Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

44. fundur 15. janúar 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  44 – 15. janúar 2004
______________________________________________________________
 
Ár 2004, fimmtudaginn 15. janúar kl. 800, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
             
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt
 
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál – Aðalskipulag
2.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Skipulagsmál, Aðalskipulag. Á fundinn kom Guðrún Helgadóttir frá Ferðamálabraut Hólaskóla til viðræðna um tengsl ferðaþjónustu og skipulags. Flutti Guðrún yfirgripsmikla tölu um tengsl ferðaþjónustu og skipulags og sýn ferðaþjónustunnar á  umhverfis- og skipulagsmál. Miklar umræður urðu í framhaldi af erindi Guðrúnar og var henni þökkuð koman er hún vék af fundi. Næst kom á fund nefndarinnar Áskell Heiðar sviðsstjóri og fór hann yfir hugmyndir sem eru á döfinni varðandi menningarhús og einnig framtíðarstefnu í málefnum félagsheimila í eigu Sveitarfélagsins. Koma hans skapaði líka miklar umræður varðandi þann málaflokk sem hann fór yfir og var honum einnig þökkuð koman er hann vék af fundi.
 
 
2.           Önnur mál.- engin -
 
                             Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1148
                                    Jón Örn Berndsen,  ritari fundargerðar