Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

110. fundur 17. október 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 110 – 17.10. 2006.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2006, þriðjudaginn 17. október kl.1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.         Hraunlækur í landi Goðdala
2.         Reynistaður – breyting á fjósi
3.         Nes í Flókadal – bréf -
4.         Birkihlíð – fjós – breyttir aðaluppdrættir
5.         Hafnarsvæðið – deiliskipulag
6.         Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Hraunlækur í landi Goðdala. Smári Borgarsson, eigandi Goðdala, sækir um leyfi til að endurbyggja, úr torfi og grjóti, gamlan gangnamannakofa fremst á Goðdaladal og koma honum sem næst til upprunalegs horfs. Einnig er sótt um að byggja 40 m2 hús norðan við gamla skálann samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Páli Björgvinssyni arkitekt og dagsettir eru 9. sept. 2006. Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir erindin enda verði endurbygging eldra hússins unnin í samráði við tilskilin yfirvöld. Byggingarfulltrúa falið að afla gagna vegna endurbyggingar gamla gangnamannaskálans.
 
  1. Reynistaður – breyting á fjósi. Helgi Sigurðsson bóndi, Reynistað sækir um leyfi til að breyta innri skipan landbúnaðarbygginga á Reynistað á þann veg að tengja vélageymslu núverandi fjósi og breyta í lausagöngufjós. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Rúnari Guðmundssyni byggingarfræðingi, kt. 210262-4589, og eru dagsettir 19. júní 2006. Erindið er samþykkt.
 
  1. Nes í Flókadal – Lagt fram tölvubréf Runólfs Sigurðssonar og Þórunnar Skaptadóttur, eigenda jarðarinnar Nes í Flókadal, varðandi framkvæmdir ábúanda á jörðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kanna málið. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
  1. Birkihlíð – fjós – breyttir aðaluppdrættir. Stoð ehf., Atli Gunnar Arnórsson, fh. Þrastar Erlingssonar, eiganda Birkihlíðar, leggur fram til samþykktar breytta aðaluppdrætti af fjósi í Birkihlíð. Breyttir aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu/ Braga Þór Haraldssyni. Breytingin felst í því að bæta við fóðurgeymslu undir aðstöðuhluta fjóssins. Erindið samþykkt.
 
  1. Hafnarsvæðið á Sauðárkróki. – deiliskipulag. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir núverandi skipulagi hafnarsvæðisins á Sauðárkróki og gerði grein fyrir helstu hugmyndum sem ræddar hafa verið varðandi framtíðarskipulag svæðisins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að setja í gang vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið.
 
  1. Önnur mál.
  • Ártorg 6 Sauðárkróki – lagðir fram kynningaruppdrættir af pósthúsi á lóðinni. Málið kynnt.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1440
 
Jón Örn Berndsen,
ritari fundargerðar.