Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

61. fundur 01. desember 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  61 – 1. desember 2004
 
Ár 2004, miðvikudaginn  1. desember kl. 815 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir , Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Fjárhagsáætlun 2005
2.      Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu – bréf Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts
3.      Bréf Skógræktarfélags Skagafjarðar, dags 14. 11. 2004, lagt fram
4.      Eyrarvegur 21, Sauðárkróki – Byggingarleyfisumsókn.
5.      Gautland í Fljótum – bygging vélageymslu – Stefán Þorláksson
6.      Barmahlíð 1, bílgeymsla – Sæmundur Hafsteinsson
7.      Steinsstaðaskóli – breytingar – Friðrik Rúnar Friðriksson
8.      Umsókn um nafnleyfi – Stekkholt – Sigurður Stefánsson
9.      Önnur mál.
           
                        Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Fjárhagsáætlun 2005. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til kynningar. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru: gjöld kr. 25,9 milljónir og tekjur kr. 5,44 milljónir. Einnig var farið yfir fjárhagsáætlun síðasta árs sem hefur staðist.
 
2.           Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu – bréf Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts, dagsett 19. október 2004, lagt fram. Þar er óskað umsagnar Sveitarfélagsins á tillögu að Svæðisskipulagi Austur Húnavatnssýslu, vinnuskýrslu dagsettri 1. sept. 2004. Byggðarráð vísaði erindi þessu til Skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum 9. nóvember sl. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu til tillögu að þjóðgarði á Skaga. Skipulags – og byggingarnefnd hefur í tillögum sínum að Aðalskipulagi fyrir Skagafjörð ekki uppi áform um þjóðgarð á Skaga en er tilbúin til viðræðna við Austur Húnvetninga ef eftir því er leitað. Þá vill Skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka að sameiginlega þurfa sveitarfélögin Skagafjörður og Austur Húnavatnssýsla að fara yfir sýslumörkin og  færa þau inn á hnitsettan uppdrátt. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við framkomna Svæðisskipulagstillögu. 
 
3.           Bréf Skógræktarfélags Skagafjarðar, dags 14. 11. 2004, lagt fram. Bréfið er stílað á Byggarráð og er hér lagt fram til kynningar.
 
4.           Eyrarvegur 21, Sauðárkróki. Umsókn um byggingarleyfi. Bjarni Reykjalín, Furulundi 19, Akureyri fh. Kaupfélags Skagfirðinga leggur fram aðaluppdrætti af vörugeymsluhúsi á lóðinni. Uppdrættirnir eru gerðir af honum sjálfum og Ágúst Hafsteinssyni og dagsettir 25.11.2004. Byggingarleyfi samþykkt. Bjarni Maronsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
5.           Gautland í Fljótum – bygging vélageymslu – Stefán Þorláksson á Gautlandi sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu, viðbyggingu við núverandi bílgeymslu. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Gunnarssyni verkfræðingi, dagsettir 16. október 2004. Erindið samþykkt.
 
6.           Barmahlíð 1, bílgeymsla – Sæmundur Hafsteinsson, Barmahlíð 1, sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur byggingarfulltrúa að skoða það nánar með tilliti til byggingarskilmála í Hlíðarhverfi.
 
7.           Steinsstaðaskóli – breytingar – Friðrik Rúnar Friðriksson, samkvæmt samkomulagi við eignasjóð, leggur fram til samþykktar aðaluppdrætti gerða af Benedikt Björnssyni arkitekt, dagsetta 9. nóvember 2004. Uppdrættirnir sýna breytingar á húsnæðinu, úr skólahúsnæði, í gisti- og ferðaþjónustuhús. Byggingarnefnd samþykkir breytta starfsemi í húsinu og uppdrættina eins og þeir liggja fyrir.
 
8.           Umsókn um nafnleyfi – Stekkholt – Sigurður Stefánsson og Stefán Ingi Sigurðsson, eigendur íbúðarhúss á lóð úr útskiptu landi úr landi Glæsibæjar, óska heimildar til að nefna lóðina og íbúðarhúsið Stekkholt. Landnúmer landsins er 191981 og fastanúmer eignarinnar 225-6238 og 225-6239. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að íbúðarhúsið og lóðin beri nefnið Stekkholt.
 
 
9.           Önnur mál –  
            Engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1008
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.