Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

132. fundur 27. september 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 132 – 27. september 2007.
______________________________________________________________________________________________________
 
Ár 2007, fimmtudaginn 27. september kl. 1315  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson.
 
Dagskrá :
 
1.      Umferðarmál – Ríkarður Másson sýslumaður og Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn.
2.      Borgarflöt – umsókn um lóð og  lóðarbreytingu.
3.      Hofsós – lóðarumsókn, ítrekun.
4.      Hofsós – lóðarmál.
5.      Hofsós – gamla símstöðin, umsókn um endurbyggingu og breytta notkun. 
6.      Gagnaveita Skagafjarðar – umsókn um framkvæmdarleyfi.
7.      Austurbugur – umsókn Orkustofnunar.
8.      Stóri-Grindill – umsókn um landskipti.
9.      Freyjugata, Árvist – umsókn um smáhýsi.
10.  Hlíðahverfi aðveitustöð – lóðarmál.
11.  Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Sérstaklega þá Ríkarð Másson sýslumann og Björn Mikaelsson yfirlögregluþjón
 
Afgreiðslur:
 
1.      Umferðarmál á Sauðárkróki – Ríkarður Másson sýslumaður og Björn Mikaelsson yfirlögreglu­þjónn komu á fundinn til viðræðna við nefndina um umferðarkerfi Sauðárkróks og helstu álagspunkta á því. Almennar umræður urðu um umferðarhraða í bænum, biðskyldu við  gatna­mót og gangbrautir. Samþykkt að skoða að setja þrengingar á Freyjugötu, Hólaveg og Ránarstíg til að ná niður umferðarhraða við Árskóla við Freyjugötu og auka öryggi gangandi vegfarenda. Verkið verði unnið sem forgangsverkefni.
Ríkarður og Björn viku nú af fundi.
 
2.      Borgarflöt – umsókn um lóð og  lóðarbreytingu.  Sigurður Bjarnason svæðisstjóri N1 á Norðurlandi sækir, með bréfi dagsettu 20.09 sl. fyrir hönd N1, um að fá formleg afnot af þeirri lóð sem N1 nýtir í dag í tengslum við eldsneytisdælu sem er ætluð fyrir stórnotendur við Borgarflöt. Þegar dælan var sett niður þarna á sínum tíma voru eldsneytistankar settir niður að hluta á lóð KS við Borgarflöt með samþykki þeirra KS manna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir áframhaldandi notkun lóðarinnar með sömu skilyrðum og fram koma í yfirlýsingu KS sem dagsett er 21.10.2002.
 
3.      Hofsós – lóðarumsókn, Dagmar Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699, f.h. Samstarfs ehf. kt. 220500-2940 óskar eftir að fá úthlutað allt að 1000 m² lóð við Suðurbraut fyrir veitinga- og þjónustumiðstöð. Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. febrúar sl. Samkvæmt gildandi skipulagi fyrir Hofsós er ekki reiknað með byggð sunnan Kaupþingsbanka, vestan Suður­brautar. Vísar nefndin erindinu til gerðar deiliskipulags fyrir þetta svæði á Hofsósi.
 
4.      Hofsós – lóðarmál.  Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að lóðarmörkum fyrir eftirtaldar lóðir á Hofsósi. Skjaldbreið, landnr. 146732.   Gilsbakka, landnr. 146709. Bergland 1, landnr. 146672. Mela við Kárastíg, landnr. 146642. Skólagötu 1, landnr. 146655 og Skólagötu, Gömlu símstöðina, landnr. 146723. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna hlutaðeigandi tillögurnar og ganga frá lóðarleigusamningum.
 
5.      Hofsós, Skólagata – gamla Símstöðin. Inger Karlströmer  kt. 400102-0660, Näsumsvägen 19 290 37 Arkelstrop,  Svíþjóð, eigandi gömlu Símstöðvarinnar við Skólagötu á Hofsósi, samkvæmt kaupsamningi með árituðu afsali sem dagsett er 13. desember 2006, sækir með bréfi dagsettu 21. september sl. um leyfi til að endurbyggja framangreint hús ásamt því að breyta notkun þess. Breytingin felst í að gera húsið að frístundahúsi.  Framlagðir uppdrættir dagsettir 22. september sl, gerðir af  STOÐ ehf. verkfræðistofu, Eyjólfi Þór Þórarinssyni kt. 170460-3759. Einnig óskar Inger eftir að fá úthlutað lóð fyrir húsið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir endurbyggingu og breytingu hússins. Varðandi lóðarfyrirspurnina er vísað til 4. liðar fundargerðar.
 
6.      Gagnaveita Skagafjarðar – umsókn um framkvæmdarleyfi. Karl Jónsson verkefnastjóri fh. Gagnaveitu Skagafjarðar  sækir um, með bréfi dagsettu 20. september sl., framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara.
a.       Lögn úr brunni við Hótel-Varmahlíð að leikskólalóð sem er nr. 3 við Furulund.
b.      Lögn á milli dælustöðva í Norðurbrún og að borholuhúsi vestan í  Reykjarhóli.
Meðfylgjandi erindinu eru loftmyndir sem sýna fyrirhugaðar lagnaleiðir, Erindið samþykkt enda verði framkvæmdin unnin í samráði við lóðarhafa og að fyrir liggi að hvorki lóðarhafi eða sveitarfélagið beri skaða af hugsanlegu tjóni sem kann að verða á lögninni inni á einkalóðum. Að verki loknu verði lagnirnar hnitsettar og mældar inn og þeim upplýsingum skilað inn til Byggingarfulltrúa.  
 
7.       Austurbugur – umsókn Orkustofnunar. Vatnamælingar Orkustofnunar, sækja um, með erindi dagsettu 17. september sl.,  heimild skipulags- og byggingarnefndar til að koma fyrir skýli yfir vatnshæðarmæli við Austurbug, við Austari-Jökulsá. Meðfylgjandi er kort sem sýnir staðsetn­ingu mælisins, ásamt uppdráttum, myndum og greinargerð varðandi mælinn og skýlið.   Nefndin samþykkir erindið.
 
8.       Stóri-Grindill – umsókn um landskipti. Stefán Þorláksson kt. 300723-5789 og Viðar Þorláksson kt. 080726-7599, þinglýstir eigendur jarðarinnar Stóra-Grindils í Fljótum, landnúmer 146908, sækja um, með erindi dagsettu 11. september sl.,  heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 10.437,0 m². lóð út úr jörðinni. Á fyrirhugaðri lóð stendur sumarhús með fastanúmerið 214-4422, skráð eign Fanneyjar Sigurðardóttur kt. 301022-7869 samkvæmt skrám FMR. Meðfylgjandi er uppdráttur dagsettur 3. september 2007 gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 74061.   Erindið samþykkt.
 
9.       Freyjugata, Árvist – umsókn um smáhýsi. Eybjörg Guðnadóttir fyrir hönd Húseigna Skagafjarðar sækir um, með erindi dagsettu 26. september sl.,  heimild skipulags- og byggingarnefndar til að setja niður 9 m² bjálkahús á lóð Árvistar - Árskóla við Freyjugötu. Meðfylgjandi eru uppdrættir dagsettir 5. september sl., gerðir af Tæknideild Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
 
10.   Hlíðahverfi aðveitustöð – lóðarmál.  Dýrleif Kristjánsdóttir lögfræðingur hjá LEX-NESTOR lögmannsstofu Sundagörðum 2, Reykjavík fyrir hönd Rafmagnsveitna ríkisins og Landsnets hf., óskar eftir að útbúið verði stofnskjal og gerður verði lóðarleigusamningur vegna lóðar fyrir Aðveitustöð í Hlíðahverfi. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að lóðarblaði á grundvelli gildandi skipulags.
 
11.  Önnur mál.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1552
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.