Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

70. fundur 26. apríl 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  70 – 26. apríl 2005
 
Ár 2005, þriðjuudaginn 26. apríl kl. 800, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Ægisstígur 4, Sauðárkróki – Bílgeymsla- umsókn um byggingarleyfi.
2.      Hamar í Hegranesi – Véla verkfærageymsla - umsókn um byggingarleyfi.
3.      Útvík – Íbúðarhús, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi.
4.      Gilstún 1-3  – lóðarumsókn.
5.      Syðri-Hofdalir – umsókn um landskipti og sameiningu lóða.
6.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og gest fundarins Ylfu Ýr.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Ægisstígur 4, Sauðárkróki – Bílgeymsla- umsókn um byggingarleyfi. Jóhannes Þórðarson, Ægisstíg 4 óskar heimildar  Skipulags-og byggingarnefndar  Skagafjarðar til að fá að byggja bílskúr á lóðinni nr. 4 við Ægisstíg á Sauðárkróki samkv, meðfylgjandi uppdráttum gerðum af  Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi í Seylu. Uppdrættir eru dagsettir 12.04.2005. Afgreiðslu frestað.
 
2.           Hamar í Hegranesi – Véla verkfærageymsla - umsókn um byggingarleyfi. Sævar Einarsson, Hamri sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni og dagsettir í apríl 2005. Erindið samþykkt, með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á byggingarreit.
 
3.           Útvík – Íbúðarhús, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi. Ingunn Hafstað arkitekt, fh. Árna I. Hafstað og Birgitte Bærendtsen í Útvík, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið í Útvík. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af henni sjálfri og eru dagsettir 18. apríl 2005. Erindið samþykkt.
 
4.           Gilstún 1-3 - lóðarumsókn.  Björn Helgi Snorrason kt. 200572-4249, fh. Byggðabóls ehf. kt. 450405-0860, sækir um lóðina Gilstún 1-3 fyrir Parhús. Erindið samþykkt.
 
5.           Syðri-Hofdalir – umsókn um landskipti og sameiningu lóða.
Þinglýstur eigandi jarðarinnar Syðri-Hofdala í Skagafirði, landnr. 146421, sækir hér með um, með vísan til IV. kafla  Jarðalaga nr.  81 frá 9. júní 2004, heimild til Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 55.117,8 m² landspildu út úr framangreindri jörð, en fylgjandi þessum landskiptum er þegar stofnuð lóð sem er 36.000,0 m² og hefur landnúmerið 187726. Sameina á framangreinda lóð landi því sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Land það sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Fyrirhugað er að selja Valgerði Kristjánsdóttur kt 221248-4809 og Jónasi Sigurjónssyni kt 301044-3999 útskipta landið, en þau eru lóðarhafar framangreindrar lóðar samkv. þinglýstum   lóðarleigusamningi, og hafa þegar byggt íbúðarhús á lóðinni. Óskað er  heimildar til að nefna  útskipta landið Einholt, en Örnefnanefnd hefur þegar veitt leyfi fyrir því nafni á  framangreindu íbúðarhúsi. Einnig er sótt um, með vísan til 17. gr. V. kafla framangreindra laga,  heimild til stofnunar þjónustubýlis á landi því sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Erindið samþykkt.
 
6.           Önnur mál
  • Grunnskólinn Hofsósi – lóð.
      Lagt fram lóðarblað er sýnir lóðina, legu hennar, stærð og skipulag. Lóðin er samkvæmt lóðarblaðinu sem dagsett er 5. apríl 2005 15.072 m2
            Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir lóðina og skipulag hennar.
           
 
 Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 0839
                                               
                                    Jón Örn Berndsen                                                         ritari fundargerðar.