Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

49. fundur 11. mars 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  49 – 11. mars 2004
 
Ár 2004, fimmtudaginn 11. mars kl. 1315 , kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags - og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson  starfsmaður  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.      Akurhlíð 1 - bréf Raðhúsa hf.
2.      Hásæti 6 - lóðarumsókn
3.      Hvammkot í Tungusveit - umsókn um byggingarleyfi.
4.      Lýtingsstaðir í Tungusveit - umsókn um byggingarleyfi.
5.      Skúfsstaðir í Hjaltadal - umsókn um breytta notkun útihúsa.
6.      Hólavegur 22, Sauðárkróki - umsókn um breytta notkun á húsnæði.
7.      Ævintýraferðir ehf. - umsókn um framkvæmdaleyfi
8.      Landsíminn - fyrirspurn um lóð, Broddi Þorsteinsson deildarstjóri.
9.      Bréf frá Víglundi R. Péturssyni, dags 26. janúar 2004.
10.  Skógargata 19 b - Umsókn um leyfi til að rífa húsið.
11.  Bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 5. febrúar 2004.
12.  Öldustígur 6 - Bílgeymsla.
13.  Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Akurhlíð 1 – bréf Raðhúsa hf., Einars Sigtryggssonar, dagsett 22. febrúar 2004, lagt fram. Í bréfinu eru rakin, frá sjónarhóli bréfritara, málefni Akurhlíðar 1 og samskipti við byggingar­yfirvöld.
 
2.      Hásæti 6, Sauðárkróki. Ólafur S. Þorbergsson, kt 070754-3479, Raftahlíð 39, Sauðárkróki sækir um byggingarlóðina nr. 6 við Hásæti fyrir hönd Húsnæðis-samvinnufélagsins Búhölda. Lóðin er ekki byggingarhæf, en nefndin bendir á að lóðirnar nr. 8 og 10 við Forsæti eru báðar byggingarhæfar.
 
Nú vék af fundi Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri, sem sat fundinn vegna liðar 1 og 2.
 
3.      Hvammkot í Tungusveit. Grétar Guðbergsson sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílgeymslu á jörð sinni Hvammkoti. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Byggingarráðgjöfinni ehf. Hveragerði, Sigurði Þ. Jakobssyni, og eru þeir dagsettir í febrúar 2004. Erindið samþykkt.
 
4.      Lýtingsstaðir í Tungusveit. Sveinn Guðmundsson, Lýtingsstöðum, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið á Lýtingsstöðum. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni á Sauðárkróki og eru dagsettir í febrúar 2004. Erindið samþykkt.
 
5.      Skúfsstaðir í Hjaltadal. Þorsteinn Axelsson bóndi, Skúfsstöðum, óskar heimildar til að breyta núverandi fjósi og fjóshlöðu í legubásafjós, samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum sem gerðir eru af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni á Sauðárkróki og dagsettir eru í febrúar 2004. Erindið samþykkt.
 
6.      Hólavegur 22, Sauðárkróki. Vigfús Vigfússon, fh. eigenda Hólavegar 22, sækir um leyfi til að gera aftur tvær sjálfstæðar íbúðir í húsinu. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Árna Ragnarssyni arkitekt á Sauðárkróki, dagsettir í mars 2004. Erindið samþykkt.
 
7.      Bréf Ævintýraferða ehf. dagsett 23. febrúar 2004, lagt fram. Þar er gerð grein fyrir þeim framkvæmdum og lagfæringum sem gerðar hafa verið í landi Villinganess vegna raft-siglinga Ævintýraferða ehf. og óskað formlegs samþykkis Skipulagsyfirvalda á þeim. Meðfylgjandi bréfi Ævintýraferða eru þinglýstir samningar milli Ævintýraferða ehf og eigenda Villinganess. Erindi bréfritara samþykkt.
 
8.      Landssími Íslands hf. Broddi Þorsteinsson deildarstjóri fasteignadeildar óskar, með bréfi dagsettu 13. febrúar 2004,  eftir lóð undir símstöð ( útstöð) á Sauðárkróki. Fram kemur að æskileg staðsetning fyrir stöðina sé á svæði sunnan og ofan Sjúkrahússins á Sauðárhæðum og að stærð stöðvarhússins verði um 35 – 40 m2. Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
 
9.      Bréf frá Víglundi R. Péturssyni, dags 26. janúar 2004, lagt fram. Þar er ítrekuð ósk hans um breytingu á deiliskipulagi Birkimels í Varmahlíð við hús hans nr. 18. Afgreiðslu  frestað.
 
10.  Skógargata 19b – Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri Umhverfis - og tæknisviðs sækir, fh. Sveitarfélagsins, um heimild til að fjarlægja íbúðarhús og geymsluskúr af lóðinni. Umsóknin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins og erindið er samþykkt.
 
11.  Bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 5. febrúar 2004, lagt fram. Bréfið er dreifibréf til allra byggingarfulltrúa þar sem spurst er fyrir um með hvaða hætti staðið sé að veitingu byggingarleyfa og áritun löggiltra meistara vegna ábyrgðar þeirra á framkvæmdum. Byggingarfulltrúi hefur þegar svarað bréfinu.
 
12.  Öldustígur 6 – Bílgeymsla. Hallfríður Bára Haraldsdóttir, Öldustíg 6, sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Árna Ragnarssyni arkitekt á Sauðárkróki og eru dagsettir í mars 2004. Skipulags – og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afla álits nágranna að Öldustíg 4.
 
13.  Önnur mál - engin.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1527
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar.