Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

83. fundur 14. nóvember 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 83 – 14. nóvember  2005
 
Ár 2005, mánudaginn 14. nóvember kl. 1600, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
 
Dagskrá:
 
1.      Varmahlíð, lóðarumsókn – Óttar Bjarkan Bjarnason bakarameistari, Sauðárkróki
2.      Iðutún 9 – 11 Sauðárkróki. Lóðarumsókn – Byggðaból ehf.
3.      Gilstún 28, Sauðárkróki  – lóð skilað. Óskar Steinsson
4.      Hásæti 6a, Sauðárkróki – umsókn um nafnleyfi.
5.      Hólabrekka – umsókn um byggingarleyfi. Helgi Friðriksson
6.      Kirkjugata 15, Hofsósi – útlitsbreyting, byggingarleyfi.
7.      Sigríðarstaðir í Fljótum – Runólfur Sigurðsson
8.      Umferðaröryggi við leik- og  grunnskóla – Katrín María Andrésdóttir.
9.      Aðalskipulag Skagafjarðar.
10.  Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
  1. Varmahlíð, lóðarumsókn – Óttar Bjarkan Bjarnason, bakarameistari á Sauðárkróki sækir um lóð í Varmahlíð undir kaffihús og bakarí. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið frekar með umsækjanda.
 
  1. Iðutún 9 – 11. lóðarumsókn – Björn H. Snorrason f.h. Byggðaból ehf, kt. 450405-0860, sækir um lóðina nr. 9-11 við Iðutún. Erindið samþykkt
 
  1. Gilstún 28 – lóð skilað. Óskar Steinsson, kt. 051171-4979, skilar inn lóðinni Gilstún 28 sem honum var úthlutað af skipulags- og byggingarnefnd þann 17. ágúst sl. Erindið samþykkt.
 
  1. Hásæti 6a – umsókn um nafnleyfi. Ingibjörg Stefánsdóttir og Kjartan Jónsson óska heimildar til að nefna íbúð sína við Hásæti 6a,  Hlíðarkot. Með vísan í 1. og 6. grein laga um bæjarnöfn nr. 35 frá 1953 samþykkir skipulags- og byggingarnefnd erindið. Fyrir liggur samþykki Búhölda hsf. eigenda íbúðarinnar nr. 6b við Hásæti.
 
  1. Hólabrekka – umsókn um byggingarleyfi. Helgi Friðriksson, kt. 240447-2159, óskar heimildar til að byggja við frístundahús sitt Hólabrekku úr landi Laugahvamms. Þá óskar Helgi jafnframt eftir heimild til að breyta notkun hússins og gera það að íbúðarhúsi. Meðfylgjandi erindinu eru aðaluppdrættir gerðir af Friðrik Rúnari Friðrikssyni, sem teiknaði húsið á sínum tíma þegar það var samþykkt hjá þáverandi byggingarnefnd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni. Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarnefnd breytta notkun húsnæðisis.
 
  1. Kirkjugata 15, Hofsósi – útlitsbreyting, byggingarleyfi. Anna Linda Hallsdóttir, kt. 2381158-3419, sækir um leyfi til að breyta útliti hússins Kirkjugata 15, Hofsósi í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti sem gerðir eru af Braga Þór Haraldssyni hjá Stoð ehf og dagsettir eru 25.10.2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Sigríðarstaðir í Fljótum – rif á geymslu. Runólfur Sigurðsson eigandi jarðarinnar sækir um leyfi til að fjarlægja geymsluhús af jörðinni. Geymslan sem hefur í fasteignamatsskrá fastanúmerið 217-4330 og matshlutanúmer 13 er 46,7 m2. Erindið samþykkt.
 
  1. Umferðaröryggi við leik- og  grunnskóla – Katrín María Andrésdóttir á Sauðárkróki óskar, með bréfi dagsettu 2. nóvember sl. eftir því að nefndin beiti sér fyrir úrbótum á umferðaröryggi við leikskóla og grunnskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði, í samráði við stjórnendur viðkomandi stofnana. Telur bréfritari víða úrbóta þörf á þessu sviði og nefnir í því sambandi Leikskólann Glaðheima, Grunnskólann Hofsósi og Árskóla, þá einkum neðra stig við Freyjugötu. Samþykkt að fela tæknideild að skoða málið með bréfritara.
 
Óskar S. Óskarsson vék nú af fundi
 
  1. Aðalskipulag Skagafjarðar. Árni Ragnarsson skipulagssarkitekt kom nú til fundar við skipulags- og byggingarnefnd. Rætt um aðalskipulagstillöguna og kynningarfundi á tillögunni nú fyrir áramótin.
 
  1. Önnur mál.
  • Fagranes á Reykjaströnd – Landskipti. Jón Eiríksson, Fagranesi sækir um leyfi til að stækka áður útskiptar landsspildur úr landi Fagraness eins og fram kemur á meðfylgjandi yfirlits – og afstöðumynd sem gerð er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum og dagsett er í október 2005. Landspildur sem um ræðir eru Fagragerði 1,4 ha landnúmer 178658 stækkar um 11,7 ha.  Landspilda við loðdýrahús 3,0 ha landnúmer 178665 stækkar um 72,6 ha. Til samræmis við þetta minnkar land Fagraness landnúmer 145928. Erindið samþykkt.
 
  • Lindargata 3, Sauðárkróki – Kynntar hugmyndir Páls Björgvinssonar arkitekts hjá Teiknistofu Vesturlands í Borgarnesi f.h eigenda Lindargötu 3 um stækkun á Hótel Tindastóli um 20 herbergi.
 
           
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1743
 
Jón Örn Berndsen,
ritari fundargerðar.