Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

46. fundur 28. janúar 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  46 – 28. janúar 2004
 
Ár 2004, miðvikudaginn 28. janúar kl. 818, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt
 
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál – Aðalskipulag
2.      Deiliskipulag – Suðurhluti Skógargötu
3.      Deiliskipulag, hafnarsvæðið
4.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.           Skipulagsmál, Aðalskipulag. Á fundinn kom Gunnar Helgi Guðmundsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar til viðræðna um samgöngu- og vegamál. Að loknum ítarlegum umræðum um þessi mál vék Gunnar Helgi af fundi og var honum þökkuð koman.
 
2.           Deiliskipulag – Suðurhluti Skógargötu. Deiliskipulagstillagan, sem er unnin af Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt og er dagsett í september 2003, hefur nú verið auglýst og frestur til að skila athugasemdum við tillöguna liðinn. Tvær athugasemdir bárust, frá Katrínu Fjólu Jóelsdóttur, Skógargötu 24 og frá Bryndísi Þráinsdóttur og Gísla Svan Einarssyni, Suðurgötu 8. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
 
3.           Deiliskipulag á hafnarsvæðinu, lóðirnar Hesteyri 2 og Vatneyri 3. Deiliskipulagstillagan, sem er unnin af Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt og er dagsett í september 2003, hefur nú verið auglýst og frestur til að skila athugasemdum við tillöguna liðinn. Ein athugasemd barst við tillöguna, frá Jóni Magnússyni fh. Vegagerðar ríkisins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkominni athugasemd.
 
4.           Önnur mál.- engin - .
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1030
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar