Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

62. fundur 16. desember 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  62 – 16. desember 2004
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn  16. desember kl. 1315 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Fjárhagsáætlun 2005,
2.      Landamót, Hofsósi – geymsluskúr lagfæringar, Einar Einarsson.
3.      Aðalgata 20b -aðaluppdrættir.
4.      Ástún – nafnleyfi – Páll Jónsson.
5.      Hafragil – landskipti.
6.      Önnur mál.
           
                        Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Fjárhagsáætlun 2005. Skipulags- og byggingarmál, liður 09 lagður fram til annarar umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 35.577.000 og tekjur kr. 5.440.000.-. Heildarútgjöld kr. 30.137.000.-. Samþykkt að vísa 09-liðnum með þessari afgreiðslu til byggðarráðs.
 
2.           Landamót, Hofsósi – Geymsluhús, lagfæringar. Einar Einarsson, Grund 2, Hofsósi óskar heimildar til að lagfæra og breyta lítillega húseigninni Landamóti á Hofsósi. Breytingin felst í því að fjarlægja 3,6 fermetra útbyggingu að austanverðu og og klæða húsið utan með bárustáli. Fyrir liggur samþykki þinglýstra eigenda. Erindið samþykkt.
 
3.           Aðalgata 20b, aðaluppdrættir. Fyrir liggja aðaluppdrættir af byggingunni, dagsettir 29.07.2004 með breytingum frá 24.11.2004. Uppdrættirnir eru gerðir af Ásmundi Jóhannssyni, kt. 170441-4519. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða uppdrætti er sýna að í húsinu verður auk reksturs líkamsræktarstöðvar, snyrtistofa og sjúkraþjálfun. Fyrirvari er gerður vegna lóðarinnar.
 
4.           Umsókn um nafnleyfi – Ástún – Páll Jónsson, kt. 260935-3999, eigandi íbúðarhúss og lóðar úr útskiptu landi úr landi Jaðars, óskar heimildar til að nefna lóðina og íbúðarhúsið Ástún. Landnúmer landsins er 178673 og fastanúmer eignarinnar 227-4318.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að íbúðarhúsið og lóðin beri nafnið Ástún.
 
5.           Hafragil – landskipti – Eigendur Laxár ehf, kt. 671272-0219, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hafragils í Laxárdal, Skagafirði, landnr. 145884, sækja um, með vísan til IV. kafla  Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 975 ha. landspildu út úr framangreindri jörð, en fyrir skiptin er jörðin 1980 ha. Land það, sem um ræðir, er nánar  tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti, sem gerður er af Hjalta Þórðarsyni, landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Fyrirhugað er að selja fyrirtækinu KOM ehf., kt. 650386-1409, landið, en eigendur þess fyrirtækis eru Margrét F. Guðmundsdóttir, kt. 070659-5309 og Kári Sveinsson, kt. 260455-2819. Þau hafa þegar fest kaup á  íbúðarhúsi sem byggt var árið 1991 ásamt  lóð, sem því fylgir og áður hefur verið skipt út úr jörðinni.  Landnr. lóðar er 145885.  Einnig er sótt um, með vísan til 17. gr. V. kafla framangreindra laga,  heimild til stofnunar lögbýlis (þjónustubýlis) á landi því, sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Lögbýlarétturinn  mun áfram fylgja framangreindu landnúmeri,  þ.a.s.  145884. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin og stofnun þjónustubýlis á útskipta landinu.
 
6.           Önnur mál.
 
  • Frá Sveitarstjórn 15. des. 2004 – Erindi frá vegamálastjóra v. Þverárfjallsvegar
  • Frá Sveitarstjórn 15. des. 2004 – Erindi frá Umhverfisnefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um mat á umhverfisáhrifum og skipulags – og byggingarlög.
  • Deiliskipulagstillaga Hólum í Hjaltadal, vinnutillaga frá Birni Kristleifssyni arkitekt.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Formaður sleit fundi kl. 1448
   og óskuðu nefndarmenn hver öðrum
   gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
 
 
Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.