Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

112. fundur 09. nóvember 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 112 – 09.11. 2006.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2006, fimmtudaginn 9. nóvember kl.1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
 
1.         Fjárhagsáætlun 2007
2.         Önnur mál.
·        Reykjarhóll
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Fjárhagsáætlun 2007.  Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 44.973.000.- og tekjur kr. 8.020.000.-. Heildarútgjöld kr. 36.953.000.- Samþykkt að vísa 09- liðnum með þessari afgreiðslu til byggðarráðs. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttu starfsmannahaldi á tæknideild til loka júlí 2007 – þá er gert ráð fyrir nýju stöðugildi.
 
  1. Önnur mál.
·        Þóra Björk Jónsdóttir formaður Varmahlíðarstjórnar, kt. 580288-2519 óskar heimildar skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að rífa eftirtalin hús á jörðinni Reykjarhóli, geymslu sem er byggð árið 1913, matsnúmer 214-0609 Mhl 03 og hesthús  byggt árið 1949, matsnúmer 214-0610 Mhl 04.
      Erindið er samþykkt að fenginni umsögn minjavarðar.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1415
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.