Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

55. fundur 29. júní 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  55 – 29. júní 2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 29. júní kl. 1515 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.             Suðurgata 13, Sauðárkr.  Bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi – Birna Halldórsdóttir
2.             Langamýri – lóð. Flutningsleyfi fyrir íbúðarhús – Gunnar Rögnvaldsson
3.             Forsæti 8, Sauðárkróki, umsókn um byggingarleyfi. - Búhöldar hsf
4.             Hábær, Skagafirði, umsókn um landskipti og stofnun nýbýlis – Ragnheiður Björnsdóttir
5.             Hof á Höfðaströnd, umsókn um byggingarleyfi – Studio Granda/ Steve Crister fh. eigenda
6.             Hringtorg við Varmahlíð – Bréf frá KS, dagsett 21. júní 2004
7.             Hraun 1 í Fljótum, íbúðarhús – Erindi erindi Guðrúnar B. Pétursdóttur og Viðars   Péturssonar
8.             Umsögn um vínveitingarleyfi f. Snorra Þorfinnsson ehf.
9.             Garður í Hegranesi, landskipti
10.         Aðalskipulag - Kynningarfundur
11.         Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Suðurgata 13, Sauðárkróki. Birna Halldórsdóttir, Suðurgötu 13 sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Suðurgötu 13 og einnig um leyfi til að klæða utan og einangra íbúðarhúsið. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðing í Stóru Seylu. Erindið samþykkt.  
 
2.           Langamýri - lóð, Flutningsleyfi fyrir íbúðarhús. Gunnar Rögnvaldsson, staðarhaldari að Löngumýri, sækir um leyfi til að flytja íbúðarhús sem byggt hefur verið að Lambeyri á lóð úr landi Löngumýrar. Fyrir liggur samþykki landeigenda. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Benedikt Björnssyni arkitekt, Túnbrekku 4, Kópavogi. Erindið samþykkt.
 
3.           Forsæti 8, Sauðárkróki, umsókn um byggingarleyfi. Ólafur Þorbergsson byggingarstjóri, fh. Búhölda, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni númer 8 við Forsæti. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Almennu teiknistofunni á Akranesi, Jóhannesi Ingibjartssyni. Aðaluppdrættir dagsettir 9. júní 2004.  Erindið samþykkt.
 
4.           Hábær, Skagafirði, umsókn um landskipti og stofnun nýbýlis – Ragnheiður Björnsdóttir í Glæsibæ, fh. eigenda, óskar eftir að skipta út úr landi Glæsibæjar 1,7 ha landspildu. Jafnframt er sótt um stofnun nýbýlis, þjónustubýlis, á umræddri landspildu. Samþykkt að óska eftir áliti lögmanns Sveitarfélagsins og Landbúnaðarnefndar á erindinu og afgreiðslu frestað.
 
5.           Hof á Höfðaströnd, umsókn um byggingarleyfi – Studio Granda/ Steve Crister fh. eigenda sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Hofi á Höfðaströnd. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Studio Granda/ Steve Crister arkitekt og eru dagsettir í júní 2004. Erindið samþykkt
           
6.           Hringtorg við Varmahlíð – Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, dagsett 21. júní sl. Þar er hugmyndum Sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um gerð hringtorgs í Varmahlíð á gatnamótum Þjóðvegar nr 1 og Sauðárkróksbrautar mótmælt. Erindinu er vísað til áframhaldandi gerðar Aðalskipulags og  til Vegagerðarinnar.
 
7.           Hraun 1 í Fljótum, íbúðarhús. Erindi erindi Guðrúnar  Pétursdóttur og Viðars Péturssonar lagt fram. Þar er óskað eftir leyfi til að breyta íbúðarhúsinu að Hrauni 1 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru af Sveini Pálmasyni, hönnuði hússins. Skipulags – og byggingarnefnd fellst á að útistigi verði gerður við húsið. Ef skipta á húsinu upp í tvær sjálfstæðar eignir þarf að uppfylla kröfur byggingarreglugerðar um hæðarskil. Þá vantar skráningatöflu. Eignaskiptayfirlýsing liggur ekki fyrir.        
 
8.           Umsögn um vínveitingarleyfi – Snorri Þorfinnsson ehf. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Valgeirs Þorvaldssonar fh. Snorra Þorfinnssonar ehf. um leyfi til vínveitinga fyrir veitingastofurnar Sólvík og Sigtún í Hofsósi. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 20. júní til 20. desember 2004.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
9.           Garður í Hegranesi, landskipti og stofnun nýbýlis. Sigurður Páll Hauksson endurskoðandi, fh. eigenda jarðarinnar Garðs í Hegranesi, óskar eftir að skipta út úr landi Garðs tveimur landspildum, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Jafnframt er sótt um að stofna lögbýli, þjónustubýli á landspildunum. Afgreiðslu frestað.
 
10.       Aðalskipulag, kynningarfundur. Samþykkt að halda kynningarfund fyrir nefndar- og sveitarstjórnarfólk um 3 tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016 nk þriðjudag 6. júlí kl 16 að Kaffi Krók.
 
11.       Önnur mál –
 
·        Ægisstígur 7, Sauðárkróki. Erindi frá Gunnari Sandholt, sviðstjóra, fh. Sveitarfélagsins. Þar er óskað eftir breyttri notkun húsnæðisins að Ægisstíg 7 á Sauðárkróki vegna fyrirhugaðs reksturs leikskóladeildar þar. Samþykkt að kynna erindið hlutaðeigandi nágrönnum.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1624
Jón Örn Berndsen,  ritari fundargerðar.