Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

94. fundur 02. mars 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 94  – 02. mars 2006.
 
Ár 2006, fimmtudaginn 2. mars kl. 1615 kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi,
 
Dagskrá:
 
1.      Aðalskipulag Skagafjarðar 2005-2017
2.      Erindi skólanefndar FNV
3.      Erindi frá Jarðgerð ehf
4.      Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2005 - 2017. Á fundinn komu Páll Zophoníasson og Árni Ragnarsson vegna vinnu við gerð Aðalskipulagstillögu. Farið var yfir forsendur og framsetningu tillögunnar. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að leggja tillöguna eins og hún liggur fyrir til fyrri umræðu í sveitarstjórn og leggur til að sveitarstjórn óski eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
Sigurbjörg Guðmundsdóttir óskar bókað:
Undirritaður fulltrúi VG samþykkir ofangreinda tillögu, en vísar til bókunar Ársæls Guðmundssonar og Gísla Árnasonar VG á sveitarstjórnarfundi 31. mars 2005:
“Í kynningartexta að Aðalskipulagi Skagafjarðar er gert ráð fyrir nauðsynlegum rannsóknum varðandi hugmyndir að Skatastaðavirkjun. Mikilvægt er að líta heildstætt á vatnasvið Héraðsvatna m.a. með tilliti til friðlýsingar á svæðinu frá Grundarstokk norður til sjávar. VG í Skagafirði hefur lagt áherslu á gildi jökulánna og vatnasvæðis þeirra, sem ósnortinnar og ægifagurrar náttúru er hefur mótað sterka ímynd Skagafjarðar. Fulltúar VG áskilja sér allan rétt við meðferð skipulagsmála vatnasvæðis Héraðsvatna og nýtingu svæðisins.”
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:
Undirritaður áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum við einstaka þætti Aðalskipulagstillögunnar.
      Nú viku af fundi Páll Zophaníasson og Árni Ragnarsson
 
  1. Erindi skólanefndar FNV, dagsett 24.febrúar 2006, lagt fram. Þar er farið fram á deiliskipulagsbreytingu á lóð heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þannig að fyrirhuguð byggingaráform skólanefndar og Molduxa ses. nái fram að ganga. Samþykkt að vinna þær skipulagsbreytingar sem þarf til að framangreind áform geti náð fram að ganga.
 
  1. Erindi frá Jarðgerð ehf. Fyrirtækið Jarðgerð ehf óskar eftir um 2000 m2 lóð á Gránumóum nálægt Fóðurstöð KS undir fyrirhugaða starfsemi sína. Erindið samþykkt og byggingarfulltrúa falið að gera lóðarblað og afgreiða málið.
 
  1. Önnur mál. Engin.
.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl 2022
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.