Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

78. fundur 22. júlí 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 78 – 22. júlí  2005
 
Ár 2005, föstudaginn 22. júlí kl. 815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – Nátthagi, vegtenging – bréf Fornleifaverndar ríkisins
2.      Ránarstígur 6, Sauðárkróki – bílgeymsla
3.      Héraðsdalur II – bygging minkahúss – Quality á Íslandi ehf
4.      Egg í Hegranesi – útskipti á landspildu
5.      Gauksstaðir á Skaga – bygging smáhýsis – Jón Stefánsson
6.      Geitagerði – Sólpallur og heitur pottur – Jón Brynjólfsson
7.      Suðurgata 2, Sauðárkróki – útlitsbreyting á húsi og bygging á sólpalli og verönd
8.      Sauðármýri 3 - svalaskjól
9.      Umsögn um vínveitingarleyfi v Sigtún veitingastofa í Hofsósi
10.  Svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga – Bréf Skipulagsstofnunar
11.  Varmahlíð – Olíufélagið ehf.  olíutankur – umsókn um staðsetningu
12.  Höfði, sumarhús Jóns Ólafssonar – viðbygging, byggingarleyfi
13.  Iðutún 13- 15 – umsókn um byggingarleyfi
14.  Lindargata – lóðarfyrirspurn – Ágúst Andrésson
15.  Önnur mál
 
 
                        Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum. Lögð fram umsögn Fornleifaverndar ríkisins, Sólborgar Unu Pálsdóttur, um vegtengingu við götuna Nátthaga sunnanfrá.
 
2.      Ránarstígur 6, Sauðárkróki – bílgeymsla og viðbygging, byggingarleyfisumsókn. Halldór Halldórsson fh. Merkisbræðra sf sækir um leyfi til að byggja á lóðinni bílgeymslu og viðbyggingu, garðskála, við húsið. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi og eru dagsettir 5. apríl 2005. Erindið var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 20. maí sl. Var þá samþykkt, í samræmi við 12. gr byggingarreglugerðar  að leita umsagnar nágranna. Að fenginni afgreiðslu Sveitarstjornar 2. júní sl var það gert. Frestur nágranna til að skila athugasemdum, sem engar hafa borist, var fjórar vikur. Erindið er hér tekið fyrir á ný og nú samþykkt.
 
3.      Héraðsdalur II – bygging minkahúss – Quality á Íslandi ehf, Sigmundur Sigurðsson í Héraðsdal, óskar heimildar til að byggja minkahús, viðbyggingu, við minkahúsin í Héraðsdal samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Byggingarþjónustu bændasamtaka Íslands dagsett 12. 07. 2005. Erindið samþykkt.
 
4.      Egg í Hegranesi – umsókn um landskipti – Pálmar Jóhannesson, Sigurbjörg Valtýsdóttir og Jónína Sigurðardóttir, eigendur jarðarinnar Eggjar í Hegranesi, sækja um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 4.989 m2  landspildu út úr framangreindu landi. Land það sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 23.06.2005. Landið verður selt Guðbrandi Þ. Guðbrandssyni og Droplaugu Þorsteinsdóttur, sem þegar hafa byggt sumarhús á landinu. Erindið er samþykkt.
 
5.      Gauksstaðir á Skaga – bygging smáhýsis – Jón Stefánsson, Gauksstöðum á Skaga, sækir um  leyfi til að reisa smáhýsi á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða    byggingu sem er 22 m2  að grunnfleti. Erindið samþykkt.
 
6.      Geitagerði, Staðarhr. – Sólpallur og heitur pottur – Jón Brynjólfsson og Grete Have eigendur Geitagerðis óska heimildar til að setja setlaug sunnan við íbúðarhúsið í Geitagerði og gera sólpall og verönd við húsið og að setlauginni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi bókun: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki, til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
7.      Suðurgata 2, Sauðárkróki – útlitsbreyting á húsi og bygging á sólpalli og verönd.
Baldvin Kristjánsson, Suðurgötu 1, óskar heimildar  Skipulags- og byggingarnefndar  Skagafjarðar til að fá að breyta útliti einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Suðurgötu á Sauðárkróki. Breytingin felst í að byggja verönd og skjólveggi sunnan og vestan  við húsið, 2,50 m út frá suðurhlið húss og 3,00 m út frá vesturhlið .
Einnig er sótt um að fá að brjóta niður úr eldhúsglugga sem er á miðri vesturhlið hússins og ganga þar út á veröndina. Um er að ræða verönd sem byggð yrði úr timbri á steyptum undirstöðum.
Á veröndinni er fyrirhugað að koma fyrir setlaug sem útbúin verður samkvæmt gildandi reglum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
8.      Sauðármýri 3 - Svalaskjól. Íbúar íbúðar nr. 203, Sólveig Kristjánsdóttir, nr. 304 Guðmundur Márusson og Nanna R. Hallgrímsdóttir og nr. 403 Inga Valdís Tómasdóttir sækja um leyfi til að setja upp svalaskjól við íbúðir sínar í fjölbýlishúsinu að Sauðármýri 3, Sauðárkróki. Skipulags og byggingarnefnd vísar málinu til umsagnar eiganda hússins, Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar hsf. og fer fram á að með umsókn verði skilað inn gögnum í samræmi við grein 102 í Byggingarreglugerð.
 
9.      Umsögn um vínveitingarleyfi v Sigtún veitingastofu í Hofsósi
Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Samstarfs ehf. kt. 660500-2940 um leyfi til vínveitinga fyrir veitingastofuna Sigtún í Hofsósi. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 20. júlí 2005 til 20. júlí 2006. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
10.  Svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga – Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 8. júlí 2005 lagt fram. Þar er sveitarstjórnum á skipulagssvæði Norðurlandsskóga kynnt afgreiðsla Skipulagsstofnunar á framkomnum athugasemdum við tillögu að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Norðurlandsskóga og tillaga stofnunarinnar að staðfestingu skipulagsáætlunarinnar. Sveitarstjórnir hafa sex vikna frest, til og með 12. ágúst nk., til að taka afstöðu til tillögu Skipulagsstofnunar að staðfestingu.
 
11.  Varmahlíð – lóð KS – olíutankur – Olíufélagið ehf., Suðurlandsbraut 18, Reykjavík sækir um tímabundið leyfi fyrir staðsetningu á 2.200 lítra olíugeymi fyrir litað Disel samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Samþykkt að óska umsagnar heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra á málinu.
 
12.  Höfði, sumarhús Jóns Ólafssonar – viðbygging, byggingarleyfi. Jón Ólafsson sækir um leyfi til að byggja við sumarhús sitt í landi Höfða samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir dagsettir 8. júní 2005. Erindið samþykkt.
 
13.  Iðutún 13 - 15 – umsókn um byggingarleyfi. Björn H. Snorrason fh. Byggðabóls ehf. sækir um leyfi fyrir parhúsi á lóðinni samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af H.S.Á teiknistofu, Haraldi Árnasyni, á Akureyri. Uppdrættir dagsettir 20.07.2005. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki slökkviliðsstjóra.
 
14.  Lindargata á Sauðárkróki – lóðarfyrirspurn. Ágúst Andrésson kt. 110571-4889 óskar eftir lóð við Lindargötu fyrir íbúðarhús. Óskar hann eftir að fá lóð bak við Lindargötu 7 en á þeirri lóð stóð áður verkstæði Jóns Nikódemussonar. Af skipulagsástæðum er lóðin ekki úthlutunarhæf.
 
15.  Önnur mál.
Engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1008
 
                                   Jón Örn Berndsen,
                                   ritari fundargerðar.