Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

93. fundur 22. febrúar 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 93– 22. febrúar 2006.
 
Ár 2006, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 1615 kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi,
 
Dagskrá:
 
1.      Aðalskipulag Skagafjarðar 2005-2017
2.      Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2005- 2017.
      Á fundinn komu Páll Zophoníasson og Árni Ragnarsson vegna vinnu við gerð     Aðalskipulagstillögu. Farið var yfir forsendur og framsetningu tillögunnar. Þá var farið   yfir bréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 14.12.2006, sem send voru aðilum,    sem samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 eru umsagnaraðilar um       Aðalskipulagstillöguna.
 
Eftirtöldum aðilum var skrifað og óskað var svara fyrir 14. janúar 2006:
      Flugmálastjórn, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra,      Landbúnaðarráðuneyti, Samgöngunefnd Skagafjarðar, Siglingastofnun ríkisins,         Skipulagsnefnd kirkjugarða, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerð ríkisins,   Akrahreppi, Blönduósbæ, Bólstaðarhlíðarhreppi, Dalvíkurbyggð, Héraðsnefnd Austur-       Húnvetninga, Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Hörgárbyggð, Höfðahreppi, Ólafsfjarðarbæ,      Samtökum sveitrafélaga á Norðurlandi vestra, Siglufjarðarbæ og Skagabyggð.
 
Svarbréf hefur borist frá eftirtöldum aðilum:
Flugmálastjórn, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Landbúnaðarráðuneyti, Siglingastofnun ríkisins, Skipulagsnefnd kirkjugarða, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerð ríkisins, Blönduósbæ, Héraðsnefnd Austur Húnvetninga, Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Hörgárbyggð og Skagabyggð.
 
Athugasemdir og ábendingar við Aðalskipulagstillöguna gerðu eftirtaldir:
Flugmálastjórn, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Siglingastofnun ríkisins, Veðurstofa Íslands, Vegagerð ríkisins, Blönduósbær, Héraðsnefnd Austur- Húnvetninga og Skagabyggð.
 
Skipulags- og byggingarnefnd er í meginatriðum sammála þeim ábendingum og tillögum sem borist hafa og felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjöfum að taka tillit til þessa við gerð lokatillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2005-2017.
 
Fulltrúar Bólstaðarhlíðarhrepps komu til fundar við skipulags- og byggingarfulltrúa vegna aðalskipulagsvinnunnar og gerði skipulags- og byggingafulltrúi grein fyrir þeim fundi.
 
Bólhlíðingar, eins og Skagabyggð, Blönduósbær og Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga, gera fyrirvara um að sýslumörk milli Austur Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu kunni á nokkrum stöðum að vera óviss.
 
Ábendingar við Aðalskipulagstillöguna bárust frá safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, og hefur þegar verið tekið tillit til þeirra við tillögugerðina.
 
Skipulags- og byggingarnefnd ákveður að funda næst um Aðalskipulagstillöguna fimmtudaginn 2. mars kl 16:00 og felur formanni að leita eftir því að halda sameiginlegan fund skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar þriðjudaginn 7. mars kl 1615
 
 
  1. Önnur mál. – engin
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl 1908
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.