Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

106. fundur 31. ágúst 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 106 -  31.08. 2006.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2006, fimmtudaginn 31. ágúst kl.1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
 
1.         Frumvarp til skipulagslaga – til umsagnar
2.         Frumvarp til laga um mannvirki – til umsagnar
3.         Iðutún 16 Sauðárkróki – byggingarleyfisumsókn
4.         Ás I í Hegranesi – viðbygging við hesthús. Umsókn um byggingarleyfi
5.         Bjarmaland landnúmer 146148 – umsókn um hesthúsbyggingu
6.         Jöklatún 5, Sauðárkróki – Garðhýsi, skjólveggir og heitur pottur
7.         Laugatún 2, Sauðárkróki – Garðhýsi
8.         Frístundabyggð á skipulögðum svæðum
9.         Steinsstaðir frístundabyggð – lóðarumsókn.
10.        Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Frumvarp til skipulagslaga – til umsagnar. Erindi frá Byggðarráði. Byggðarráð óskaði á fundi sínum 11. júlí sl. eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um frumvarpsdrög til skipulagslagslaga. Framlagðir minnispunktar skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsettir 29. ágúst 2006, samþykktir sem álit skipulags- og byggingarnefndar.
  
  1. Frumvarp til laga um mannvirki – til umsagnar - Erindi frá Byggðarráði. Byggðarráð óskaði á fundi sínum 11. júlí sl. eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um frumvarpsdrög til laga um mannvirki. Framlagðir minnispunktar skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsettir 29. ágúst 2006, samþykktir sem álit skipulags- og byggingarnefndar.
 
  1. Iðutún 16, Sauðárkróki, byggingarleyfisumsókn. Ríkarður Másson og Herdís Þórðardóttir, lóðarhafar lóðarinnar nr. 16 við Iðutún á Sauðárkróki, sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni. Meðfylgjandi framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Sveini Ívarssyni arkitekt FAÍ og eru þeir dagsettir 1. júní 2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Ás I í Hegranesi. Viðbygging við hesthús. Magnús Jónsson eigandi jarðarinnar Áss I í Hegranesi, Skagafirði sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hesthús á jörðinni. Viðbyggingin er fóðurgeymsla. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af STOÐ ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni og eru þeir dagsettir 29. ágúst 2006. Erindið er samþykkt.
 
  1. Bjarmaland, landnúmer 146148 – umsókn um hesthúsbyggingu. Björn Sveinsson, eigandi jarðarinnar Bjarmalands, landnúmer 146148, fyrrum Lýtingsstaðahreppi sækir um leyfi til að byggja hesthús og reiðskemmu á framangreindri jörð samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Staðsetning fyrirhugaðrar byggingar kemur fram á yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 24. ágúst 2006, gerður af Stoð ehf.verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Fram kemur í umsókn að fyrirhuguð bygging sé stálgrindarhús, 1080 m2, 5100m³. Varðandi byggingu á jörðinni samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga áður en afgreiðsla byggingarleyfis er tekin fyrir.
 
  1. Jöklatún 5, Sauðárkróki – Garðhýsi, skjólveggir og heitur pottur. Sigurveig D. Þormóðsdóttir, Jöklatúni 5, sækir um leyfi fyrir sólpalli, skjólgirðingum og heitum potti á lóðinni Jöklatún 5 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki nágranna í Jöklatúni 7. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að öðru leyti en því að ekki er fallist á staðsetningu girðingar á vesturmörkum lóðarinnar.
 
  1. Laugatún 2, Sauðárkróki – Garðhýsi. Kristján F. Valgarðsson, Laugatúni 2, Sauðárkróki sækir um heimild til að staðsetja garðhýsi á lóðinni Laugatún 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Garðhýsið er 9 m2 að stærð. Erindið samþykkt.
 
  1. Frístundabyggð á skipulögðum svæðum. Málið rætt, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna um þetta mál, sem nánar verður rætt síðar í skipulags- og byggingarnefnd.
     
  1. Steinsstaðir, frístundabyggð – lóðarumsókn. Ásgeir Höskuldsson, kt. 170736-7619, ítrekar lóðarumsókn sína um lóð undir frístundahús á skipulögðu svæði fyrir frístundabyggð á Steinsstöðum. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í umsókn Ásgeirs, en bendir á að lóðin sem hann sækir um er ekki byggingarhæf í dag. Því er hér með vísað til Byggðarráðs og gerðar næstu fjárhagsáætlunar að lóðirnar verði gerðar byggingarhæfar á vordögum 2007. Erindi Ásgeirs verður afgreitt að lokinni gerð fjárhagsáætlunar.
 
  1. Önnur mál
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1518
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.