Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

108. fundur 22. september 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 108 -  22.09 2006.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2006, föstudaginn 22. september kl. 1100, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Gísli Sigurðsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
1.    Dalatún 5, Sauðárkróki – lóðafrágangur, garðhús
2.    Vinnubúðir við Gönguskarðsárós
3.    Stínuhús í Haganesvík – utanhúsklæðning
4.    Laugavegur 7 í Varmahlíð – sólstofa
5.    Grundarstígur 10, Sauðárkróki – útlitsbreyting
6.    KB banki við Faxatorg – breytingar
7.    Urðarköttur, Syðra-Skörðugili – viðbygging minkahús
8.    Skógargata 6, Sauðárkróki – lóðarstækkun – fyrirspurn
9.    Öldustígur 7, Sauðárkróki – breytt notkun húsnæðis
10.     Dalatún 13, Sauðárkróki – lóðarfrágangur
11.     Efra Haganes – rif á húsi
12.     Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Dalatún 5, Sauðárkróki – lóðafrágangur. Helgi Ragnarsson, Dalatúni 5 óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar  Skagafjarðar til að breyta útliti einbýlishúss á lóðinni nr. 5 við Dalatún á Sauðárkróki. Breytingin felst í að byggja skjólveggi og stækka verönd vestan við húsið og koma þar fyrir setlaug. Einnig er óskað heimildar til að setja garðhús á framangreinda lóð. Stærð húss 3,0 x 3,0 m. Staðsetning húss fyrirhuguð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
2.      Vinnubúðir við Gönguskarðsárós - Stoð ehf. Atli Gunnar Arnórsson, fh. Mikaels ehf., Höfn í Hornafirði, sækir um leyfi fyrir tímabundinni staðsetningu á vinnubúðum við ós Gönguskarðsár samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt að því tilskildu að í verklok hreinsi verktaki svæðið, fjarlægi rotþró og siturlagnir og hreinsi jarðveg.
 
3.      “Stínuhús” í Haganesvík –  utanhúsklæðning. Björn Steinar Sveinsson kt. 200756-3049 sækir um leyfi til að klæða utan “svokallað Stínuhús” í Haganesvík í Fljótum samkvæmt meðfylgjandi gögnum dagsettum 11. september 2006. Húsið stendur á lóð með landnúmeri 146802 og hefur fastanúmer 214-3958. Erindið er samþykkt.
 
4.      Laugavegur 7 í Varmahlíð – sólstofa – Reynir Pálsson, Laugavegi 7, Varmahlíð sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu, sólstofu, við íbúðarhús sitt að Laugavegi 7 í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, gerðum af honum sjálfum og dagsettir eru 1. september 2006. Erindið er samþykkt.
 
5.      Grundarstígur 10, Sauðárkróki – útlitsbreyting – Rósa Adolfsdóttir, Grundarstíg 10, Sauðárkróki sækir um leyfi til að breyta glugga á suðurhlið hússins og gera þar dyr í stað gluggans. Þá er einnig sótt um leyfi til að staðsetja 14,44 m2 garðhús, (Byko hús) sunnan við húsið. Meðfylgjandi gögn dagsett 11. september 2006. Erindið er samþykkt
 
6.      KB banki við Faxatorg – breytingar – Jóel Kristjánsson, útibússtjóri KB-banka á Sauðárkróki sækir um leyfi til að gera breytingar á útliti hússins og einnig til að breyta innri skipan þess í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti, sem gerðir eru af Árna Ragnarssyni arkitekt á Sauðárkróki og dagsettir eru í september 2006. Erindið er samþykkt.
 
7.      Urðarköttur, Syðra-Skörðugili – viðbygging minkahús – Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi og ráðunautur á Syðra-Skörðugili sækir um leyfi til að byggja loðdýraskála sunnan við núverandi loðdýrahús á Syðra-Skörðugili. Framlagðir aðaluppdrættir, dagsettir 17. júlí 2006 með breytingu 7. september 2006 gerðir af Byggingarþjónustu landbúnaðarins, eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið samþykkt. Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
 
8.      Skógargata 6, Sauðárkróki – lóðarstækkun – fyrirspurn – Unnur Guðmundsdóttir og Hafdís Guðnadóttir, eigendur tvíbýlishússins að Skógargötu 6, óska, með bréfi dagsettu 29. ágúst 2006, eftir því við skipulagsyfirvöld að lóð þeirra Skógargata 6 verði stækkuð til norðurs. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að skoða málið með tilliti til aðliggjandi lóða. Að lokinni þeirri skoðun verður erindi umsækjenda afgreitt.
 
9.      Öldustígur 7, Sauðárkróki – breytt notkun húsnæðis – Steinunn Hlöðversdóttir, eigandi neðri hæðar Öldustígs 7 á Sauðárkróki, sækir um heimild til að breyta notkun húsnæðisins úr verslunarhúsnæði í íbúð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landnúmer lóðarinnar Öldustígur 7 er 143896 og fastanúmer eignarhlutans er 213-2520. Engin breyting verður gerð á ytra útliti hússins né sameign og breyting þessi hefur ekki áhrif á hlutfallstölur þinglýstrar eignaskiptayfirlýsingar. Breyting verður gerð í skráningartöflu dálki D2 þar sem heitið ljósmyndastofa verður íbúð. Fyrir liggur samþykki eiganda íbúðarinnar á efri hæð hússins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
 
10.  Dalatún 13, Sauðárkróki – lóðarfrágangur – Hilmar Haukur Aadnegard sækir um leyfi til að steypa sólpall, reisa skjólveggi og setja niður setlaug í lóðina Dalatún 13, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
11.  Efra Haganes – rif á húsi. Guðlaug Márusdóttir, eigandi Efra Haganes 1 í Fljótum, sækir um leyfi til að rífa gamla íbúðarhúsið í Efra-Haganesi 1. Fastanúmer eignarinnar er 217-3923 og húsið er byggt árið 1912. Fyrir liggur umsögn Magnúsar Skúlasonar fh. Húsfriðunarnefndar ríkisins, sem vegna ástands hússins gerir ekki athugasemdir við að það sé rifið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
 
12.  Önnur mál. Engin.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1200
 
Jón Örn Berndsen,
ritari fundargerðar.