Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

126. fundur 18. júní 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 126 – 18. júní 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, mánudaginn 18. júní kl.1315  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá :
 
1.      Búhöldar, bréf dagsett 11. júní 2007.
2.      Kleifatún 4, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi.
3.      Kleifatún 8, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi.
4.      Kleifatún 10, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi.
5.      Iðutún 12, Sauðárkróki – Lóð skilað.
6.      Norðurbrún 7, Varmahlíð – sólpallur.
7.      Keldudalur í Hegranesi – umsókn um breytingu á lóðarmörkum.
8.      Baldurshagi á Hofsósi, Sólvík – umsögn um vínveitingarleyfi.
9.      Suðurbraut 6, Hofsósi, Sigtún -  umsögn um vínveitingarleyfi.
10.  Stóri-Grindill í Fljótum – umsókn um stofnun lóðar.
11.  Ytri-Hofdalir – umsókn um niðurrif húsa.
12.  Skagfirðingabraut 29 – Skeljungur.
13.  Leikskólalóð sunnan Ártorgs – Deiliskipulag til umræðu.
14.  Önnur mál
 
            Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Búhöldar hsf., sækja með bréfi dagsettu 11. júní 2007, um lóðir fyrir þrjú parhús, sex íbúðir. Einnig sótt um byggingarleyfi fyrir þessum húsum. Búhöldum hsf. er hér með úthlutað lóðunum nr 1-3, 5-7 og 9-11 við Iðutún. Þær lóðir eru litlu minni er þær lóðir sem Búhöldar hafa verið að byggja á að undanförnu og kalla á aðra útfærslu á byggingum en þá sem Búhöldar hsf. hafa verið að byggja á undanförnu.  Byggingarnefnd vísar til bréfs byggingarfulltrúa frá 6. júní s.l þar sem sjónarmið skipulags- og byggingarnefndar eru sett fram varðandi einsleitni byggingar Búhölda hsf. Varðandi byggingarleyfi, þá er það ekki veitt fyrr en að undangenginni lóðarúthlutun og þegar aðaluppdrættir hafa verið lagðir fram.
 
2.      Kleifatún 4, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi. Ingvi Sigfússon kt. 230757-4539 Brekkutúni 1, Sauðárkróki sækir um fh. SERBA ehf kt. 670897-2229 byggingarleyfi á lóðinni nr. 4 við Kleifatún. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af TGS teiknistofu á Selfossi, Ólafi Rúnari Eyjólfssyni og eru þeir dagsettir 10. júní 2006. Erindið samþykkt.
 
3.      Kleifatún 8, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi. Ingvi Sigfússon kt. 230757-4539 Brekkutúni,1 Sauðárkróki sækir um fh. SERBA ehf kt. 670897-2229 byggingarleyfi á lóðinni nr. 8 við Kleifatún. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af TGS teiknistofu á Selfossi, Ólafi Rúnari Eyjólfssyni og eru þeir dagsettir 3, 5 og 10. júní 2006. Erindið Samþykkt.
 
4.      Kleifatún 10, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi. Ingvi Sigfússon kt. 230757-4539 Brekkutúni 1, Sauðárkróki sækir um fh. SERBA ehf kt. 670897-2229 byggingarleyfi á lóðinni nr. 10 við Kleifatún. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af TGS teiknistofu á Selfossi, Ólafi Rúnari Eyjólfssyni og eru þeir dagsettir 10. júní 2006. Erindið samþykkt.
 
5.      Iðutún 12, Sauðárkróki – Lóð skilað. Iðutún 12, Sauðárkróki. Óli B. Jónsson kt. 120776-5419 og Sigríður Sóley Guðnadóttir kt. 250775-4669 Kvistahlíð 1, Sauðárkróki  skila inn lóðinni nr. 12 við Iðutún, sem þeim var úthlutað af skipulags- og byggingarnefnd þann 3. apríl 2007. Erindið samþykkt.
 
6.      Norðurbrún 7, Varmahlíð – sólpallur. Þórdís Friðbjörnsdóttir eigandi efri hæðar Norðurbrúnar 7, Varmahlíð, óskar með bréfi dagsettu 12. júní 2007 eftir leyfi til þess að byggja við svalir sunnan á  húsinu. Viðbyggingin verður byggð í framhaldi af steyptum svölum á suðurhlið hússins, 2,5 m til suðurs. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.  Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7405, dags. 12. júní 2007. Fyrir liggur samþykki eigenda neðri hæðar hússins. Erindið samþykkt.
 
7.      Keldudalur í Hegranesi – umsókn um breytingu á lóðarmörkum. Guðrún Lárusdóttir kt. 240866-5799 og Þórarinn Leifsson 230866-4309, þinglýstir eigendur lóða með landnúmerin 146391 og 194450 í Keldudal sækja, með bréfi dagsettu 14.06.2007, um að fá að breyta mörkum framangreindra lóða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr. 0736 sem gerður er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Uppdrátturinn er dagsettur í júní 2007. Erindið samþykkt.
 
8.      Baldurshagi á Hofsósi, Sólvík – umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Dagmarar Þorvaldsdóttur kt. 170662-3699, fh. Samstarfs ehf., kt. 660500-2940,  um leyfi til vínveitinga í húsnæði Sólvíkur, Baldurshaga á Hofsósi. Sótt er  um tímabundið leyfi frá 13. júní til 13. desember 2007. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
9.      Suðurbraut 6, Hofsósi, Sigtún -  umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Dagmarar Þorvaldsdóttur kt. 170662-3699, fh. Samstarfs ehf., kt. 660500-2940, um leyfi til vínveitinga í húsnæði Sigtúns, Suðurbraut 6 á Hofsósi. Sótt er  um tímabundið leyfi frá 13. júní til 13. desember 2007. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
10.  Stóri-Grindill í Fljótum – umsókn um stofnun lóðar. Stefán Þorláksson kt. 300723-5789 og Viðar Þorláksson kt. 080726-7599, þinglýstir eigendur jarðarinnar Stóra-Grindils í Fljótum, landnúmer 146908, sækja um, með erindi dagsettu 12. júní sl.,  heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að stofna 5228,6 m². lóð út úr jörðinni. Á fyrirhugaðri lóð stendur íbúðarhús með fastanúmerið 214-4421. Meðfylgjandi er uppdráttur dagsettur 12. júní 2007 gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7406.   Erindið samþykkt.
 
11.  Ytri-Hofdalir – umsókn um niðurrif húsa. Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir eigendur jarðarinnar sækja um með bréfi dagsettu 15. júní 2007, heimild til að rífa gamla íbúðarhúsið, ásamt áfastri vélageymslu á Ytri-Hofdölum. Byggingarfulltrúi hefur leitað umsagnar Fornleifaverndar ríkisins á erindinu. Afgreiðslu frestað þar til umsögn Fornleifaverndar liggur fyrir.
 
12.  Skagfirðingabraut 29 – Skeljungur hf. Erindi Ólafs Jónssonar kt. 030256-019, fh. Skeljungs ehf. varðandi breytingar á lóðarmörkum lóðanna Skagfirðingabrautar 25 og 29. Erindið felur í sér beiðni til Sveitarfélagsins um áframhaldandi og aukinn rekstur á lóðinni Skagfirðingabraut 29 og að deiliskipulag verði unnið til þess að þessi áform geti náð fram að ganga. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa að Skagfirðingabraut 25. Skipulags – og byggingarnefnd telur sig vanta nánari upplýsingar um áform Skeljungs hf og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um áform fyrirtækisins á þessum stað.  
 
13.  Leikskólalóð sunnan Ártorgs – Deiliskipulag til umræðu. Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu Miðsvæðis austan Skagfirðingabrautar sunnan Ártorgs. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillöguna áfram.
 
14.  Önnur mál.
·        Suðurgata 11 - umsókn um setlaug. Steinn Ástvaldsson sækir um, með bréfi dagsettu 15. maí sl., leyfi til að setja niður setlaug á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
·        Einar Einarsson gerði grein fyrir fundi Samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins, sem haldinn var á Þingvöllum föstudaginn 15. júní sl.
 
Fleira ekki gert
                        Fundi slitið kl.15
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.