Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

68. fundur 23. mars 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  68 – 23. mars 2005.
 
Ár 2005, miðvikudaginn 23. mars kl. 815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Iðutún 12 – lóðarumsókn.
2.      Eyrarvegur 21 – umsókn um olíudælu.
3.      Skagfirðingabraut 9a – umsókn um byggingarleyfi.
4.      Laugatún – lóðarumsóknir.
5.      Fjall í Kolbeinsdal - gangnamannahesthús
6.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Iðutún 12, Sauðárkróki – lóðarumsókn. Steinunn K. Hlöðversdóttir kt. 121166-2919 sækir um lóðina Iðutún 12 fyrir einbýlishús. Nefndin bendir á að lóðin er ekki byggingarhæf eins og er og bendir á lausar lóðir fyrir einbýlishús við Gilstún, Kvistahlíð, Eyrartún og Fellstún.
 
2.           Eyrarvegur 21 – umsókn um olíudælu. Ólafur Sigmarsson fh. KS sækir um leyfi til að staðsetja olíudælu og niðurgrafinn tank á athafnasvæði Vörumiðlunar á lóðinni. Staðsetning samþykkt en framkvæmdir ekki heimilaðar fyrr en fullnægjandi gögn hafa borist og umsagnir tilheyrandi yfirvalda.  Bjarni Maronsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
3.           Skagfirðingabraut 9a – umsókn um byggingarleyfi. Eigendur eignarinnar óska heimildar til að breyta útliti hússins í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti sem gerðir eru af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi og dagsettir eru 29.05.2003. Erindið samþykkt.
 
4.           Laugatún – lóðarumsókn. Ólafur Friðriksson fh. Friðriks Jónssonar ehf. sækir um að fá úthlutað öllum byggingarlóðum ofan götu við Laugartún á Sauðárkróki.  Samþykkt að verða við umsókn Friðriks Jónssonar ehf. Jafnframt vill nefndin benda á að samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir hærri en einnar hæðar húsum ofan götu. Vegna þessa vill byggingarnefnd bóka sérstaklega að Búhöldar hsf. höfðu með bréfi dagsettu 14. febrúar sl. óskað eftir byggingarlóðum fyrir parhús við Laugartún. Nefndin samþykkir að Búhöldum verði úthlutað parhúsalóðum neðan við götuna Laugartún.
 
5.           Fjall í Kolbeinsdal – gangnamannahesthús. Steinþór Tryggvason fjallskilastjóri f.h. Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps sækir, með bréfi dagsettu 22. mars 05, um leyfi til að endurbyggja hliðarveggi gangnamannahesthússins við Fjall í Kolbeinsdal, veggir verða gerðir úr timbri og járni, þak og stafnar óbreytt.  Erindið samþykkt.
 
 
 
6.           Önnur mál engin.
 
 
 
 
           
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 0921
                                    Sigurður H. Ingvarsson.
                                    ritari fundargerðar.