Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

127. fundur 05. júlí 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 127 – 5. júlí 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, fimmtudaginn 5. júlí kl.1315  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:     
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá :
 
1.      Brekkutún 4, Sauðárkróki – Garðskáli – umsókn um byggingarleyfi.
2.      Dalsmynni – umsókn um landskipti.
3.      Hólar í Hjaltadal – umsókn um landskipti.
4.      Búhöldar hsf - bréf dagsett 27. júní 2007.
5.      Gagnaveita Skagafjarðar – umsókn um framkvæmdaleyfi v. Ljósleiðaralagna.
6.      Krossanes – umsókn um setlaug.
7.      Eyrarvegur 18 – FISK – umsókn um byggingarleyfi – viðbygging.
8.      Skuggabjörg í Deildardal – Umsókn um utanhússklæðningu.
9.      Iðutún 20, Sauðárkróki – lóð skilað.
10.  Lindargata 13 – bréf dagsett 18. júní 2007.
11.  Gilstún 9, Sauðárkróki – bílgeymsla. Umsókn um byggingarleyfi.
12.   Marbæli í Óslandshlíð – umsókn um byggingarleyfi.
13.  Gránumóar, Jarðgerð ehf. -  umsókn um lóðarstækkun.
14.  Gauksstaðir á Skaga – umsókn um byggingarleyfi.
15.  Deiliskipulag til umræðu. Leikskólalóð sunnan Ártorgs.
16.  Laugarhvammur – lóð nr. 11a – Erindi Friðriks Rúnars Friðrikssonar.
17.  Skipulagsverkefni – Erindi Guðbjargar Guðmundsdóttur, Hólatúni 14
18.  Raftahlíð 61- 67 Sauðárkróki – umsókn um útlitsbreytingu.
19.  Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Í upphafi fundar minntust fundarmenn Óskars S. Óskarssonar slökkviliðsstjóra, sem lést 
þriðjudaginn 3. júlí sl. Óskar sat alla fundi skipulags- og byggingarnefndar og starfaði alla tíð náið með skipulags- og byggingarnefnd
 
Afgreiðslur:
 
1.      Brekkutún 4, Sauðárkróki. Páll Sighvatsson kt. 260265-3189 og Margrét Grétarsdóttir kt. 200865-3759, sækja með bréfi dagsettu 30.06.2007, um leyfi til að byggja 9 m² Lillevilla garðhús á lóðinni. Stærð húss 3,0 x 3,0 m. Staðsetning húss fyrirhuguð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
2.      Dalsmynni – umsókn um landskipti.  Anna Á Stefánsdóttir kt 300753-4859 og Brynleifur G. Sigurlaugsson kt. 220953-4329 eigendur jarðarinnar Dalsmynnis í Viðvíkursveit landnúmer 146405, sækja um, með erindi dagsettu 1. júlí sl.,  heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 6,6 ha. landspildu út úr jörðinni og að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146405. Meðfylgjandi er uppdráttur dagsettur 28. júní 2007 gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt og samþykkt að leita umsagnar Vegagerðarinnar um tengingu að Hólavegi 767.
 
3.      Hólar í Hjaltadal – Skúli Skúlason rektor Hólaskóla sækir um, með erindi dagsettu 26. júní 2007,  heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 9.900,0 m². landspildu út úr jörðinni Hólum í Hjaltadal, landnúmer 146440. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu Braga Þór Haraldssyni, dagsettur 17. apríl 2007.  Erindið samþykkt.
 
4.      Búhöldar hsf sækja, með bréfi dagsettu 27. júní 2007, um lóðir við Melatún. Hyggjast þeir hefja byggingarframkvæmdir á einu parhúsi á árinu 2007 og  þremur til fjórum parhúsum árið 2008.  Félagið hyggst byggja eftir þeim uppdráttum sem það hefur byggt eftir fram að þessu og að það muni verða við óskum skipulags-og byggingarnefndar frá 17. apríl sl., um breytingar á húsunum m.a. hvað varðar einsleitni þeirra í litavali og útliti. Skipulags- og byggingarnefnd bendir Búhöldum á að Melatúnið er skipulagt fyrir lóðir undir einbýlishús ekki parhús eða raðhús. Einnig kemur fram í bréfi Búhölda að félagið afþakki lóðirnar nr. 1-3, 5-7 og 9-11 sem því var úthlutað  við Iðutún 18. júní sl.    Skipulags – og byggingarnefnd vill árétta að þrátt fyrir þetta bréf Búhölda hsf. standi þeim enn til boða lóðirnar  nr. 1-3, 5-7 og 9-11 sem þeim var úthlutað  við Iðutún til að byggja á parhús.
 
5.      Gagnaveita Skagafjarðar – umsókn um framkvæmdaleyfi. Páll Pálsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Skagafjarðar sækir um, með erindi dagsettu 27. júní sl., framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara um Túnahverfi á Sauðárkróki. Meðfylgjandi erindinu eru uppdrættir sem sýna fyrirhugaðar lagnaleiðir, gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, og eru þeir dagsettir 25. júní 2007. Erindið samþykkt enda verði framkvæmdin unnin í samráði við lóðarhafa og að fyrir liggi að hvorki lóðarhafi eða sveitarfélagið beri skaða af hugsanlegu tjóni sem kann að verða á lögninni inni á einkalóðum.
 
6.      Krossanes – umsókn um setlaug. Sigurður Þorsteinsson kt. 070957-5669, þinglýstur eigandi landspildu með landnúmerið 146052 úr landi Krossaness, óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar  Skagafjarðar til að breyta útliti einbýlishúss í Krossanesi. Breytingin felst í að byggja sólpall og skjólveggi og koma þar fyrir setlaug. Vegna setlauga vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar viðurkenndur búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Þá er einnig sótt um heimild til að rífa bragga, gamalt fjárhús á jörðinni. Fasteignanúmer eignarinnar er 214-0571 matshluti 02. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
7.      Eyrarvegur 18 – FISK – umsókn um byggingarleyfi – viðbygging. Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK-Seafood hf. á Sauðárkróki sækir um, með erindi dagsettu 12. júní sl., leyfi til að byggja skýli í sundi milli fiskimóttöku og karageymslu. Framlagðir uppdrættir gerðir af  Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni og eru þeir dagsettir 21. júní. Erindið samþykkt.
 
8.      Skuggabjörg í Deildardal – Umsókn um utanhússklæðningu. Sigríður Jóhannsdóttir kt, 300921-3379, þinglýstur eigandi jarðarinnar Skuggabjarga í Deildardal, sækir um, með erindi dagsettu 16. maí sl., leyfi til að einangra og klæða utan íbúðarhús og geymslu að Skuggabjörgum í Deildardal. Klætt verður með bárustáli á trégrind og í grindina einangrað með steinullareinangrun. Erindið samþykkt.
 
 
9.      Iðutún 20, Sauðárkróki – Lóð skilað. Iðutún 20, Sauðárkróki. Dagur Þór Baldvinsson kt. 211279-4869, Hólavegi 22, Sauðárkróki  skilar inn lóðinni nr. 20 við Iðutún, sem honum var úthlutað af skipulags- og byggingarnefnd þann 10. maí 2007. Erindið samþykkt.
 
10.  Lindargata 13 – bréf dagsett 18. júní 2007.  Lagt er fram bréf Lúðvíks Friðbergssonar og Margrétar Sigurðardóttur varðandi endurbyggingu íbúðarhúss og lóðarfrágang að Lindargötu 13. Endurbygging hússins er unnin í samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þá tilhögun sem bréfritarar gera grein fyrir varðandi endurbyggingu hússins enda verði á verktímanum skilað inn tilskyldum uppdráttum af húsinu. Varðandi lóðarfrágang er tæknideild falið að skoða erindið og afgreiða það.
 
11.  Gilstún 9, Sauðárkróki – bílgeymsla. Umsókn um byggingarleyfi. Málið var kynnt á fundi nefndarinnar 5. júní sl. Nú liggur fyrir bréf frá Íbúa hsf. dagsett 26. júní sl. þar sem fram kemur að félagið muni ekki að svo stöddu fara í byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 7 við Gilstún. Byggingarleyfi samþykkt vegna byggingar bílgeymslu á lóð nr. 9 samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Stoð ehf., sem dagsettir eru 16. maí 2006.
 
12.  Marbæli í Óslandshlíð – umsókn um byggingarleyfi. Róar Jónsson kt. 220623-4919, þinglýstur lóðarhafi lóðar með landnúmerið 146563 úr landi Marbælis í Óslandshlíð, sækir um, með erindi dagsettu  3. júlí sl., leyfi til að byggja aðstöðuhús, 26,4 m² bjálkahús á lóðinni samkvæmt framlögðum  gögnum. Erindið samþykkt.  
 
13.  Gránumóar, Jarðgerð ehf. -  umsókn um lóðarstækkun. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 5. júní sl. Þá sótti Ágúst Andrésson fh. Jarðgerðar ehf., með bréfi dagsettu 31.05.2007, um stækkun lóðarinnar. Byggingarfulltrúa var þá falið að vinna að málinu. Nú liggur fyrir tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að lóðarstækkun unnin af Stoð ehf. dagsett 4. júlí sl.  Nefndin samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að kynna hlutaðeigandi tillöguna.
 
14.  Gauksstaðir á Skaga – umsókn um byggingarleyfi. Sveinfríður Á Jónsdóttir, kt. 080765-5339, þinglýstur lóðarhafi lóðar með landnúmerið 207146 úr landi Gauksstaða á Skaga, sækir um með erindi dagsettu  31. maí sl. leyfi til að byggja gestahús um 15,0 m² bjálkahús á lóðinni, samkvæmt framlögðum  gögnum. Erindið samþykkt.
 
15.  Deiliskipulag til umræðu. Lögð fram deiliskipulagstillaga af svæði neðan Túnahverfis sunnan Ártorgs í Sauðárkílum. Tillagan er dagsett 4. júlí 2007 og er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
16.  Laugarhvammur – lóð nr. 11a – erindi Friðriks Rúnars Friðrikssonar. Friðrik Rúnar fyrir hönd Elínborgar Guðmundsdóttur  kt. 230546-3639  sækir um, með erindi dagsettu 3. júlí sl., leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni. Fyrirhugað er að flytja á staðinn þegar byggt íbúðarhús sem nú stendur á lóð Lambeyrar ehf.. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Birgi Ágústssyni og eru þeir dagsettir í febrúar 2007. Erindinu frestað þar til skipulag svæðisins er staðfest.
 
17.  Skipulagsverkefni – Lagt fram bréf Guðbjargar Guðmundsdóttur, Hólatúni 14, dagsett 20 júní 2007, þar sem fram kemur að hún hefur áhuga á að lokaverkefni sitt í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar fjalli um skipulag félagssvæðis hestamanna við Flæðagerði og nánasta umhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindi Guðbjargar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við hana um nánari tilhögun verksins.
 
18.  Raftahlíð 61-67 Sauðárkróki – umsókn um útlitsbreytingu. Lagt fram erindi eigenda Raftahlíðar 61-67 þar sem farið er fram á að breyta útliti húsanna samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
19.  Önnur mál.
 
·         Hólalax – umsókn um framkvæmdaleyfi.
Ásmundur Baldvinsson fh. Hólalax hf, kt. 601279-0299, sækir um, með erindi dagsettu 05. júlí, leyfi fyrir framkvæmdum á lóð fyrirtækisins á Hólum í Hjaltadal. Sótt er um breytingu á stærð og staðsetningu kerja sem merkt eru M1-M4 á uppdrætti. Skipulags- og bygginganefnd gaf leyfi fyrir framangreindum kerjum á fundi 16. febrúar 2004. Um er að ræða 4 eldisker úr plasti á steyptum botni, hvert um 150 m3, samtals 600 m3. Einnig sótt um leyfi fyrir 6 eldiskerjum, stálkerjum á steyptum botni sem hvert um sig er  um 500 m3, samtals 3000 m3 Fyrirhuguð uppsetning eldiskerja alls 3600 m3 . Jafnframt sótt að fá að koma fyrir hreinsiþróm, safntönkum og  búnaði til að hreinsa, lofta og súrefnisbæta vatn sem ætlunin er að endurnýta. Meðfylgjandi gögn:
 
a)     Teikning gerð af Stoð ehf. verkfræðistofu dagsett 4. júlí 2007.
b)     Afrit af lóðarleigusamningi dagsettur 8. nóvember 1980.
c)     Þinglýsingarvottorð.
d)    Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir 500 tonna bleikjueldi og  framleiðslu 1.000.000 bleikjuseiða, dagsett í nóvember 2006.
e)     Afrit af tölvupósti Skipulagsstofnunar til umsækjanda dags. 21. apríl 2006.
f)      Afrit af tölvupósti Skipulagsstofnunar til umsækjanda dags. 27. apríl 2006 með lokaumsögn Umhverfisstofnunar.
g)     Lokaumsögn Umhverfisstofnunar.
h)     Teikning af endurnýtingarkerfinu.  
                                                                                                                
Skipulags og byggingarnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og bendir á að framkvæmdin kallar á breytingu á deiliskipulagi fyrir fiskeldistöð Hólalax hf. frá 30. janúar 2004 eins og fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar dagsettu 27. apríl sl., til umsækjanda.
 
 
 
Fleira ekki gert
                      Fundi slitið kl.1635
 
                                                                                                                      Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                      ritari fundargerðar.