Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

76. fundur 07. júlí 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 76 – 7. júlí  2005.
 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 7. júlí kl. 0815 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson stafsmaður byggingarfulltrúa.
 
 
Dagskrá:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum
2.      Ármúli á Langholti – bílgeymsla, byggingarleyfisumsókn
3.      Freyjugata 5, Sauðárkróki – viðbygging og breytingar
4.      Birkimelur 18, Varmahlíð – bílgeymsla, fyrirspurnarteikning
5.      Beingarður í Hegranesi, endurbygging og breyting á útihúsum
6.      Stóru Reykir í Fljótum – smáhýsi – byggingarleyfi
7.      Barmahlíð 9, Sauðárkróki, setlaug og verönd
8.      Litla- Brekka - Umsókn um byggingarleyfi f. Frístundarhúsi
9.      Skjaldbreið, Hofsósi – rif á útihúsum
10.  Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
                      
  1. Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykki deiliskipulagstillögu íbúðasvæðis við Nátthaga á fundi sínum 22. júní sl. Í framhaldi af íbúafundi sem Skipulags- og byggingarnefnd gekkst fyrir á Hólum 23. júní leggur Skipulags- og byggingarnefnd til að nú þegar verði skoðaðir möguleikar á breyttri vegtengingu við íbúðasvæðið þannig að vegtenging svæðisins verði sunnan frá í stað þess að vera um Nátthagann.
 
  1. Ármúli á Langholti – bílgeymsla, byggingarleyfisumsókn. Hermann Þórisson kt. 140960-4079 Ármúla sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu við íbúðarhúsið að Ármúla. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing dagsettir 10.06.05. Erindið samþykkt.
 
  1. Freyjugata 5, Sauðárkróki – viðbygging og breytingar. Kristján Örn Kristjánsson og Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, Freyjugötu 5, Sauðárkróki sækja um leyfi til að byggja ofan á og breyta íbúðarhúsinu að Freyjugötu 5 samkvæmt framlögðum uppdráttum, gerðum af teiknistofunni Eyralandsvegi 20 sf með áorðnum breytingum, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi, í maí 2005. Erindið samþykkt.
 
 
 
  1. Birkimelur 18, Varmahlíð – bílgeymsla, fyrirspurnarteikning. Víglundur Rúnar Pétursson spyrst fyrir um leyfi til að byggja  bílgeymslu á lóðinni samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi, sem dagsettir eru 30.06.05. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framangreinda fyrirspurn og heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja aðaluppdrætti byggða á fyrirspurnaruppdráttunum.
   
  1. Beingarður í Hegranesi, endurbygging og breyting á útihúsum. Eiríkur Loftsson og Stefanía Birna Jónsdóttir sækja um leyfi til að ljúka byggingu útihúsa í Beingarði og breyta þeim samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Erindið samþykkt.
 
  1. Stóru Reykir í Fljótum – smáhýsi – byggingarleyfi. Ágústa G. Samúelsdóttir kt. 230435-3249 sækir um leyfi til að reisa smáhýsi með verönd á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða  byggingu sem er um 16 m2  að grunnfleti. Erindið samþykkt.
           
  1. Barmahlíð 9, Sauðárkróki, setlaug og verönd. Ólafur Smári Sævarsson óskar heimildar  Skipulags-og byggingarnefndar  Skagafjarðar til að fá að breyta útliti einbýlishúss á lóðinni nr. 9 við Barmahlíð á Sauðárkróki  Breytingin felst í að byggja verönd og skjólveggi sunnan  við húsið. Um er að ræða verönd sem byggð yrði úr timbri á steyptum undirstöðum. Á veröndinni er fyrirhugað að koma fyrir setlaug sem útbúin verður samkvæmt gildandi reglum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
  1. Litla- Brekka - Umsókn um byggingarleyfi f. Frístundarhúsi. Ingibjörg Axelsdóttir og Eyjólfur Sveinsson sækja um leyfi til að byggja sumarhús á landi sínu úr landi Litlu – Brekku. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
  1. Skjaldbreið, Hofsósi – rif á útihúsum. Þorbjörn R. Steingrímsson sækir um leyfi til að rífa útihús á lóðinni Skjaldbreið í Hofsósi. Landnúmer lóðar er 146732 og húsin sem rífa á hafa fastanúmerið 214-3791 MHL 02,03 og 04 – Fjárhús, hesthús og hlaða. Erindið samþykkt.
 
  1. Önnur mál.
Engin.
           
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 0943
 
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar.