Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

87. fundur 07. desember 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 87 – 7. desember 2005.
 
Ár 2005, miðvikudaginn 7. desember kl. 1315, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Einar Einarsson og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi.
 
Dagskrá:
 
1.      Aðalskipulag Skagafjarðar 2005-2017
2.      Fagranes á Reykjaströnd – umsókn um stofnun lóðar og breytingar á íbúðarhúsi.
3.      Iðutún 12 – lóðarumsókn.
4.      Flæðagerði – fjarskiptamastur.
5.      Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2005-2017. Á fundinn komu Árni Ragnarsson og Páll Zophoníasson, ráðgjafar við gerð Aðalskipulagsins. Rætt var um aðalskipulagið,  og þá opnu kynningarfundi sem nú standa yfir. Farið yfir stöðuna, verklag og vinnutilhögun næstu vikur. 
Nú viku þeir Árni og Páll af fundi.
 
  1. Þinglýstur eigandi jarðarinnar Fagraness á Reykjaströnd, Skagafirði,  landnr, 145928 sækir um, með vísan til IV kafla  Jarðalaga nr.  81 frá 9. júní 2004, og skipulags-og byggingarlaga nr. 73 frá 28. maí 1997,  heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:
 
Stofna 3800,00 m² lóð í landi Fagraness.  
Lóðin sem um ræðir er nánar  tilgreind og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi, Hólum í Hjaltadal.
 
Breyta  áðursamþykktum uppdráttum af íbúðarhúsinu á Fagranesi, en það var byggt árið 1978 og stendur á lóðinni sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Breytingin felst í að gera húsið að tveimur íbúðum og þá jafnframt tveimur séreignum, samkvæmt uppdráttum gerðum af STOÐ ehf. verkfræðistofu, og eru þeir dagsettir 1. desember 2005. Erindi samþykkt.
 
  1. Iðutún 12 – lóðarumsókn. Sigríður Rósa Valgeirsdóttir sækir um að fá úthlutað lóðinni nr. 12 við Iðutún. Erindið samþykkt.
 
  1. Flæðagerði - Umsókn um uppsetningu fjarskiptamasturs, endurvarpa. Björn Mikaelsson fyrir hönd áhugahóps kántrýtónlistar óskar heimildar til að setja upp fjarskiptamastur, endurvarpa við norðvestur horn reiðhallarinnar Svaðastaða. Fyrir liggur skilyrt heimild Póst-og fjarskiptastofnunar, dagsett 15. mars 2005, ásamt samþykki húseigenda. Erindið samþykkt.
 
  1. Önnur mál.
 
·        Kvistahlíð 6 – lóðarumsókn. Skarphéðinn Stefánsson, kt. 251079-3159, sækir um að fá úthlutað lóðinni nr. 6 við Kvistahlíð. Erindið samþykkt.
 
·        Bréf Búhölda dagsett 6. desember lagt fram þar sem sótt er um 5 parhúsalóðir til viðbótar við eldri úthlutanir. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að skoða staðsetningu.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl 1455
           
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar.