Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

133. fundur 15. október 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 133 – 15. október 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, mánudaginn 15. október kl. 1615  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.
 
Dagskrá :
 
Stóra-Seyla lóð – umsókn um breytta vegtengingu.
Stóra-Gröf syðri – umsókn um landskipti og byggingarleyfi.
Flæðagerði, dýraspítali – umsókn um byggingarleyfi.
Steinhólar, land - umsókn um byggingarleyfi.
Hólmagrund 16 – umsókn um byggingarleyfi.
Laugarholt - umsókn um byggingarleyfi.
Iðutún 8 – lóð skilað.
Steinsstaðir skipulag.
Deiliskipulag Hofsósi. Erindi vísað frá byggðarráði (4.10.2007.)
Aðalskipulag Skagafjarðar 2007 2015
Önnur mál.
·         Laugarhvammur deiliskipulag,
·         Hólabrekka.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Stóra-Seyla lóð – umsókn um breytta vegtengingu. Erindi frá Stoð ehf. verkfræðistofu, Atla Gunnari Arnórssyni, dagsett 12. október sl., en þar segir meðal annars. Með bréfi til Skipulags- og byggingarnefndar dags. 19. júlí 2007 óskaði Halldór Björnsson, Sauðárhæðum, 550 Sauðárkróki, kt. 130121-4389, þinglýstur eigandi landsins Stóra-Seyla land, landnr. 196602, eftir heimild til að skipta út lóð úr landinu.  Erindið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 9. ágúst 2007, og meðal annars eftirfarandi bókað. „Þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að leitað verði samþykkis Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu við Sauðár­króksbraut og að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.“ Þann 30. ágúst 2007 barst svar frá Vegagerðinni, þar sem fram kom að stofnunin féllist ekki á þá tillögu að vegtengingu sem fylgdi erindinu. Tillögu að breyttri vegtengingu má sjá á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. Verkfræðistofu, Atla Gunnari Arnórssyni.  Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7413, dags. 19. júlí 2007, með breytingum dags. 11. október 2007. Þá tillögu að vegtengingu samþykkir Vegagerðin með tölvupósti þann 12. október sl. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðna breytingu á vegtengingu og samþykkir að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.“
 
  1. Stóra-Gröf syðri – umsókn um landskipti og byggingarleyfi. Sigfús Helgason kt. 110939-4699, þinglýstur eigandi jarðarinnar Stóru-Grafar syðri, landnúmer 146004, sækir, með bréfi dagsettu 12. október sl., um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr.  81 frá 9. júní 2004  heimild  Skipulags- og byggingarnefndar, og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að:
 
a.       Skipta 23.555,0 m2.  landspildu út úr framangreindri jörð. Spildan sem um ræðir liggur austan Sauðárkróksbrautar (75), að merkjum jarðarinnar Stóru-Grafar, landnúmer 146000.
b.      Skipta 25.039,0 m2.  landspildu út úr framangreindri jörð. Spildan sem um ræðir liggur austan Sauðárkróksbrautar (75), að merkjum jarðarinnar Litlu-Grafar, landnúmer 145986.
c.       Á  25.039,0 m2. spildunni sem verið er að skipta út úr jörðinni er fyrirhuguð bygging 78,5 m2 frístundahúss, því er einnig óskað eftir samþykki fyrir byggingarreitnum samkvæmt 3. tl. bráðabirgðaákvæða  skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146004.
Löndin sem um ræðir eru nánar tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 11. október 2007, unninn af STOÐ ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki, Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 70531, númer S-01. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti. Varðandi umbeðið byggingarleyfi samþykkir nefndin að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar verður afgreiðsla byggingarleyfis tekin fyrir. Samþykkt að óska eftir umsögn minjavarðar Nl-vestra        
 
  1.  Flæðagerði dýraspítali – umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6. september sl. og þá meðal annars bókað. „Þá samþykkir nefndin úthlutun umbeðinnar lóðar og legu hennar samkvæmt tillögu Léttfeta. Varðandi umbeðið byggingarleyfi samþykkir nefndin að vísa uppdráttum til umsagna hlutaðeigandi aðila.“ Framlagðir uppdrættir mótteknir hjá byggingarfulltrúa 12. október sl. númer 01 og 02 gerðir af Teiknistofunni Húsagerð og Skipulag Birkiási 19, Garðabæ, Gunnari S. Einarssyni, kt. 020550-2369 og eru þeir dagsettir 14. ágúst 2007.  Í dag liggja fyrir jákvæðar umsagnir, Vinnueftirlits, dags. 1209.07, Heilbrigðiseftirlits, dags. 12.09.07 og Landbúnaðarstofnunar dags. 1.10.07. Nefndin samþykkir umbeðið byggingarleyfi á grundvelli framangreindra gagna.
 
  1. Steinhólar, land - umsókn um byggingarleyfi.  Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6. september sl. og þá meðal annars bókað „Anna Á Stefánsdóttir kt. 300753-4859 og Brynleifur G Siglaugsson kt. 220953-4329 sækja, með bréfi dagsettu 3. september sl, um leyfi til að byggja íbúðar- og aðstöðuhús á landi með landnúmerið 212886, sem skipt hefur verið út úr jörðinni Dalsmynni.   Framlagður afstöðuuppdráttur Braga Þórs Haraldssonar, dagsettur 28. júní sl. Aðaluppdrættir Stoðar ehf. Verkfræðistofu, Magnúsar Ingvarssonar, dagsettir 5. september sl. Einnig er óskað heimildar til að framangreind landspilda og væntanlegt íbúðarhús fái að bera nafnið Steinhólar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið nafnleyfi. Þá samþykkir nefndin að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.“ Í dag liggja fyrir jákvæðar umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, dags. 25.09.07 og Skipulagsstofnunar dags. 27.09.07. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
 
  1. Hólmagrund 16 – umsókn um byggingarleyfi. Guðmunda Jóna Kristjánsdóttir kt. 100445-4179 og Hjálmar Steinar Skarphéðinsson kt. 110341-2889 sækja um með bréfi dagsettu 4. október sl. leyfi til að breyta og byggja við bílgeymslu sem stendur á lóðinni nr. 16 við Hólmagrund. Breytingin felst í að byggja ofan á og breyta þaki núverandi bílgeymslu ásamt því að byggja 18,0 m²  stækkun við hana. Framlagðir uppdrættir dagsettir 20. september 2007, gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, kt. 080353-4219. Númer uppdráttar er A-101 í verki nr. 7421. Fyrir liggur samþykki Stefáns Friðrikssonar kt 041136-4139 og Jóseps Þóroddssonar kt. 200833-3099 eigenda aðliggjandi bílskúra sem fyrirhuguð ofangreind framkvæmd kemur að. Erindið samþykkt.
 
  1. Laugarholt - umsókn um byggingarleyfi. Helgi Sveinsson kt. 180740-2609 og Guðmundur Sveinsson kt. 250746-2889, þinglýstir eigendur jarðarinnar Laugarholts, landnr. 146195, sækja um með bréfi dagsettu 27. september sl. leyfi til að byggja bílgeymslu á jörðinni. Framlagðir uppdrættir dagsettir 26. september 2007, gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Númer uppdráttar er A-101 í verki nr. 7393. Einnig óskað heimildar til að fjarlægja véla/verkfærageymslu, mhl 09 sem byggð var árið 1963 og er áföst íbúðarhúsinu. Viðbyggingin er að stærstum hluta byggð ofan í byggingarreit þess húss sem fjarlægt verður. Erindið samþykkt.
 
  1.  Iðutún 8 – lóð skilað. Sigmundur Skúlason kt. 290971-3739,  óskar eftir með bréfi dagsettu 12. október sl. að skila lóðinni nr. 8 við Iðutún á Sauðárkróki. Lóðinni fékk hann úthlutað á fundi skipulags- og byggingarnefndar 20. apríl 2005. Erindið samþykkt.
 
  1.  Steinsstaðir skipulag. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 5. júní sl. Eftirfarandi meðal annars bókað. „Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Steinsstaða frá 1990 – 2010. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa breytinguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.“ 7. júní staðfesti sveitarstjórn framangreinda bókun. Með bréfi dagsettu 14. september sl. óskar skipulags- og byggingarfulltrúi heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa breytinguna samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í svari Skipulagsstofnunar dagsettu 10. október sl. kemur fram að stofnunin geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 18. gr. Skipulags-og byggingarlaga. Samþykkt að auglýsa breytingartillöguna.
 
  1.  Deiliskipulag Hofsósi. Erindi vísað frá byggðarráði. Málið var á dagskrá byggðarráðs 4.október sl., þar var eftirfarandi bókað. „Deiliskipulag á Hofsósi. Lögð fram drög að deiliskipulagi þriggja lóða sunnan við hús Kaupþings, vestan Suðurbrautar á Hofsósi.Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og beinir því til Skipulags- og byggingarnefndar að hraða vinnu við deiliskipulagið eins og kostur er.“ Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu byggðarráðs.
 
  1.  Aðalskipulag Skagafjarðar 2007 2015
Skipulags- og byggingarnefnd ásamt Páli Zophoníassyni ráðgjafa frá Lendisskipulagi áttu sl. fimmtudag 11. október fund með fulltrúum Skipulagsstofnunar varðandi Aðalskipulag Skagafjarðar 2007-2015. Farið var yfir stöðu mála og næstu skref til að ljúka vinnunni. Rætt var um ný lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og þær viðbætur sem þörf er á að gera vegna þeirra.
 
  1. Önnur mál.
 
·         Laugarhvammur deiliskipulagstillaga. Friðrik Rúnar Friðriksson óskar, með bréfi dagsettu 12. október 2007 eftir að deiliskipulagstillaga vegna lóða í landi Laugarhvamms verði tekin til afgreiðslu og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Steinsstaða frá 1990-2010. Tillagan er unnin af Benedikt Björnssyni arkitekt faí og er dagsett 17. maí 2007 með breytingu 9. október 2007. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.  
 
·         Hólabrekka - Umsókn um byggingarleyfi. Áður á dagskrá 6. september 2007. Þá samþykkti Skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga. Svar Skipulagsstofnunar hefur nú borist og er neikvætt. Vísað er þar til 7. mgr. 4.16.2 gr. Skipulagsreglugerðar. Skipulagsstofnun bendir á að um undanþágu frá greininni er hægt að sækja til umhverfisráðuneytisins. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir rökstuðningi fyrir höfnun á byggingarleyfi í þéttbýlinu að Steinsstöðum.
 
Fleira ekki gert
                      Fundi slitið kl. 1810
 
                                                                                                                      Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                      ritari fundargerðar.