Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

73. fundur 09. júní 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  73 – 9. júní  2005
 
Ár 2005, fimmtudaginn 9. júní kl. 0815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi,
 
Dagskrá:
 
1.         Víðilundur 8, Varmahlíð - Frístundahús - byggingarleyfi
2.         Garðakot í Hjaltadal - Hesthús, byggingarleyfi
3.         Varmaland í Sæmundarhlíð – reiðskemma - byggingarleyfi
4.         Hásæti 12 - parhús - byggingarleyfisumsókn
5.         Ferðaþjónustan Bakkaflöt - umsögn um vínveitingarleyfi
6.         Steinaborg í landi Laugarhvamms - gestahús - byggingarleyfisumsókn
7.         Reykir á Reykjaströnd - byggingarleyfisumsókn fyrir íbúðarhúsi.
8.         Reykir á Reykjaströnd - endurbygging rafstöðvar - framkvæmdaleyfi. Jón Eiríksson
9.         Iðutún 2, Sauðárkróki - lóð skilað inn - Steinunn Hlöðversdóttir
10.       Iðutún 16, - lóðarumsókn - Gísli Konráðsson
11.       Arnarstaðir - fjósbreyting - umsókn um byggingarleyfi
12.       Laugarhvammur í Skagafirði - umsókn um landskipti og stofnun lóða
13.       Goðdalir - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi
14.       Skógargata 6 - umsókn um lóðarstækkun - Birkir Angantýsson
15.       Suðurgata 11 - utanhússklæðning - Steinn Ástvaldsson
16.       Ásgarðsland - erindi Sveins Ragnarssonar - frá Byggðarráði 10. maí
17.       Gilstún 30, Sauðárkróki - Bréf lóðarhafa dags. 7. júní 05
18.       Lundur í Varmahlíð – lóðarmál
19.       Vindheimar – utanhússklæðning
20.       Önnur mál.
           
            Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Víðilundur 8, Varmahlíð – Guðmundur Tr. Ólafsson, kt. 090146-7699, Marargrund 3, Garðabæ sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, gerðum af ABS teiknistofu, Jóhannesi Péturssyni, kt. 010448-3959.  Lóðin er á deiliskipulögðu svæði fyrir frístundahús í landi Víðimels. Fyrir liggur samþykki landeigenda. Erindið samþykkt.
 
2.      Garðakot í Hjaltadal – Pálmi Ragnarsson í Garðakoti sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi, viðbyggingu við hlöðu í Garðakoti. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni og eru dagsettir 6. júní 2005. Erindið samþykkt.
 
3.      Varmaland í Sæmundarhlíð – Sigurgeir Þorsteinsson, Varmalandi sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við útihúsin að Varmalandi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir dagsettir í maí 2005. Viðbyggingin er reiðskemma úr stálgrind, byggð á steyptan sökkul. Þá er sótt um leyfi til að breyta notkun fjóssins í hesthús eins og fram kemur á ofangreindum uppdráttum Braga Þórs. Einnig er sótt um leyfi til að rífa gömul hesthús á staðnum, en nýbyggingin byggist yfir þann byggingarreit. Hesthúsið sem rífa á er byggt árið 1963 og hefur fastanúmerið 214-0323. Erindið samþykkt.
 
4.      Hásæti 12 - parhús – byggingarleyfisumsókn. Ólafur Þorbergsson, byggingarstjóri Búhölda hsf., sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni nr. 12 við Hásæti. Framlagðar teikningar eru gerðar af Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf. á Akranesi, dagsettar 1. júní 2005. Erindið samþykkt.
 
5.      Ferðaþjónustan Bakkaflöt - umsögn um um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Sigurðar Friðrikssonar, kt. 010449-2279, Bakkaflöt um leyfi til vínveitinga fyrir Ferðaþjónustuna að Bakkaflöt. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júní 2005 til 31. maí 2007. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
6.      Steinaborg í landi Laugarhvamms – Ingólfur Dan Gíslason sækir um leyfi til að reisa gestahús með verönd á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða 15. m2 byggingu. Erindið samþykkt.
 
7.      Reykir á Reykjaströnd - byggingarleyfisumsókn fyrir íbúðarhúsi. Jón Eiríksson, Fagranesi sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á jörðinni, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, gerðum af Páli Björgvinssyni arkitekt. Aðaluppdrættir eru dagsettir 30. maí 2005. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.”
 
8.      Reykir á Reykjaströnd - endurbygging rafstöðvar - framkvæmdaleyfi. Jón Eiríksson, Fagranesi sækir um leyfi fyrir gerð rafstöðvar og endurbyggingu stöðvarhúss á þeim stað sem gamla stöðvarhúsið stendur í dag. Erindið samþykkt að fengnu skriflegu samþykki allra meðeigenda Jóns að Reykjum.
 
9.      Iðutún 2, Sauðárkróki - lóð skilað inn - Steinunn Hlöðversdóttir, Skagfirðingabraut 8, skilar inn lóðinni Iðutún 2, sem hún fékk úthlutað 20. apríl sl. Erindið samþykkt.
 
10.  Iðutún 16 - lóðarumsókn - Gísli Konráðsson og Þórey S. Karelsdóttir, Gilstúni 15, sækja um lóðina nr 16 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta þeim lóðinni. Lóðin er ekki byggingarhæf sem stendur, en gatnagerðarframkvæmdir eru að hefjast.
 
11.  Arnarstaðir í Sléttuhlíð - fjósbreyting - umsókn um byggingarleyfi. Gestur Stefánsson, Arnarstöðum, sækir um leyfi til að breyta og byggja við fjósið að Arnarstöðum samkvæmt uppdráttum árituðum af Magnúsi Sigsteinssyni hjá Byggingarþjónustu landbúnaðarins 30. maí 2005. Erindið samþykkt.
 
12.  Laugarhvammur í Skagafirði. Umsókn um landskipti og stofnun lóða. Sigríður Magnúsdóttir, handhafi þinglýsts búsetuleyfis og þinglýstur eigandi lögbýlisins Laugarhvamms, landnr. 146196, í Skagafirði, sækir, með bréfi dagsettu 29. maí sl,  um, með vísan til IV kafla Jarðalaga nr.  81 frá 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að:
 
a.       Skipta 80.408,0 m². landspildu út úr framangreindri jörð, einnig að skipta út úr jörðinni þegar stofnaðri leigulóð sem hefur landnúmerið 146200 og er 22.791,0 m². Á þeirri lóð stendur sumarhús sem byggt var árið 1989. Hús þetta hefur Helgi Friðriksson, kt. 200447 -2159, þegar keypt ásamt leigurétti lóðar. Sameina framangreinda landspildu og lóð í 103.199,0 m² landspildu, sem áfram hefði landnúmerið-146200.
Eftir stofnun og sameiningu þessara landa mun Helgi Friðriksson kaupa framangreint land.
Einnig er óskað heimildar til að nefna útskipta landið Hólabrekku.
 
b.      Skipta 2.826,0  m². landspildu út úr framangreindri jörð. Lóðin er nr. 8 á uppdrætti og hefur fengið landnúmerið 201891. Eftir stofnun lóðarinnar mun lóðinni ráðstafað til Halldórs Þ. Stefánssonar, kt. 010175-5859
 
c.       Skipta 2.810,0  m². landspildu út úr framangreindri jörð. Lóðin er nr. 12 á uppdrætti og hefur fengið landnúmerið 201894. Eftir stofnun lóðarinnar mun lóðinni ráðstafað til Signýjar Sigurðardóttur, kt. 050880-5839.
 
d.      Skipta 2.800,0  m². landspildu út úr framangreindri jörð. Lóðin er nr. 13 á uppdrætti og hefur fengið landnúmerið 201895. Eftir stofnun lóðarinnar mun lóðinni ráðstafað til Unnar Sigurðardóttur, kt. 170578-4309.
 
e.       Skipta 1.710,0 m². landspildu út úr framangreindri jörð. Lóðin er nr. 14 á uppdrætti og hefur fengið landnúmerið 201896. Eftir stofnun lóðarinnar mun lóðinni ráðstafað til Jóhönnu Sigurðardóttur, kt. 270264-7199.
 
Land það sem um ræðir í umsókn þessari er nánar tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdráttum, sem gerðir er af STOÐ ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki.Nr. uppdrátta  S-00, S-01, S-07, S-08, S-09 og S10.
Fyrir skiptin er land Laugarhvamms 29,14 ha.
 
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarhvammi, landnr. 146196, þ.e.a.s landi því sem eftir stendur og áfram verður í eigu umsækjanda, Sigríðar Magnúsdóttur.
 
Meðfylgjandi erindi Sigríðar: Hnitsettir yfirlits/afstöðuuppdrættir 5 blöð, dagsett í janúar 2005, unnið af STOÐ ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki, uppdrættir áritaðar af hlutaðeigandi. Stofnskjal dagsett 29. maí 2005.
 
Ofanritað erindi Sigríðar Magnúsdóttur samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
13.  Goðdalir - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi. Smári Borgarsson sækir um leyfi til að reisa gestahús með verönd á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða byggingu sem er 4,2 x 4, 6 m að grunnfleti. Erindið samþykkt.
 
14.  Skógargata 6 - umsókn um lóðarstækkun - Birkir Angantýsson, Skógargötu 6, sækir um leyfi til að stækka lóðina Skógargata 6 til norðurs þannig að lóðin Skógargata 4 falli undir lóðina Skógargötu 6. Óskað er eftir að umsækjandi útfæri hugmyndir sínar nánar með teikningu og að fyrir liggi vilji meðeiganda í húsinu áður en erindið verður afgreitt.
 
15.  Suðurgata 11 - utanhússklæðning - Steinn Ástvaldsson, Suðurgötu 11, sækir um leyfi til að klæða utan hús sitt Glæsivelli, Suðurgötu 11, með panilklæðningu. Einnig óskað heimildar til að endurbyggja tröppur og setja glugga í stað hurðar. Erindið samþykkt.
 
16.  Ásgarðsland - erindi Sveins Ragnarssonar frá Byggðarráði 10. maí. Skipulags – og byggingarnefnd hefur borist ósk frá Byggðarráði um að gefa umsögn um erindi Sveins Ragnarssonar vegna tilboðs í land neðan þjóðvegar við Ásgarð. Skipulags – og byggingarnefnd mælir með því að gengið verði til samninga við Svein. Við þá samninga verði krafa um búsetu höfð að leiðarljósi. Skipulags- og byggingarnefnd tekur fram að nefndin tekur ekki afstöðu til verðs á landinu. Gunnar Bragi óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Gunnar Bragi telur ekki rétt að selja landið án undangenginnar auglýsingar.
 
17.  Gilstún 30, Sauðárkróki - Bréf lóðarhafa Kára Björns Þorsteinssonar, dags. 7. júní 2005, lagt fram. Tæknideild falið að skoða nánar málið og erindinu vísað til Byggðarráðs.
 
18.  Lundur í Varmahlíð. Lóðarmál. Fyrir liggur lóðarblað fyrir lóðina Lund, landnr. 146119, sem er eignarlóð Péturs S. Víglundssonar og Önnu S. Hróðmarsdóttur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreint lóðarblað. Þá liggur fyrir að úthluta  Pétri S. Víglundssyni og Önnu S. Hróðmarsdóttur lóðinni nr. 7 við Furulund í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi yfirlýsingu og afsali. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarúthlutunina og ofangreinda yfirlýsingu og afsal og vísar þeim hluta erindisins til Byggðarráðs.
 
19.  Vindheimar. Friðbjörn Jónsson, húsasmíðameistari, fh. eigenda, óskar hér með heimildar til að klæða utan einbýlishús og bílgeymslu Sigmundar Magnússonar að Vindheimum í Skagafirði. Ætlunin er að einangra útveggi í timburgrind með 50 mm steinull og klæða húsið utan með steniplötum. Erindið samþykkt.
 
20.  Önnur mál
  • Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð - Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar.
Í tengslum við 100 ára afmæli mótorhjólsins í júní 2005 hefur bifhjólaeigendum á Íslandi borist gjöf frá Bifhjólasamtökum Lýðveldisins Sniglum, listaverk eftir Heiðar Jóhannsson, til minningar um fórnarlömb bifhjólaslysa.
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar óskar eftir leyfi til að setja verkið niður á grassvæði sunnan við þvottaplanið í Varmahlíð.
Baldur Haraldsson múrari mun steypa sökkul undir verkið og félagar í Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar munu sjálfir flytja sökkulinn og sjá um að koma honum niður. Meiningin er að afhjúpa verkið við hátíðlega athöfn sunnudaginn 19. júní kl 14.00 að viðstöddum fjölmiðlum og bifhjólaunnendum, en þann dag er mótorhjólið á Íslandi 100 ára. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir eins árs stöðuleyfi fyrir verkið.
 
  • Kárastígur 2, Hofsósi. Viggó Jón Einarsson, f.h. Sjóskipa, sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir þurrkgám til að frostþurrka fisk. Gámurinn er nú staðsettur við Kárastíg 2, Hofsósi og er sótt um leyfi fyrir honum þar til 1. október 2005. Erindið samþykkt.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1107
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.