Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

53. fundur 25. maí 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  53 – 25. maí 2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 25. maí kl. 1500 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson  starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Ábær, Sauðárkróki – umsókn um ljósaskilti
2.      Meyjarland á Reykjaströnd, íbúðarhús – utanhúsklæðning
3.      Hólmagrund 17, Sauðárkróki - utanhúsklæðning
4.      Öldustígur 17, Sauðárkróki - utanhúsklæðning
5.      Nýlendi, land  – sumarhús
6.      Hásæti 6 Sauðárkróki, Búhöldar - byggingarleyfisumsókn
7.      Hólar í Hjaltadal, Geitagerði - byggingarleyfisumsókn
8.      Einimelur 2, Varmahlíð - byggingarleyfisumsókn
9.      Fiskiðjan, Eyrarvegi 18 - Eimsvali
10.  Hvannahlíð 7, Sauðárkróki - viðarverönd og setlaug
11.  Furuhlíð 9, Sauðárkróki - veggur á lóðarmörkum
12.  Syðri Hofdalir, fjárhús - byggingarleyfisumsókn
13.  Skefilsstaðir á Skaga – Frístundarhús, flutningsleyfi
14.  Aðalskipulag
15.  Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Ábær, Gunnar Bragi Sveinsson, fh. Ábæjar-veitinga ehf., sækir um leyfi til að setja upp ljósaskilti á húsnæði Ábæjar við Ártorg á Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Samþykki eiganda hússins liggur fyrir og er erindið samþykkt. Gunnar Bragi óskar bókað að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
2.           Meyjarland á Reykjaströnd, íbúðarhús – utanhúsklæðning. Sigfríður Jódís Halldórsdóttir, f.h húseigenda, sækir um leyfi til að einangra utan íbúðarhúsið að Meyjarlandi með steinullareinangrun og klæða það síðan með stálklæðningu. Þá er einnig sótt um leyfi til að fjarlægja reykháf af húsinu. Erindið samþykkt.
 
3.           Hólmagrund 17, Sauðárkróki, utanhúsklæðning. Rannveig Jóhannesdóttir, Hólmagrund 17, sækir um leyfi til að einangra utan íbúðarhúsið að Hólmagrund 17 með steinullar-einangrun og klæða það síðan með báraðri AluZink klæðningu. Erindið samþykkt.
 
4.           Öldustígur 17, Sauðárkróki, utanhúsklæðning. Valgarð A. Jónsson,  Öldustíg 17, sækir um leyfi til að einangra utan íbúðarhúsið og bílgeymsluna að Öldustíg 17 með steinullar-einangrun og klæða það síðan með Ál-klæðningu. Erindið samþykkt.
 
5.           Nýlendi – sumarhús. Hilmar Björgvinsson hdl. sækir um leyfi til að flytja lítinn sumarbústað á landspildu sína úr landi Nýlendis. Landnúmer landsspildunnar er 146574. Skipulags – og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og heimilar honum að afla álits Skipulagsstofnunar á erindinu þegar þau eru fengin.
 
6.           Hásæti 6, Sauðárkróki. Búhöldar hsf, byggingarleyfisumsókn. Ólafur Þorbergsson, fh. Búhölda hsf., sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 6 við Hásæti. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Almennu verkfræðistofunni hf Akranesi, Jóhannesi Ingibjartssyni, dagsettir 10. maí 2004. Erindið samþykkt.
 
7.           Hólar í Hjaltadal - Geitagerði, byggingarleyfisumsókn. Sigurbjörg Ólafsdóttir fjármála-stjóri og Skúli Skúlason skólameistari, fh. Nemendagarða Hólaskóla, sækja um byggingar-leyfi fyrir fjölbýlishús við lóðir nr. 5, 6, 7, 9, og 11 við Geitagerði á Hólum í Hjaltadal. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum. Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi varðandi hús á lóðir nr. 5, 6, 7, og 11 og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á hús nr. 9 þegar fullnægjandi uppdrættir liggja fyrir.
 
8.           Einimelur 2, Varmahlíð – byggingarleyfisumsókn. Magnús Sigmundsson, f.h. Sameiningar ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús á lóðinni Einimelur 2 í Varmahlíð. Sótt er um byggingarleyfið á byggingarreiti 2D og 2E samkvæmt aðaluppdráttum, sem gerðir eru af Helga Kjartanssyni byggingartæknifræðing MTFÍ. Aðaluppdrættir eru dagsettir 18. maí 2004. Slökkviliðsstjóri gerir kröfu um fellistiga við björgunarop af svefnlofti. Erindið samþykkt að þeirri kröfu uppfylltri.
 
9.           Fiskiðjan, Eyrarvegi 18, Sauðárkróki. Örn F. Kjartansson, f.h. Fiskiðjunnar Skagfirðings, sækir um leyfi til að staðsetja eimsvala á þaki Fiskiðjunnar norðan við “gamla ísturninn” samkvæmt meðfylgjandi gögnum og umsókn dagsettri 24. maí sl. Erindið samþykkt.
 
10.       Hvannahlíð 7, Sauðárkróki. Viðarverönd og setlaug. Óskar S. Óskarsson Hvannahlíð 7 sækir með bréfi, dagsettu 24. maí 2004, um leyfi til að gera verönd og setja setlaug vestan við íbúðarhúsið að Hvannahlíð 7. Erindið samþykkt eins og það liggur fyrir frá hendi umsækjanda.
 
11.       Furuhlíð 9, Sauðárkróki – veggur á lóðarmörkum. Hrólfur Sigurðsson, Furuhlíð 9, sækir um leyfi til að gera stoðvegg á austurmörkum lóðarinnar,  að göngustíg í eigu Sveitarfélagsins. Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði verkið unnið í samráði við Skipulags – og byggingarfulltrúa.
 
12.       Syðri Hofdalir – Fjárhús, byggingarleyfisumsókn. Atli Már Traustason og Ingibjörg Klara Helgadóttir í Syðri Hofdölum sækja um leyfi til að byggja fjárhús á jörðinni samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum sem gerðir eru af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni og dagsettir eru í apríl 2004.  Erindið samþykkt.
 
13.       Skefilsstaðir á Skaga – Frístundarhús, flutningsleyfi. Sverrir Björnsson, f.h Eyjólfs Sverrissonar eiganda Skefilsstaða, sækir um leyfi til að flytja sumarhús sem byggt hefur verið suður á Akranesi á samþykktan byggingarreit í landi Skefilsstaða. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af VBV, Björgvin Víglundssyni kt. 040546-2009. Skipulags – og byggingarnefnd samþykkir aðaluppdrætti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa flutningsleyfi, gegn framvísun tilskilinna úttektarvottorða.
 
14.       Aðalskipulag. Á fundinn kom Árni Ragnarsson arkitekt vegna vinnu við Aðalskipulag og lagði fram 3. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004 – 2016.
 
15.       Önnur mál:
 
  • Fornós 1, Sauðárkróki. Friðbjörn H. Jónsson f.h eiganda  sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið og bílgeymsluna að Fornósi 1 með báraðri AluZink klæðningu. Erindið samþykkt.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1704
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.