Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

111. fundur 31. október 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 111 – 31.10. 2006.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2006, þriðjudaginn 31. október kl.1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.         Bær á Höfðaströnd – íbúðarhús – breytingar
2.         Bjarmaland – Bréf Björns Sveinssonar
3.         Steinn á Reykjaströnd – íbúðarhús
4.         Hitaveita – Steinsstaðir-Mælifell – framkvæmdaleyfi
5.         Lóðir við Kleifartún – Bréf Búhölda dags 19. okt. 2006
6.         Frumvarp til laga um gatnagerðargjald – umsögn
7.         Frumvarp til laga um lögheimili – umsögn
8.         Umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018
9.         Umsögn um vínveitingarleyfi Videósport/ Mælifell Aðalgötu 7
10.     Umsögn um vínveitingarleyfi Ólafshús Aðalgötu 15
11.     Fjárhagsáætlun
12.     Önnur mál.
      
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Bær á Höfðaströnd – íbúðarhús – breytingar. Bjarni Reykjalín arkitekt og byggingarfræðingur, fh. Steinunnar Jónsdóttur eiganda Bæjar, óskar eftir að skráningu íbúðarhússins að Bæ verði breytt á þann veg að það verði skráð sem ein eign í stað tveggja eins og það er í dag. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín sem sýna breytinguna. Erindið samþykkt.
 
2.      Bjarmaland – Lagt fram bréf Björns Sveinssonar dagsett 25. október sl. Þar er farið fram á að skipulags- og byggingarnefnd fjalli aftur um umsókn hans um leyfi til að byggja hesthús og reiðskemmu að Bjarmalandi. Með tilvísan í bréf Björns Sveinssonar óskar skipulags- og byggingarnefnd eftir að Skipulagsstofnun taki málið aftur upp og afgreiði samkvæmt 3. tl bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
3.      Steinn á Reykjaströnd – íbúðarhús. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á landi hennar og Gústafs Bentssonar úr landi Steins á Reykjaströnd. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Teiknistofunni Suðurlandsbraut 48 Kjartani Ó. Sigurðssyni kt. 121065-5809. Uppdrættir dagsettir 16.október 2006. Erindið samþykkt.
 
4.      Hitaveita – Steinsstaðir-Mælifell – framkvæmdaleyfi. Stoð ehf verkfræðistofa, Atli Gunnar Arnórsson sækir, fh. Skagafjarðarveitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu frá Steinsstaðahverfi að Mælifelli. Meðfylgjandi er yfirlits- og afstöðuuppdráttur dagsettur 20. september 2006 gerður af Stoð ehf verkfræðistofu er sýnir lagnaleiðina. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkvæmdina að fengnu samþykki Minjavarðar Nl-vestra.
 
5.      Lóðir við Kleifartún – Bréf Búhölda dags 19. okt. 2006 lagt fram. Þar er farið fram á að skipulags- og byggingarnefnd úthluti Búhöldum öllum parhúsalóðum við Kleifartún á Sauðárkróki. Áform Búhölda eru að byggja 4 íbúðir á ári næstu 3 árin. Þá fara Búhöldar fram á við Skipulags- og byggingarnefnd að planmynd götunnar verði breytt á þann veg að gangstéttum og kantsteinum verði sleppt og lóðirnar framan við húsin allar malbikaðar sem bílastæði. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á að úthluta Búhöldum öllum lóðum austan Kleifatúns. Búhöldum hefur þegar verið úthlutað lóðunum nr 1-3 og 5-7 við Kleifartún. Óski Búhöldar eftir öðrum byggingarlóðum er nefndin tilbúin til að skipta um lóðir við Búhölda hsf. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á að breyta planmynd götunnar, eins og Búhöldar fara fram á. Umræddar lóðir eru á almennu íbúðarsvæði á Sauðárkróki og ekki forsvaranlegt að mati nefndarinnar að sleppa gangstéttum. Skipulags- og byggingarnefnd mun sjá til þess að framboð byggingarlóða verði jafnan nægjanlegt.
 
6.      Frumvarp til laga um gatnagerðargjald – Borist hefur til umsagnar, frá félagsmálanefnd Alþingis, frumvarp til laga um gatnagerðargjald, 219. mál heildarlög. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
 
7.      Frumvarp til laga um lögheimili – Borist hefur til umsagnar, frá félagsmálanefnd Alþingis frumvarp til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög 220. mál, óheimil skráning lögheimilis í frístundabyggð. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
 
8.      Umhverfismat samgönguáætlunar 2007-2018. Samgönguráðuneytið hefur, í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, sent til kynningar umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007-2018. Frestur til að skila athugasemdum er til 20. nóvember nk. Erindið nú lagt fram til kynningar.
 
9.      Videósport/ Mælifell Aðalgata 7, Sauðárkróki - Umsögn um vínveitingaleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Videósports ehf. kt. 470201-2150 á Sauðárkróki um nýtt leyfi til vínveitinga fyrir Mælifell Aðalgötu 7 á Sauðárkróki Um er að ræða tímabundið leyfi í tvö ár frá 28. október 2006 að telja. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
10.  Ólafshús, Aðalgata 15, Sauðárkróki. Umsögn um vínveitingaleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Videósports ehf. kt. 470201-2150 á Sauðárkróki um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Ólafshús, Aðalgötu 15 á Sauðárkróki Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. janúar 2007 til 31 desember 2008. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
11.  Fjárhagsáætlun – Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi sviðstjóra og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins  þar sem sveitarstjóri, forseti, sveitarstjórnar og formaður byggðarráðs fóru yfir vinnuáætlun um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
 
12.  Önnur mál.
·        Skipulags- og byggingarnefnd áréttar þá reglu sem verið hefur varðandi úthlutanir lóða í Sveitarfélaginu að þær falli aftur til Sveitarfélagsins hafi ekki verið byggt á þeim innan árs frá úthlutun.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1545
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.