Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

114. fundur 12. desember 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 114 – 12. desember 2006.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2006, þriðjudaginn 12. desember  kl. 1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.    Fjárhagsáætlun 2007
2.    Starfsemi tæknideildar
3.    Miðgarður – félagsheimili - aðaluppdrættir
4.    Vík í Haganesvík – byggingarleyfi – íbúðarhús
5.    Laugaland í Fljótum – stofnun lóðar
6.    Sauðármýri 3, Sauðárkróki - Svalaskýli
7.    Freyjugata 42, Sauðárkróki - Bílgeymsla – breytt notkun.
8.    Kaupvangstorg 1, Sauðárkróki 2. hæð – breytt notkun
9.    Hólatún 10, Sauðárkróki - útlitsbreyting
10.     Héraðsdalur í Dalsplássi - landskipti
11.     Laufskálar – lóð, Laufás
12.     Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
           
  1. Fjárhagsáætlun 2007. Rætt um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins 2007 eins og hún er lögð fyrir fyrstu umræðu. Nefndin gerir ekki ahugasemdir við þær breytingar sem byggðarráð gerir á lið 09 skipulags- og byggingarmál.
 
  1. Starfsemi tæknideildar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fengin verði heimild Sveitarstjórnar til að ráða skipulagsfræðing/ arkitekt í byrjun árs 2007 til starfa á tæknideild en Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri fer í 9 mánaða leyfi nú um áramót. Í drögum að fjárhagsáætlun 2007, lið 09, er gert ráð fyrir nýju stöðugildi á tæknideild frá hausti 2007.
 
  1. Miðgarður – félagsheimili – aðaluppdrættir. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri sækir um leyfi til breytinga á Félagsheimilinu Miðgarði samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af T.ark teiknistofu ehf. Ivon S. Cilia arkitekt. Aðaluppdrættir dagsettir 24.10.2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Vík í Haganesvík – byggingarleyfi – íbúðarhús. Friðrik Rúnar Friðriksson í Laugarhvammi sækir, fh. Hermanns Björns Haraldssonar Vík, um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð úr landi Víkur í Haganesvík. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Birgi Ágústssyni kt. 101039-4049. Uppdrættir dagsettir í september 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Laugaland í Fljótum – stofnun lóðar. Rannveig Pétursdóttir, fyrir hönd Márusar  ehf. kt. 520402-2920, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugalands í Fljótum, landnúmer 146850, sækir um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 2000,0 m² lóð undir íbúðarhús út úr framangreindri jörð.
Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits og afstöðuuppdrætti sem gerður er af STOÐ ehf. Verkfræðistofu dagsett 2. nóvember 2006.
Lóðinni fylgir íbúðarhús jarðarinnar, mhl 05 og hefur það fastanúmerið 214-4142.
Erindið samþykkt.
 
  1. Sauðármýri 3, Sauðárkróki – svalaskýli – Erindið áður á dagskrá 22. júlí 2005 og 5. október 2006. Sótt er um leyfi til uppsetningar svalaskýla samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dags. 19.05.2003 með breytingu 14.09.2006 og greinargerð frá AVH teiknistofu á Akureyri, Hauki Haukssyni. Fyrir liggur samþykkt Brunamálastofnunar á þeim búnaði sem sótt er um að nota. Erindið er samþykkt.
 
  1. Freyjugata 42, bílgeymsla – breytt notkun. Heiðar Björnsson k.t. 030860-2419 sækir, f.h. Tómasar Péturs Heiðarssonar k.t. 160284-3239 um leyfi til breytinga á bílgeymslu að Freyjugötu 42, Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Eyjólfi Þór Þórarinssyni, og dagsettir eru 5. desember 2006. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar breytta notkun í tvö ár en hafnar gluggum á vesturstafn bílgeymslunnar.
 
  1. Kaupvangstorg 1, Sauðárkróki 2. hæð – breytt notkun. Hanna Þrúður Þórðardóttir k.t. 020680-5719, f.h Guðmundar Guðmundssonar, eiganda hluta húseignarinnar að Kaupvangstorgi 1, Sauðárkróki, nánar tiltekið gistiheimilis, með fastanúmerið 213-1925 og íbúðar, með fastanúmerið 225-9969 óskar heimildar til að breyta notkun gistiheimilisins í íbúð.
Meðfylgjandi eru uppdrættir af fyrirhuguðum breytingum dagsettir 5. desember 2006 gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni á Sauðárkróki. Fyrir liggur samþykki meðeiganda. Erindið samþykkt.
 
  1. Hólatún 10, Sauðárkróki – útlitsbreyting. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, Hólatúni 10 sækir um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar til að breyta útliti húss á lóðinni nr. 10 við Hólatún. Fellst breytingin í að settur verður gluggi á vesturhlið þess. Meðfylgjandi eru breytingauppdrættir gerðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi, Stóru-Seylu og eru þeir dagsettir 17. nóvember 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Héraðsdalur II í Dalsplássi, landnúmer. 172590 – landskipti. Ásgeir Þór Árnason hrl. f.h Quality á Íslandi ehf. eiganda Héraðsdals II sækir um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 211,4 ha landspildu út úr landi jarðarinnar samkvæmt meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni og dagsettur er 11. desember 2006. Fram kemur í umsókninni að lögbýlarétturinn muni áfram fylgja Héraðsdal II. Erindið samþykkt.
 
  1. Laufskálar – lóð, Laufás. Þinglýstir eigendur lögbýlanna Laufskála (landnr. 146472), og Víðiness 1 (landnr. 146499) og Víðiness 2 (landnr. 146502) Hjaltadal, Skagafirði sækja um, með vísan til IV. kafla  Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að stofna 11.303,0 m². frístundahúsalóð úr sameiginlegu beitilandi framangreindra jarða.
Lóðin sem um ræðir hefur landnúmerið 146474, nánar  tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits og afstöðuuppdrætti. Dagsettur 18.09.2003, unninn af STOÐ ehf. Verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni.
 
Á lóðinni stendur frístundahús sem er í eigu Jóns Trausta Pálssonar kt. 050131-2709 og Öldu Bjarkar Konráðsdóttur kt. 080942-3389. Húsið var byggt í samræmi við afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar árið 1997 og hefur það fastanúmerið 223-4893.
 
Erindið samþykkt.
           
  1. Önnur mál.
    • Lagt fram til kynningar Drög að fornleifaskráningu, skráningarstaðlar og leiðbeiningar frá Fornleifavernd ríkisins.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
                        Fundi slitið kl. 1434
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.