Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

74. fundur 22. júní 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  74 – 22. júní  2005.
 
Ár 2005, miðvikudaginn 22. júní kl. 0815 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi.
 
Dagskrá:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum.
2.      Iðutún, Sauðárkróki
3.      Lóðarumsókn – Parhúsalóð við Iðutún, Byggðaból – Björn H. Snorrason
4.      Umsókn um staðsetningu á minnismerki – Sveinn Guðmundsson
5.      Gilstún 28 – lóð skilað inn – Sigurður F. Emilsson
6.      Reykir í Tungusveit - tilraunaeldi, stöðuleyfi
7.      Skólavegur 1, Varmahlíð – lóðarskipti.
8.      Víðihlíð 4, Sauðárkróki – útlitsbreyting
9.      Umferðarfulltrúi SVFÍ og Landsbjargar – bréf
10.  Umsögn um skráningu flugvallar við Varmahlíð
11.  Önnur mál.
           
            Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Hólar í Hjaltadal - Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum þann 20. maí sl. að fara þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin óski eftir við Veðurstofu Íslands að framkvæmt verði bráðabirgðahættumat á svæðinu. Þá samþykkti nefndin að gangast fyrir íbúafundi á Hólum varðandi frekari kynningu á tillögunni. Framkvæmd bráðabirgðamats Veðurstofu Íslands hefur farið fram og liggur fyrir sú niðurstaða að hið deiliskipulagða svæði teljist ekki vera innan hættumarka hvað varðar ofanflóð. Íbúafundur að Hólum hefur verið boðaður fimmtudagskvöldið 23. júní nk. kl 2030. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun samþykkt deiliskipulag til yfirferðar.
 
  1. Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir að lóðir við Iðutún að austanverðu, norðan við opna svæðið, verði byggðar parhúsum og fái lóðirnar heitin Iðutún 1-3, 5-7, 9-11 og 13-15. Aðrar lóðir við Iðutún verði byggðar einbýlishúsum.
 
  1. Lóðarumsókn – Parhúsalóð við Iðutún. Björn H. Snorrason f.h Byggðabóls ehf sækir um parhúsalóð nr. 13-15 við Iðutún. Jafnframt skilar Björn inn lóðinni Gilstún 1-3 og dregur til baka umsókn sína um lóðina Gilstún 2- 4. Erindi Björns samþykkt.
 
  1. Umsókn um staðsetningu á minnismerki – Sveinn Guðmundsson, Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki sækir um leyfi til að staðsetja minnismerki í norðari hólmanum í Hólma­tjörninni við hesthúsahverfið samkvæmt meðfylgjandi verklýsingu. Erindið samþykkt.
 
  1. Gilstún 28 – lóð skilað inn. Sigurður F. Emilsson skilar inn lóðinni Gilstún 28 á Sauðárkróki, sem honum var úthlutað þann 20. apríl s.l.  Erindið samþykkt.
 
  1. Reykir í Tungusveit – tilraunaeldi, stöðuleyfi. Jón Magnússon, kt. 011154-2639, óskar eftir leyfi til að vera með tilraunaeldi á bleikju í aflögðum gróðurhúsum að Reykjum í Tungusveit. Erindið samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki landeigenda.
 
  1. Skólavegur 1, Varmahlíð – lóðarskipti. Jóhann R. Jakobsson, Skólavegi 1, Varmahlíð óskar eftir að lóðinni Skólavegi 1 verði skipt og honum heimilað að byggja á útskiptu lóðinni. Byggingarfulltrúa falið að skoða erindið nánar og afgreiðslu frestað.
 
  1. Víðihlíð 4, Sauðárkróki – útlitsbreyting. Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræð­ingur að Stóru Seylu, f.h eigenda að Víðihlíð 4 sækir um leyfi fyrir nýjum glugga á norðurstafni hússins samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af honum sjálfum og dagsettir eru 8. júní 2005. Erindið samþykkt.
 
  1. Bréf, dagsett 13. júní 2005, frá Umferðarfulltrúa SVFÍ og Landsbjargar lagt fram. Þar vill bréfritari vekja athygli á að honum finnist biðskyldumerki af skornum skammti í Hofsósi, en að öðru leyti séu merkingar og umferðaröryggi með ágætum í plássinu.
 
  1. Umsögn um skráningu flugvallar við Varmahlíð. Matthías Sveinbjörnsson,  stjórnarmaður í Flugmálafélagi Íslands óskar umsagnar um flugbrautina við Varmahlíð. Flugmálafélagið er um þessar mundir að vinna í því að fá flugbrautir viðurkenndar hjá Flugmálastjórn. Þessari flugbraut hefur verið viðhaldið af Brynleifi Tobíassyni í Varmahlíð og landið er í eigu Kaupfélagsins.  Leigusamningur, sem snýr að afnotum landsins fyrir flugbraut, er í gildi við Flugbjörgunarsveitina. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við skráningu vallarins enda verði allra öryggisatriða gætt og í gildi sé samningur við landeigendur.
 
  1. Önnur mál.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 0943
 
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar.