137. fundur 20. desember 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 137 – 20. desember 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, fimmtudaginn 20. desember kl 815  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson, Gísli Árnason, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
1.      Íbishóll, – umsókn um niðurrif húsa.
2.      Skíðastaðir, Neðribyggð, –  umsókn um byggingarleyfi, Skagafjarðarveitur.
3.      Geitagerði í Sæmundarhlíð – umsókn um byggingarleyfi.
4.      Hólavegur 25, - umsókn um byggingarleyfi.
5.      Erindi vísað frá Byggðarráði – Laugatún 14-32, Sauðárkróki.
6.      Litla-Brekka lóð – umsókn um nafnleyfi.
7.      Skipulagsstofnun – bréf dagsett 7.12.07, lagt fram til kynningar.
8.      Laugarhvammur deiliskipulag.
9.      Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Sérstaklega Gísla Árnason áheyrnarfulltrúa VG
 
Afgreiðslur:
 
  1.  Íbishóll, – umsókn um niðurrif húsa. Magnús Bragi Magnússon, kt. 111069-5739, þinglýstur eigandi jarðarinnar Íbishóls, sækir með bréfi dagsettu 17. desember sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar til að rífa sambyggð útihús að Íbishóli sem byggð voru á árunum 1953 til 1964. Húsin sem um ræðir eru: Fjárhús byggð 1958, matshluti 03, fastanúmer 214-0510. Fjárhús byggð 1953, matshluti 04, fastanúmer 214-0511. Hlaða byggð 1953, matshluti 05, fastanúmer 214-0512. Hlaða byggð 1962, matshluti 06, fastanúmer 214-0513. Geymsla byggð 1964, matshluti 07, fastanúmer 214-0514. Hesthús byggt 1953, matshluti 12, fastanúmer 214-0516. Erindið samþykkt.
 
  1. Skíðastaðir, Neðribyggð, –  umsókn um byggingarleyfi. Páll Pálsson veitustjóri, f.h. Skagafjarðarveitna ehf. kt. 691097-2509, Borgarteigi 15, Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 14. desember sl. um leyfi til þess að byggja vatnstank með sambyggðu lokahúsi á leigulóð Skagafjarðarveitna ehf. Lóðin er í landi Skíðastaða í Neðribyggð og hefur landnúmerið 211575, Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 19. maí 2007.  Uppdrættirnir eru nr. A-101 og A-102 í verki nr. 1026. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.“
 
  1. Geitagerði í Sæmundarhlíð – umsókn um byggingarleyfi. Jón Brynjólfsson kt. 201049-7849  og  Grethe Have kt. 311054-8059 þinglýstir eigendur jarðarinnar Geitagerðis í Skagafirði landnr. 145973, sækja með bréfi dagsettu 18. desember sl.um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið á jörðinni. Fyrirhugað er að byggja 98,5 m² steinsteypta viðbyggingu í sama stíl og núverandi íbúðarhús. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi og eru þeir dagsettir 14. október 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Hólavegur 25, - umsókn um byggingarleyfi. Friðrik S. Pálmason og Hlíf S. Hreinsdóttir eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 25 við Hólaveg á Sauðárkróki, sækja með bréfi dagsettu 12. október sl., um leyfi til að byggja verönd og skjólveggi við húsið. Framlagðir uppdrættir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Magnúsi Ingvarssyni og eru þeir dagsettir 19. desember sl. Erindið samþykkt.
 
  1. Erindi vísað frá Byggðarráði – Laugatún 14-32, Sauðárkróki. Á fundi Byggðarráðs 13. desember sl. var eftirfarandi bókað. Lagt fram bréf frá íbúum húsanna nr. 14-32 við Laugatún á Sauðárkróki dagsett í nóvember 2007 varðandi endanlegan frágang götunnar við húsin. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar“ Í framangreindu erindi koma fram óskir íbúanna um að gatan verði malbikuð og frá henni gengið líkt og gert var í götunum Forsæti og Hásæti. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að lóðirnar nr. 14 - 32 við Laugatún eru samkvæmt staðfestu skipulagi á almennu íbúðarsvæði á Sauðárkróki og ekki forsvaranlegt að mati nefndarinnar að sleppa gangstéttum. Erindinu hafnað.
 
  1. Litla-Brekka lóð – umsókn um nafnleyfi. Eyjólfur Sveinsson kt. 180948-2529 og Ingibjörg Axelsdóttir kt. 140356-4179, þinglýstir eigendur lóðar með landnúmerið 192708 úr landi Litlu-Brekku í Skagafirði, óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitar­stjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina og frístundahúsið sem á lóðinni stendur Auðbrekku. Með vísan í lög nr. 35 frá 1953 um bæjarnöfn og fleira, samþykkir skipulags- og byggingarnefnd erindið.
 
  1.  Skipulagsstofnun – bréf dagsett 7.12.2007, lagt fram til kynningar. Í bréfinu vekja Skipulags- og Umhverfisstofnun athygli varðandi breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999. Þar kemur fram að breytingin er í fjórum liðum og varðar efnistöku. Breytingin kemur til framkvæmda 1. júlí 2008, og er efnistaka eftir það óheimil nema að fengnu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Einnig benda Skipulags- og Umhverfisstofnun á að sveitarstjórnir beri ábyrgð á eftirliti með efnistöku og að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin framkvæmdarleyfi.
 
  1. Laugarhvammur deiliskipulag. Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 15 október sl., þá bókað. „Laugarhvammur deiliskipulagstillaga. Friðrik Rúnar Friðriksson óskar, með bréfi dagsettu 12. október 2007 eftir að deiliskipulagstillaga vegna lóða í landi Laugarhvamms verði tekin til afgreiðslu og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Steinsstaða frá 1990-2010. Tillagan er unnin af Benedikt Björnssyni arkitekt faí og er dagsett 17. maí 2007 með breytingu 9. október 2007. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.“ Tillagan var til sýnis í Ráðhúsinu  við Skagfirðingabraut frá 1. til 30. nóvember, sl. Frestur til að skila athugasemdum var til 15. desember sl. Athugasemdir hafa borist frá eftirtöldum aðilum.
a.       Ragnhildi Halldórsdóttur og Valdimar Bjarnasyni, Fitjum, dagsett 28. nóvember 2007
b.       Sigurði Friðrikssyni, Bakkaflöt, dagsett 12. desember 2007.
c.       Eigendum frístundahúsa sem standa á frístundahúsalóðum nr. 3, Sæþór Steingrímssyni og Kristínu S. Stefánsdóttur, og lóðinni nr. 5, Guðmundi Hjálmarssyni og Maríu Bergþórsdóttur, Bréfið dagsett 12. desember 2007.
d.      Eigendum frístundahúss sem stendur á frístundahúsalóðinni nr. 10. Fyrir hönd eigenda, Magnús Svavarsson. Bréf dagsett 13. desember 2007 og 18. desember 2007.
 
 
Einnig liggur fyrir bréf Friðriks Rúnars Friðrikssonar dagsett 16. desember sl.
Skipulags- og byggingarnefnd fór því næst fram í Laugarhvamm, skoðaði svæðið
og aðstæður allar. Að því loknu voru gögn málsins yfirfarin.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
  1.  Önnur mál. Engin.
 
Fleira ekki gert
                      Fundi slitið kl. 1157
 
                                                                                                                      Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                      ritari fundargerðar.