Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

136. fundur 06. desember 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 136 – 6. desember 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, fimmtudaginn 6. desember kl 815  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá :
 
1.      Freyjugata umferðarmál.
2.      Lóðarmál –  olíufélögin, stórnotendadælur og sjálfsafgreiðslustöðvar.
3.      Hofsós – deiliskipulag við Suðurbraut.
4.      Erindi vísað frá Byggðarráði - Lindargata 13, Sauðárkróki.
5.      Eyrarvegur 21 - Umsókn um breytingar á húsnæði.
6.      Kleifatún 17-23 - Umsókn um byggingarleyfi.
7.      Héraðsdalur I - Umsókn um breytingar á íbúðarhúsi.
8.      Hólabrekka - Umsókn um byggingarleyfi.
9.      Borgarteigur 7 -  Umsókn um breytta notkun og útlitsbreytingu.
10.  Freyjugata 18 - Umsókn um byggingarleyfi.
11.  Stóra-Seyla - Umsókn um byggingarleyfi.
12.  Bjarmaland - Umsókn um byggingarleyfi.
13.  Valadalur - Umsókn um byggingarleyfi.
14.  Lindargata 3 - Umsókn um stöðuleyfi.
15.  Borgarfell í Tungusveit – Umsókn um landskipti.
16.  Hesteyri 2 - Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum.
17.  Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Freyjugata umferðarmál. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 27. september sl.,  þá meðal annars bókað. „Ríkarður Másson sýslumaður og Björn Mikaelsson yfirlögreglu­þjónn komu á fundinn til viðræðna við nefndina um umferðarkerfi Sauðárkróks og helstu álagspunkta á því. Samþykkt að skoða að setja þrengingar á Freyjugötu, Hólaveg og Ránarstíg til að ná niður umferðarhraða við Árskóla við Freyjugötu og auka öryggi gangandi vegfarenda. Á fundi 2. nóvember sl., var bókað  „Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn kom á fundinn til viðræðna við nefndina um umferðarmenningu við Árskóla og gerði grein fyrir þeim athugunum sem lögreglan hefur gert nú á síðustu vikum á umferð við Árskóla við Freyjugötu. Samþykkt að kostnaðarmeta tillögur yfirlögregluþjóns og kynna þær síðan hagsmunaaðilum.“ Nú liggja fyrir kostnaðaráætlanir gerðar af tæknideild vegna framangreindra framkvæmda. Samþykkt að kynna þessar hugmyndir hagsmunaaðilum. Samþykkt að setja hraðahindranir á Freyjugötu og hindrun og þrengingu á Ránarstíg.
 
  1. Lóðarmál –  olíufélögin, stórnotendadælur og sjálfsafgreiðslustöðvar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gerð verði í Iðnaðarhverfinu, við Borgargerði og Strandveg, lóð sem hentað geti olíufélögunum til að afgreiða stórnotendur olíu og bensíns í sjálfsafgreiðslu. Þá heimilar nefndin að unnið verði deiliskipulag að lóðinni Skagfirðingabraut 29, Shell-sport, með tilliti til breyttra lóðarmarka og breytinga á lóðinni. Markmið þessa er að bæta aðgengi að lóðinni og rými jafnframt því sem hætt verði að afgreiða þarna bensín og olíur á stóra atvinnubíla. Þeim verði beint á lóð í iðnaðarhverfi til afgreiðslu.
 
  1. Hofsós – deiliskipulag við Suðurbraut. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð, við Suðurbraut á Hofsósi. Tillagan er dagsett 10.07.07, móttekin 29. nóvember sl. unnin af AV Arkitektum, Sigríði S. Sigþórsdóttur kt. 300653-3169. Samþykkt að taka tillöguna til skipulagslegrar meðferðar.
 
  1.  Erindi vísað frá Byggðarráði - Lindargata 13, Sauðárkróki. Á fundi Byggðarráðs 18.10. sl.  var eftirfarandi bókað. „Lagt fram bréf frá íbúum Lindargötu 13, Skr., dagsett 2. október 2007, þar sem óskað er eftir styrk til að gera upp elsta íbúðarhúsið á Sauðárkróki og laga umhverfi þess. Samþykkt að vísa málinu til Skipulags- og bygginganefndar.“ 5. júlí síðastliðinn var tekið fyrir í Skipulags-og byggingarnefnd erindi Lúðvíks Friðbergssonar og Margrétar Sigurðardóttur dags. 18.06.2007 og eftirfarandi bókað. Lindargata 13 – bréf dagsett 18. júlí 2007. Lagt er fram bréf Lúðvíks Friðbergssonar og Margrétar Sigurðardóttur varðandi endurbyggingu íbúðarhúss og lóðarfrágang að Lindargötu 13. Endurbygging hússins er unnin í samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þá tilhögun sem bréfritarar gera grein fyrir varðandi endurbyggingu hússins enda verði á verktímanum skilað inn tilskyldum uppdráttum af húsinu. Varðandi lóðarfrágang er tæknideild falið að skoða erindið og afgreiða það“ Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu þessa máls þar sem framangreind gögn hafa ekki borist.
 
  1. Eyrarvegur 21 - Umsókn um breytingar á húsnæði. Ólafur Sigmarsson, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir, með bréfi dagsettu 30. október sl., um leyfi til að breyta útliti og innangerð verslunarhúss KS við Eyrarveg 21. Breytingin felst í að setja glugga á austurhlið hússins, ásamt því að breyta innra skipulagi í þjónusturými. Framlagðir  upp­drættir dagsettir 28. október 2007 gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haralds­syni. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 2. nóvember sl., þá samþykkt að vísa erindinu til umsagnaraðila. Nú liggja fyrir jákvæðar umsagnir Vinnu- og Heilbrigðiseftirlits. Erindið samþykkt.
 
  1. Kleifatún 17-23 - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 2. nóvember sl., eftirfarandi bókað. Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá AVH ehf. arkitektúr-verkfræði-hönnun, sækir, fyrir hönd landsamtakanna Þroskahjálp kt. 521176-0409, um byggingarleyfi á lóðunum nr. 17-19 og 21-23 við Kleifatún. Framlagðir uppdrættir gerðir af henni sjálfri, dagsettir 26.09.2007. Erindinu frestað til næsta fundar og byggingar­fulltrúa falið að afla fyllri upplýsinga um málið. Nú liggja fyrir jákvæðar umsagnir Vinnu- og Heilbrigðiseftirlits. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
 
  1. Héraðsdalur I - Umsókn um útlitsbreytingu á íbúðarhúsi. Gunnar B. Dungal fyrir hönd B. Pálssonar ehf. kt 610105-1060 sækir með bréfi dagsettu 19.11.2007, um leyfi til þess að gera breytingar á íbúðarhúsinu í Héraðsdal 1, fastanúmer 214-1080. Breytingin felst í því að setja dyr í stað glugga á suðurhlið hússins, fella út eitt herbergi og sameina það skála og eldhúsi. Einnig sótt um leyfi til að minnka geymslu og setja upp kamínu. Bent er á að eldstæði og reykháfar, svo og allur búnaður þeim tengdur, verða að uppfylla reglur og staðla sem í gildi eru. Erindið samþykkt.
 
  1. Hólabrekka - Umsókn um byggingarleyfi. Helgi Friðriksson kt. 240447-2159, þinglýstur eigandi Hólabrekku, Steinsstaðahverfi í Skagafirði, sótti með bréfi dagsettu 4.9.2007, um leyfi Skipulags- og byggingar­nefndar Skagafjarðar til að byggja aðstöðuhús í landi Hólabrekku, landnúmer 146200. Í erindinu kemur fram að fyrirhuguð bygging er stálgrindarhús á steyptum grunni. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6. september og 15. október sl. Nú liggur fyrir umsögn Umhverfisráðuneytisins dagsett 14. nóvember sl. þar sem veitt er undanþága á grundvelli 6. mgr. 10 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997 og 7. mgr. 4.16.2. gr. Skipulagsreglugerðar, varðandi staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar. Framlagðir uppdrættir dagsettir 3. september og 29. október 2007 gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu. Nefndin samþykkir umbeðið byggingarleyfi.
 
  1. Borgarteigur 7 -  Umsókn um breytta notkun og útlitsbreytingu. Kristján Óli Jónsson kt. 060148-3769 og Pétur Ingi Björnsson  kt. 171270-5299 eigendur hluta í iðnaðarhúsi, sem hefur fastanúmerið 223-6226 og stendur á lóðinni nr. 7 við Borgarteig á Sauðárkróki, sækja með bréfi dagsettu 19. nóvember sl. um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins úr sólbaðstofu í geymsluhúsnæði, ásamt því að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að fjarlægja hluta af núverandi millilofti og setja innkeyrsludyr á austurhlið hússins. Framlagðir uppdrættir dagsettir 19. nóvember 2007, gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, kt. 080353-4219. Eigendur annarra eignarhluta í húsinu staðfesta á umsókn að þeir geri ekki athugasemd við væntanlega breytingu á útliti hússins, né heldur breytta notkun þess. Erindið samþykkt.
 
  1.  Freyjugata 18 - Umsókn um byggingarleyfi. Gunnar Sandholt fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hákon Þórarinsson íbúi að Freyjugötu 18 sækja með bréfi dagsettu 12. nóvember sl.um leyfi til að byggja 9,0 m² garðhús á lóðinni nr. 18 við Freyjugötu, samkvæmt framlögðum gögnum.  Erindið samþykkt.
 
  1.  Stóra-Seyla - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Þór Guðmundsson  kt. 200857-5269 og Steinunn Fjóla Ólafsdóttir kt. 300157-4169 eigendur jarðarinnar Stóru-Seylu, sækja með bréfi dagsettu 19. nóvember sl. um leyfi til að byggja tvö hagaskýli fyrir hross á jörðinni. Fyrirhugað er að byggja þriggja arma hagaskýli skv. meðfylgjandi leiðbeiningar­blaði Bændasamtaka Íslands. Staðsetning sýnd á meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti. Erindið samþykkt.
 
  1.  Bjarmaland - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 31. ágúst 2006 og 9. ágúst 2007 og þá eftirfarandi bókað. „Bjarmaland – umsókn um byggingarleyfi. Björn Sveinsson á Varmalæk sækir um byggingarleyfi fyrir sambyggðu hesthúsi og reiðhöll samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Jónasi Vigfússyni verkfræðingi í Litla-Dal. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar heilbrigðis- og vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla fullnægjandi uppdrátta en heimilar að framkvæmdir við undirstöður  hefjist þegar burðarvirkjauppdrættir liggja fyrir.“ Í dag liggja fyrir fullgerðir aðaluppdrættir ásamt jákvæðum umsögnum heilbrigðis og vinnueftirlits. Erindið samþykkt.
 
  1.  Valadalur - Umsókn um byggingarleyfi.  Eiríkur Kristján Gissurarson kt  060653-5859 og Stefán Gissurarson kt. 030157-2659 þinglýstir eigendur jarðarinnar Valadals á Skörðum landnr. 146074, sækja með bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 28. nóvember sl. um leyfi til að byggja íbúðarhús og geymsluhús á jörðinni. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur dagsettur 29.11.07, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, aðaluppdrættir gerðir af Reyni Sæmundssyni arkitekt. Einnig meðfylgjandi umsögn Fornleifaverndar ríkisins, Þórs Hjaltalín, sem dagsett er 22. nóvember 2007. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir umsögn vegagerðarinnar varðandi vegtengingu að húsinu.
 
  1.  Lindargata 3 - Umsókn um stöðuleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 18. maí 2006, þá meðal annars eftirfarandi bókað. „Ágúst Andrésson f.h eigenda Hótels Tindastóls óskar eftir leyfi til að rífa skúr sem stendur á lóð Hótelsins og eftir bráðabirgðaleyfi fyrir bjálkahúsi á sama grunni, þar er um að ræða 25 m2 hús úr 70 mm bjálka. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar rif á skúrnum og samþykkir stöðuleyfi til eins árs fyrir bjálkahúsinu.“ Í dag liggur fyrir umsókn dagsett 28. nóvember sl. um áframhaldandi stöðuleyfi. Stöðuleyfi er veitt til 18. maí 2008. Ekki verður um framlengingu þessa stöðuleyfis að ræða.
 
  1.  Borgarfell í Tungusveit – Umsókn um landskipti. Björk Sigurðardóttir kt. 210744-2079, þinglýstur eigandi jarðarinnar Borgarfells, landnúmer 146151, í Tungusveit sækir, með bréfi dagsettu 24. nóvember sl., um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004  heimild Skipulags- og byggingarnefndar, og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta tveimur landspildum út úr jörðinni: Landspildurnar eru 20182,0 m² og 23504,0 m² samkvæmt framlögðum uppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7438, dags. 22. nóvember 2007. Öll hlunnindi jarðarinnar ásamt lögbýlaréttinum munu áfram fylgja landnúmerinu 146151. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
  1.  Hesteyri 2 - Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 5. júní sl. Eftirfarandi bókað þá. „Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS sækir um, fh Kaupfélags Skagfirðinga leyfi til að byggja verkstæðishús á lóðinni samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Bjarna Reykjalín arkitekt á Akureyri. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi eftirlitsstofnana.“ Í dag liggur  fyrir umsókn Marteins Jónssonar f.h. Kaupfélags Skagfirð­inga, dagsett 4. desember sl. um breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum  gerðum af Bjarna Reykjalín arkitekt á Akureyri. Uppdrættirnir eru dagsettir 28. nóvember 2007, 6 að tölu.  Einnig fyrirliggjandi jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsstofnana. Erindið samþykkt.
 
  1.  Önnur mál. Engin.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:12 .
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.