Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

98. fundur 03. maí 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 98  – 3. maí 2006.
 
Ár 2006, miðvikudaginn 3. maí kl. 815 kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
1.         Laugatún 14 – 16, Sauðárkróki – Umsókn um byggingarleyfi
2.         Laugatún 18 – 20, Sauðárkróki – Umsókn um byggingarleyfi
3.         Aðalgata 7, Bar-inn – umsögn um vínveitingarleyfi
4.         Álfgeirsvellir í Efri byggð – landskipti
5.         Miðgarður – félagsheimili – breytingar
6.         Eyrarvegur, Sauðárkróki - Olíudreifing
7.         Stapi – hesthús
8.         Þverárfjallsvegur – framkvæmdaleyfi
9.         Umsókn um staðbundin meistararéttindi – Pálmi Stefánsson
10.     Garðakot - fjós
11.     Stóra-Gerði – deiliskipulag
12.     Reykjarhólsvegur 2, 4 og 14, Varmahlíð
13.     Freyjugata 5, Sauðárkróki
14.     Vesturhlíð í Vesturdal
15.     Önnur mál.
Ártorg 6, Sauðárkróki
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Laugatún 14-16, Sauðárkróki – Umsókn um byggingarleyfi. Ólafur Þorbergsson byggingarstjóri sækir, fh. Búhölda hsf, um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðunum nr. 14-16 við Laugatún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Almennu verkfræðistofunni ehf, Suðurgötu 57 á Akranesi. Aðaluppdrættir dagsettir 12.04.2006. Erindið samþykkt.
 
2.      Laugatún 18-20, Sauðárkróki - Umsókn um byggingarleyfi. Ólafur Þorbergsson byggingarstjóri sækir, fh. Búhölda hsf, um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðunum nr. 18-20 við Laugatún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Almennu verkfræðistofunni ehf, Suðurgötu 57, Akranesi. Aðaluppdrættir dagsettir 27.03.2006. Erindið samþykkt.
 
3.         Aðalgata 7, Bar-inn – umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Viktors Guðmundssonar kt. 100473-3729 fh. Guðmundssona ehf. um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Bar-inn, Aðalgötu 7, Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. apríl 2006 til 31. mars 2008.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
4.         Álfgeirsvellir í Efri byggð – landskipti. Ásdís Ármannsdóttir hdl. f.h. Indriða Stefánssonar, kt. 110148-2089, Jóns Egils Indriðasonar, kt. 190177-4679, og Marinós Ásvalds Sigurðssonar, kt. 030220-3079, eigenda jarðarinnar Álfgeirsvalla í Efribyggð í Skagafirði  landnr. 146143, sækir um, með vísan til IV. kafla jarðalaga nr. 81/2004, heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:
 
a.   Skipta 386 ha landi út úr framangreindri jörð. Fylgjandi þessum útskipta hluta eru hús í eigu Indriða Stefánssonar.
                                   
b.   Einnig er sótt um að skipta 716 ha  landi út úr jörðinni, landið er án húsa eða annarra mannvirkja.
Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdráttum, sem unnir eru af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi, dags. í febrúar 2006, teikning nr. 0610 A og 0610 B.
Lögbýlisrétturinn mun áfram fylgja landnúmeri 146143 og verður sá hluti jarðarinnar í séreign Marinós og síðar Jóns Egils ásamt þeim mannvirkjum sem á hlutanum standa og verið hafa í eigu Marinós.
          Í framhaldi mun Indriði sækja um til ráðuneytis að fá lögbýlisrétt á sinn útskipta eignarhluta            og er þess óskað að sveitarstjórn fjalli einnig um það erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt og leggur til við sveitarstjórn að  samþykkja stofnun lögbýlis á útskiptu landi sem kemur í hlut Indriða Stefánssonar.
 
5.         Miðgarður – félagsheimili – breytingar. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sækir um leyfi til að breyta og byggja við félagsheimilið Miðgarð í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af T.ark Teiknistofunni ehf, Brautarholti 6, Reykjavík, og dagsettir 07.03.2006. Erindið samþykkt
 
6.         Eyrarvegur, Sauðárkróki- Olíudreifing – Hjörtur Stefánsson hjá verkfræðistofunni Bjargi ehf. sækir, fh. Olíudreifingar um leyfi til að bæta við 28,0 m3 gasolíutanki í efri geymaþróna á birgðasvæði Olíudreifingar við Eyrarveg á Sauðárkróki. Að undangenginni skoðun byggingarfulltrúa – og slökkviliðsstjóra er erindið samþykkt.
 
7.         Stapi – hesthús. Valdimar Harðarson arkitekt sækir, fh. Gunnars Dungal kt. 191148-4959 og B. Pálssonar ehf., um leyfi til að byggja hesthús á sökkla gamals gripahúss í Stapa. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Valdimar Harðarsyni arkitekt. Erindið samþykkt.
 
8.         Þverárfjallsvegur – framkvæmdaleyfi. Vegagerðin, bréf dagsett 21. apríl 2006. Gísli Eiríksson fh. Vegagerðarinnar sækir um, með vísan í 27. gr. laga nr. 73/1997 um framkvæmdaleyfi til endurbyggingar á Þverárfjallsvegi (744) frá Skagavegi (745) um Laxárdalsheiði og Gönguskörð til Sauðárkróks og efnistöku vegna verksins. Erindið samþykkt. Bjarni Maronsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
9.         Umsókn um staðbundin meistararéttindi – Pálmi Stefánsson kt. 270748-3929, Háhæð 3,  Garðabæ sækir um staðbundin réttindi sem múrarameistari í lögsagnarumdæmi Sveitarfélgsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
 
10.     Garðakot í Hjaltadal.  Pálmi Ragnarsson, eigandi jarðarinnar Garðakots í Hjaltadal, sækir um byggingarleyfi fyrir legubásafjósi byggðu úr límtré á steyptum haugkjallara. Húsið verður staðsett samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Stærðir húss 810,0 m² og 6.100,0 m³.
          Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.”
 
11.     Stóra-Gerði – deiliskipulag. Pétur H. Jónsson skipulagsarkitekt óskar, með bréfi dagsettu 2. maí 2006 eftir, fyrir hönd Gunnars Þórðarsonar í Stóra-Gerði í Skagafirði að deiliskipulag dagsett í apríl 2006 verði tekið fyrir og heimiluð auglýsing á skipulaginu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa ofangreinda Skipulagstillögu.
 
12.     Reykjarhólsvegur 2, 4 og 14 í Varmahlíð. Áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefndar 22. febrúar sl. Sigurður Sigfússon kt. 021147-2739, fyrir hönd Ingva og Sigurðar Sigfússona, sækir um byggingarleyfi fyrir fjórum sumarhúsum á lóðunum nr 2, 4 og 14 við Reykjarhólsveg í Varmahlíð samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Teiknistofu Hauks Viktorssonar í Reykjavík og afstöðu- og yfirlitsmynd gerðri af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðan yfirlits- og afstöðuuppdrátt.
 
13.     Freyjugata 5, Sauðárkróki. Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf verkfræðistofu sem hönnuður óskar eftir að teknir verði til afgreiðslu framlagðir breytingaruppdrættir af íbúðarhúsinu Freyjugötu 5, Sauðárkróki. Uppdrættir unnir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni,  dagsettir 24. apríl 2006. Um er að ræða breytingu á teikningu sem samþykkt var á fundi byggingarnefndar 7. júlí 2005. Erindið samþykkt.
 
14.     Vesturhlíð í Vesturdal Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf verkfræðistofu  sem hönnuður óskar eftir að teknir verði til afgreiðslu framlagðir aðaluppdrættir af geymsluhúsi við íbúðarhús Baldurs Sigurðssonar í Vesturhlíð í Vesturdal Skagafirði. Uppdrættir dagsettir 2. maí 2006. Erindið samþykkt.
 
15.     Önnur mál.
Ártorg 6, Sauðárkróki – fyrirspurn um lóð. Áður á dagskrá 5. apríl sl. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Íslandspósti lóð við Ártorg í samræmi við erindi þeirra og samþykkir að vinna nauðsynlegar deiliskipulagsbreytingar vegna þessa. 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1046
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.