Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

117. fundur 20. febrúar 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 117 – 20. febrúar 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, þriðjudaginn 22. febrúar kl.1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – stofnun leigulóðar fyrir vatnstank Skagafjarðarveitna
2.      Lóðaumsóknir, Kleifatún, Sauðárkróki– þroskahjálp
3.      Gilstún 9, Sauðárkróki – umsókn um leyfi til að byggja bílgeymslu – Árni Grétarsson
4.      Lóðarfyrirspurn í Hofsósi – Dagmar Þorvaldsdóttir f.h. Samstarfs ehf
5.      Helluland,  Skagafirði – landskipti – Ásdís Ármannsdóttir f.h. eigenda.
6.      Glaumbær II á Langholti – Byggingarreitur fyrir vélageymslu
7.      Kleifartún 5-7 – umsókn um byggingarleyfi – Búhöldar hsf
8.      Ásgarður í Viðvíkursveit – umsókn um byggingarleyfi – Sveinn Ragnarsson
9.      Steinn á Reykjaströnd – aðstöðuhús – Steinunn Rósa Guðmundsdóttir / Gústav Bentsson
10.  Flokka – Erindi Ómars Kjartansson 
11.  Önnur mál.
           
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.         Hólar í Hjaltadal, stofnun leigulóðar. Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum, sækir um heimild til að stofna 570,0 m² leigulóð úr landi Hóla í Hjaltadal. Lóðin er ætluð undir neysluvatnstank sem fyrirhugað er að reistur verði á vegum Skagafjarðarveitna ehf.. Meðfylgjandi er uppdráttur  nr. S-101, verk nr. 1026 dagsettur  18. janúar 2007, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
2.         Kleifatún 17 – 19 og 21 -23. Friðrik Sigurðsson f.h húsbyggingarsjóðs Landssamtakanna Þroskahjálpar kt. 521176-0409, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sækir með bréfi dagsettu  23. jan. 2007 um lóðirnar nr. 17 – 19 og 21 – 23  við Kleifatún á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að byggja á lóðunum,  parhús og þriggja íbúða raðhús.  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir úthlutun lóðanna til  Landssamtakanna Þroskahjálpar.
 
3.         Gilstún 9, Sauðárkróki. Bragi Þór Haraldsson f.h. Árna Grétarssonar kt. 230162-2989 Gilstúni 9, Sauðárkróki, sækir með bréfi, dagsettu  30. jan. 2007, um leyfi til að byggja bílgeymslu  á lóðinni nr. 9 við Gilstún, samkvæmt framlögðum uppdráttum dagsettum 16. maí 2006, gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Málið áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefndar 29. september 2005 og 18. janúar 2006. Samþykkt að vísa málinu til umsagnar hlutaðeigandi aðila.
 
4.         Hofsós, lóðarfyrirspurn. Dagmar Þorvaldsdóttir, kt. 170662-3699, f.h. Samstarfs ehf., kt. 220500-2940, óskar eftir að fá úthlutað allt að 1000 m² lóð við Suðurbraut fyrir veitinga-og þjónustumiðstöð, nánar tiltekið sunnan útibús Kaupþings við Suðurbraut. Byggingarfulltrúa falið að skoða málið nánar fyrir næsta fund.
 
5.         Helluland í Hegranesi. Ásdís Ármannsdóttir hdl. f.h. Ólafs Jónssonar, kt. 060556-5129, Hellulandi, Skagafirði, Kristínar Jónsdóttur, kt. 200557-2639, Hólatúni 12, Sauðárkróki og Þórunnar Ólafsdóttur, kt. 191033-3969, Hellulandi Skagafirði, eigenda jarðarinnar Hellulands í Hegranesi. Skagafirði landnr, 146-382, sækir hér með um, með vísan til IV kafla jarðalaga nr. 81/2004, heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:
 
a.         Skipta 21,1 ha landspildu út úr framangreindri jörð. Spildan er merkt A á meðfylgjandi uppdrætti. Landið er án húsa eða annarra mannvirkja. Eigandi hinnar útskiptu spildu verður Ólafur Jónsson.
b.         Skipta 110,0 ha  landspildu út úr jörðinni, merkt B á meðfylgjandi uppdrætti. Landið er án húsa eða annarra mannvirkja. Eigandi hinnar útskiptu spildu verður Ólafur Jónsson.
c.         Skipta 1650,0 m2 lóð út úr jörðinni, merkt C á meðfylgjandi uppdrætti. Á landinu er hesthús með fastanr. 214-2383 matshluti 06 0101 . Eigendur hinnar útskiptu spildu og húsa verða Ólafur Jónsson 75#PR og Kristín Jónsdóttir, 25#PR.
d.         Skipta 46,25 ha  landspildu út úr jörðinni, merkt D á meðfylgjandi uppdrætti. Landið er án húsa eða annarra mannvirkja. Eigandi hinnar útskiptu spildu verður Kristín Jónsdóttir.
e.          Þá er sótt um að skipta 27,0 ha  landspildu út úr jörðinni, merkt F á meðfylgjandi uppdrætti. Landið er án húsa eða annarra mannvirkja.
       Þórunn mun eiga spildu sem merkt er F á uppdrætti og það sem eftir stendur af upphaflegu jörðinni, þar á meðal alla hólma í Héraðsvötnum, merkt E á uppdrætti. Heldur sá hluti landnúmerinu 146382 og mun lögbýlisrétturinn áfram fylgja því landnúmeri.
       Á landi með landnr. 146382 standa eftirtalin mannvirki :
       hlaða  matshluti 08, votheysturn matshluti 10 og fjárhús með áburðarkjallara matshluti 13. Fastanúmer þessara eigna er 214-2383 og íbúðarhús matshluti 04 með fastanúmer 214-2387. Þórunn er ein eigandi allra mannvirkja á landinu, utan íbúðarhúss með fastanúmer 214-2387, sem er að hálfu í eigu Ólafs Jónssonar.
 
       Landspildur þær sem um ræðir eru nánar tilgreindar og hnitasettar á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti, sem unninn er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi, dags. í janúar 2007, teikning nr. 0704. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt enda liggi fyrir umboð allra viðkomandi aðila varðandi málið.
 
6.         Glaumbær II, Langholti. Stoð ehf. verkfræðistofa, Atli Gunnar Arnórsson f.h. Arnórs Gunnarssonar, kt. 190751-7169, Glaumbæ II, sækir með bréfi dagsettu 7. febrúar 2007 um byggingarreit fyrir vélageymslu í landi Glaumbæjar II, samkvæmt framlögðum uppdráttum dagsettum 7. febrúar 2007, gerðum af honum sjálfum.  Varðandi erindið þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga. Byggingarleyfisafgreiðslan verður tekin fyrir þegar aðaluppdrættir hafa borist.
 
7.         Kleifatún 5 – 7, Sauðárkróki. Þórður Eyjólfsson kt 220627-4469 Hásæti 11b, Sauðárkróki sækir  fh. Búhölda hsf. kt.  630500-2140, um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til að byggja parhús á lóðinni  nr, 5 – 7  við Kleifatún, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Almennu verkfræðistofunni hf. Akranesi og dagsettir eru  01.02.2007. Erindið samþykkt.
 
8.         Ásgarður í Viðvíkursveit. Sveinn Ragnarsson kt 020969-3349 Nátthaga 3, Hólum, Skagafirði sækir með bréfi dagsettu 12. febrúar 2006 um leyfi Skipulags - og byggingarnefndar Skagafjarðar til að byggja íbúðarhús í landi Ásgarð, Viðvíkursveit landnúmer 146401 samkvæmt áður samþykktum byggingarreit. Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir  9. febrúar 2007, gerðir af Sæmundi Eiríkssyni kt. 261249-2949 á  arkitekta og verkfræðistofunni Klöpp, Nethyl 2E, Reykjavík. Erindið samþykkt.
 
9.         Steinn á Reykjaströnd.  Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kt. 311273-3379, Hólatúni 10 Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu  12. febrúar 2006 um að fá að byggja aðstöðuhús samkvæmt framlögðum gögnum í landi Steins, land, landnúmer 208710. Erindið samþykkt.
 
10.     Borgarflöt 15.  Flokka ehf. Ómar Kjartansson framkvæmdastjóri á Sauðárkróki fh. Flokku ehf. sækir um lóðirnar nr. 17, 19 og 21 við Borgarflöt á Sauðárkróki fyrir starfsemi fyrirtækisins. Áður hafði ÓK gámaþjónustu verið úthlutað lóðunum nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt og eru lóðirnar samliggjandi.  Málið áður á dagskrá nefndarinnar þriðjudaginn 23. janúar sl og þá var afgreiðslu frestað. Samþykkt að vinna deiliskipulag fyrir svæðið og kynna það.
 
11.     Önnur mál.  
Laugarhvammur, Steinsstaðabyggð, Stoð ehf. – umsókn um stofnun lóða. Erindi á dagskrá síðasta fundar en vísað aftur til nefndarinnar frá Sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur þegar svarað erindinu og gert grein fyrir samþykkt Sveitarstjórnar og samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd afgreiðslu hans.
 
       Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
 
                        Fundi slitið kl. 1534
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.