Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

71. fundur 10. maí 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  71 – 10. maí  2005.
 
Ár 2005, þriðjudaginn 10. maí kl. 1315 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri og  Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt 
 
Dagskrá:
1.      Norðurlandsskógar - svæðisskipulagsáætlun
2.      Sæmundarhlíð / Akurhlíð 1 – deiliskipulag
3.      Laugatún – byggingarskilmálar
4.      Sjóvarnir, Haganesvík, Hraun í Fljótum og Hraun á Skaga.
             – bréf Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu
5.      Hólmatjörn við Flæðagerði – göngubrú
6.      Undir Byrðunni – Hólum í Hjaltadal – umsögn um vínveitingarleyfi
7.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Norðurlandsskógar – svæðisskipulagsáætlun. Skipulagsstofnun hefur auglýst sérstaka svæðisskipulagstillögu fyrir Norðurlandsskóga samkvæmt 15. grein skipulags- og byggingarlaga. Í skipulagstillögunni er sett fram stefna Norðurlandsskóga um skógrækt á þeirra vegum. Skilgreind er málsmeðferð við afgreiðslu umsókna og gerð skógræktaráætlana fyrir einstakar jarðir. Settar eru fram áherslur um útfærslu skógræktar svo sem varðandi tegund skógræktar, náttúru- og minjavernd. Svæðisskipulagstillagan er regluverk um skógrækt á einstökum bújörðum og aðgengileg til eftirlits og samræmingar öðru skipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar telur að samþykkja eigi svæðisskipulagstillöguna eins og hún liggur fyrir.
 
2.           Sæmundarhlíð / Akurhlíð 1 – deiliskipulagstillaga. Skipulags- og byggingarnefnd hefur látið vinna tillögu að nýju deiliskipulagi um verslunina að Akurhlíð 1 á Sauðárkróki, en lóðin var fyrst mörkuð í fyrsta aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók árið 1971. Aðalbreytingin felst í þvi að verslunarlóðin er breikkuð til austurs þannig að bílastæðarými skapast framan við verslunarhúsið. Innkeyrslur á lóðina verða tvær og gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir viðbyggingu á einni hæð norðan við verslunarhúsið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst, samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
3.           Laugatún – byggingarskilmálar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur til umfjöllunar byggingarskilmála fyrir norðurhluta Laugatúns á Sauðárkróki. Skilmálarnir gilda fyrir lóðir við norðanvert Laugatún, ásamt skipulagi fyrir Túnahverfið með áorðnum breytingum. Skilmálarnir kveða nánar á um ákvæði skipulags, laga og reglugerða sem gilda fyrir svæðið. Skilmálar ræddir og vísað til afgreiðslu næsta fundar.
 
4.           Skipulagsstofnun hefur, í samræmi við 6.gr laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, óskað eftir áliti Sveitarfélagsins Skagafjarðar á því hvort sjóvarnarframkvæmdir við Haganesvík, að Hraunum í Fljótum og Hrauni á Skaga skuli háðar mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum. Sjóvarnir í Haganesvík eru framan við gömlu verslunarhúsin í Haganesvík. Að Hraunum í Fljótum er Stakkgarðshólminn varinn ágangi sjávar  og  á Hrauni á Skaga er það kamburinn framan við húsin sem á að verja. Að teknu tilliti til umfangs framkvæmda telur Skipulags- og byggingarnefnd að hér sé ekki um matsskylda framkvæmdir að ræða.
 
5.           Hólmatjörn við Flæðagerði – göngubrú. Sveinn Guðmundsson hestabóndi og heiðursborgari óskar eftir heimild til að setja göngubrú í norðari hólmann við Hólmatjörnina við hesthúsahverfið. Brúin er bogabrú, 7m löng. Erindið samþykkt.
 
6.           Undir Byrðunni – Hólum í Hjaltadal  Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Þórólfs Sigjónssonar kt. 270165-4359  fh. Gesta og Gangandi kt. 701002-2370 um leyfi til vínveitinga fyrir veitingarstaðinn Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal. Um er að ræða tímabundið leyfi til tveggja ára. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
7.           Önnur mál engin.
 
 
 Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1439
                                               
                                    Jón Örn Berndsen                                                         ritari fundargerðar.