Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

128. fundur 11. júlí 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 128 – 11. júlí 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, miðvikudaginn 11. júlí kl.1315  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá :
 
1.      Borgartún 4, Sauðárkróki – Hjólbarðaþjónusta Óskars – lóðarumsókn.
2.      Borgartún 4, Sauðárkróki – Nesverk sf. – lóðarumsókn.
3.      Kvistahlíð 8 – umsókn um byggingarleyfi.
4.      Birkihlíð 14 – umsókn um sólpall og setlaug.
5.      Kárastígur 11 – umsókn um útlitsbreytingu.
6.      Búhöldar hsf. - bréf dagsett 9. júlí 2007.
7.      Stóra-Seyla – umsókn um breytingar á íbúðarhúsi.
8.      Laugarhvammur, lóð nr. 11a – Erindi Friðriks Rúnars Friðrikssonar.
9.      Ártorg – deiliskipulag.
10.  Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
Liður 1 og 2.
Borgartún 4, Sauðárkróki – lóðarumsóknir. Óskar Halldórsson, kt. 010659-4509, Víðihlíð 11, Sauðárkróki, fh. Hjólbarðaþjónustu Óskars ehf. kt. 571298-3259, sækir um, með erindi dagsettu 10. júlí sl., að fá úthlutað iðnaðarlóðinni nr. 4 við Borgartún á Sauðárkróki. Hyggst hann byggja ca. 140 fermetra iðnaðarhúsnæði á lóðinni og er ætlunin að nýta húsið í tengslum við rekstur Hjólbarðaþjónustunnar, sem er með starfsemi sína í hluta hússins að Borgartúni 6. Einnig sækir Nesverk sf., kt. 450189-2009, Egill Benediktsson, með erindi dagsettu 10. júlí sl., um lóðina Borgartún 4, Sauðárkróki. Hyggst hann byggja ca. 120 m² stálgrindarhús á lóðinni.
Samþykkt að úthluta Hjólbarðaþjónustu Óskars lóðinni. Rökin fyrir úthlutun til Hjólbarðaþjónustu Óskars er nálægð lóðarinnar við starfsemi fyrirtækisins. Bent er á að umsækjandi þarf að hafa byggt á lóðinni innan árs frá úthlutun, annars fellur hún aftur til Sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera Nesverki s.f- Agli Benediktssyni grein fyrir þeim lóðum í iðnaðarhverfinu, sem lausar eru til umsóknar.
 
Liður 3.
Kvistahlíð 8 – umsókn um byggingarleyfi. Þorvaldur Ingi Björnsson, kt. 191086-2879, Grenihlíð 13,  Sauðárkróki, sækir um, með erindi dagsettu 9. júlí sl., byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni nr. 8 við Kvistahlíð. Lóðinni fékk hann úthlutað á fundi nefndarinnar 20. mars síðastliðinn. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf. Verkfræðistofu, Magnúsi Ingvarssyni, og eru þeir dagsettir 08.07.2007. Erindið samþykkt.
 
 
Liður 4.
Birkihlíð 14 – umsókn um sólpall, útisturtu og setlaug. Gunnar Bragi Sveinsson, kt. 090668-4129, eigandi einbýlishússins nr. 14 við Birkihlíð, sækir um, með erindi dagsettu 10. júlí sl., leyfi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að byggja sólpall, útisturtu, skjólveggi og koma fyrir setlaug. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf. Verkfræðistofu, Magnúsi Ingvarssyni, og eru þeir dagsettir 08.07.2007. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
Liður 5.
Kárastígur 11 – umsókn um útlitsbreytingu. Nýja Teiknistofan ehf. Síðumúla 20, Sigurður Einarsson fh. Ágústs Ágústssonar, kt. 100746-3529, Háaleitisbraut 89, Reykjavík, eiganda einbýlishússins á lóðinni nr. 11 við Kárastíg, sækir um, með erindi dagsettu 4. júlí sl., leyfi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til að breyta útliti hússins. Breytingin er við og á suðvesturhlið hússins. Felst hún í að byggja sólpall, breyta stofuglugga og setja hurð á þá hlið. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Nýju Teiknistofunni ehf. Sigurði Einarssyni, og eru þeir dagsettir 02.06.2007. Erindið samþykkt.
 
Liður 6.
Búhöldar hsf.  Með bréfi dagsettu 9. júlí 2007 sækja Búhöldar um parhúsalóðirnar nr. 1-3, 5-7 og 9-11 við Iðutún. Lóðunum hafði þeim verið úthlutað á fundi nefndarinnar 18. júní sl. en með bréfi dagsettu 27. júní sl. afþakkaði félagið lóðirnar. Skipulags – og byggingarnefnd áréttaði á fundi 5. júlí sl. að þrátt fyrir þetta bréf Búhölda hsf. frá 27. júní, stæðu þeim enn til boða framangreindar lóðir. Samþykkir nefndin að úthluta Búhöldum parhúsalóðunum nr. 1-3, 5-7 og 9-11 við Iðutún. Í erindi dagsins vísa Búhöldar til bréfs Byggingarfulltrúa, sem dagsett er 6. júní sl. og er varðandi einsleitni húsanna og útlit. Vill nefndin af því tilefni árétta framangreint bréf og bendir jafnframt á að uppdráttum skuli skilað í samræmi við byggingarreglugerð.
 
Liður 7.
Stóra-Seyla – umsókn um breytingar á íbúðarhúsi. Guðmundur Þór Guðmundsson, kt. 200857-5269, eigandi jarðarinnar Stóru-Seylu, óskar heimildar til breytinga á áður samþykktum uppdráttum, gerðum af honum sjálfum. Uppdrættirnir voru samþykktir á fundi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar 21. janúar 2004. Breytingin varðar viðbyggingu við íbúðarhúsið að Stóru-Seylu og felst í stækkun á skála milli bílgeymslu og húss og byggingu á óupphituðu gróðurhúsi við suðurvegg teiknistofu. Einnig er gluggum og hurðum breytt lítillega á bílgeymslu. Meðfylgjandi eru breyttir aðaluppdrættir dagsettir 10. júlí 2007, gerðir af honum sjálfum. Erindið samþykkt.
 
Liður 8.
Laugarhvammur, lóð nr. 11a – Erindi Friðriks Rúnars Friðrikssonar. Erindi frá Friðriki Rúnari varðandi lóðina var áður á dagskrá nefndarinnar 5. júlí sl. og þá var sótt um byggingarleyfi á lóðinni. Erindinu var hafnað af skipulagsástæðum. Nú sækir Friðrik Rúnar Friðriksson um, með erindi dagsettu í dag, 11. júlí 2007, 6. mánaða stöðuleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð nr. 11a í landi Laugarhvamms. Húsið hefur hann þegar byggt á verkstæði og lóð Lambeyrar ehf. Er það byggt samkvæmt áðurframlögðum uppdráttum gerðum af Birgi Ágústssyni og eru þeir dagsettir í febrúar 2007. Samþykkt að veita stöðuleyfi að hámarki til 12. mánaða enda verði húsið fjarlægt að þeim tíma liðnum hafi það þá ekki fengið byggingarleyfi á grundvelli deiliskipulags, sem nú er i vinnslu. Erindið samþykkt.
 
Liður 9.
Ártorg – deiliskipulag.
Ártorg á Sauðárkróki – deiliskipulagsbreyting. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 3. maí 2007 var tillaga að deiliskipulagsbreytingu Ártorgs samþykkt og samþykkti Skipulags- og byggingarnefnd að auglýsa tillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Það var gert og var tillagan til sýnis í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki frá 29. maí til 26. júní 2007. Frestur til að skila athugasemdum var til 10. júlí maí 2007.
Með bréfi dagsettu 10. júlí 2007 setur Hörður Ingimarsson á Sauðárkróki fram hugmyndir og hugleiðingar um breytingar á deiliskipulagstillögunni. Ábendingar Harðar beinast aðallega að efnistöku úr Sauðánni og tengingu svæðisins við lóð Bóknámshússins. Skipulags- og byggingarnefnd tók erindi Harðar til umfjöllunar og umræðu og þakkar ábendingarnar, en telur að þessi atriði séu vel leyst í tillögunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna óbreytta.
 
Liður 10. Önnur mál.
 
·         Bárustígur 13, Sauðárkróki. Eggert Þór Birgisson, kt. 130883-3979, eigandi íbúðar með fastanúmerið 213-1231 og Gyða Sigrún Stefánsdóttir, kt. 271136-2939, eigandi íbúðar með fastanúmerið 213-1230, sem eru í tvíbýlishúsi nr. 13 við Bárustíg á Sauðárkróki, sækja um, með erindi dagsettu 10. júlí sl., leyfi til að breyta innangerð hússins. Breytingin felst í að sameiginlegri forstofu fyrir báðar hæðir verði breytt og gerð að séreign, sem þjóni eingöngu efri hæð hússins. Bílskúr, sem í dag er að jöfnu í eigu beggja aðila, verði séreign sem tilheyri neðri hæð hússins. Einnig óskað heimildar til að stækka bílastæði til vesturs að gangstíg. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. 
 
·         Stallar ehf., kt. 500703-2880, óska eftir, með bréfi dagsettu 10. júlí, viðræðum um lóðir við Sauðármýri á Sauðárkróki fyrir fjölbýlishús. Samþykkt að eiga viðræður við umsækjanda.
 
·         Bréf Jóhanns Svavarssonar, dagsett 29. júní 2007, varðandi umferð á Eyrarvegi og Aðalgötu á Sauðárkróki lagt fram. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa bréfinu til Byggðarráðs með sérstakri áherslu á að þrýsta á að ljúka við gerð Strandvegar.
 
Fleira ekki gert
                      Fundi slitið kl. 1615
 
                                                                                                                      Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                      ritari fundargerðar.