Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

65. fundur 02. mars 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  65 – 2. mars 2005
 
Ár 2005, miðvikudaginn 2. mars kl. 815 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Minni-Brekka í Fljótum – umsókn um utanhúsklæðningu.
2.      Bréf  Guðbrands Þ. Guðbrandssonar, dagsett 22. febrúar 2005.
3.      Skarðsá í Sæmundarhlíð – erindi frá Landbúnaðarnefnd 16.11.2004.
4.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag.
5.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og sérstaklega gest fundarins, Ylfu Ýr Welding Hákonardóttur.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.           Minni-Brekka í Fljótum – Stefán Benediktsson, Minni-Brekku sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Minni-Brekku  með báraðri stálklæðningu. Erindið samþykkt.
 
2.           Bréf  Guðbrands Þ. Guðbrandssonar, dagsett 22. febrúar 2005 lagt fram. Þar gerir bréfritari m.a að tillögu sinni að umferðarhraði á íbúðagötum á Sauðárkrók verði lækkaður. Bréinu vísað áfram til tæknideildar til nánari skoðunar.
 
3.           Skarðsá í Sæmundarhlíð – erindi frá Landbúnaðarnefnd 16.11.2004, þar sem lagt er til að skoðaðar verði hugmyndir um sumarhúsabyggð í Skarðsárlandi. Í tillögum að aðalskipulagi Skagafjarðar er ekki gert ráð fyrir sumarhúsabyggð í Skarðsárlandi. Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til Landbúnaðar- og Skarðsárnefndar að þær útfæri nánar hugmyndir sínar í þessa átt ef vilji er til að reisa þarna sumarhúsabyggð.
 
4.           Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag. Lagt fram erindi frá Skúla Skúlasyni skólameistara á Hólum þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið auglýsi, samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga. Tillagan er unnin af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum og er dagsett 4. febrúar 2005. Samþykkt að verða við óskum skólameistara og auglýsa tillöguna.
 
5.           Önnur mál –  
  • Víðigrund 14-16, Sauðárkróki. Eigendur íbúða á jarðhæð hússins sækja um leyfi til að setja garðdyr út úr stofum íbúðanna til vesturs, samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Stoð ehf/ Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Fyrir liggur samþykki annarra íbúðareigenda í húsinu. Erindið samþykkt.
  • Reiðhöllin Svaðastaðir. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Ingimars Ingimarssonar fh. Flugu ehf. um leyfi til vínveitinga  fyrir Flugu ehf. í reiðhöllinni Svaðastöðum. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 15. mars 2005 til 15. mars 2007. Fram kemur í umsókninni að leyfilegur hámarksfjöldi gesta sé 100 manns. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
           
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 0921
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.