Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

43. fundur 12. janúar 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  43 – 12. janúar 2004
____________________________________________________________________________
 
Ár 2004 mánudaginn 12. janúar kl. 1600 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson og Óskar S. Óskarsson
 
Dagskrá:
1.      Stöðuleyfi – Krókaleiðir
2.      Skógargata 12 – útlitsbreyting
3.      Hólalax – eldisker
4.      Jaðar – Páll Jónsson
5.      Hólar í Hjaltadal – hraðatakmarkanir
6.      Birkimelur 18 – Víglundur Rúnar Pétursson
7.      Umsókn um nafnleyfi – Sigrún Alda Sighvats
8.      Blóma- og gjafabúðin – Margrét Guðvinsdóttir
9.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og óskaði gleðilegs nýs árs.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Heiði í Gönguskörðum, smáhýsi - Stöðuleyfisumsókn. Krókaleiðir, vélsleðaleiga sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir smáhýsi í landi Heiðar í Gönguskörðum. Meðfylgjandi umsókn er samningur um landið milli landeiganda og Krókaleiða. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
 
2.           Skógargata 12 – útlitsbreyting. Friðbjörn Jónsson, fh. Gyðu Jónsdóttur eiganda hússins, sækir um leyfi til að lyfta norðurhluta þaksins á húsinu, eins og fram kemur á meðfylgjandi aðaluppdráttum sem áritaðir eru af Birgi Ágústssyni tæknifræðingi á Akureyri. Uppdrættir eru dagsettir  í nóvember 2003. Erindið samþykkt.
 
3.           Hólalax – eldisker - Ásmundur Baldvinsson fh. Hólalax sækir um leyfi til að setja upp 4 eldisker á lóð fyrirtækisins í Hjaltadal, samkvæmt meðfylgjandi gögnum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni tæknifræðingi. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
4.           Páll Jónsson, kt. 260935-3999, Hólavegi 7, Sauðárkróki sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á landi sínu úr landi Jaðars á Langholti. Landnúmer landsins er 178-673. Meðfylgjandi umsókninni eru aðaluppdrættir unnir af Benedikt Björnssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 27.11.2003. Þá óskar hann einnig heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar til að nefna landið Ástún. Í samræmi við afgreiðslu Skipulagsstofnunar frá 7. nóvember sl þá samþykkir Skipulagsnefnd að afla álits eftirtalinna nágranna á erindinu: Jaðars, Glaumbæjar I og Miklagarðs. Frestur til að skila umsögn verði gefinn til 9. febrúar 2004.
 
5.           Hólar í Hjaltadal – hraðatakmarkanir. Fyrir liggur tillaga frá Vegagerð ríkisins, Guðmundi Ragnarssyni rekstrarstjóra og Birni Mikaelssyni yfirlögregluþjóni um breytingu á hámarkshraða í og við Hóla í Hjaltadal. Með tillögunni fylgja greinargerð og myndir. Samþykkt að senda tillögurnar til umsagnar Skúla Skúlasonar skólameistara.
 
6.           Birkimelur 18, Varmahlíð. Fyrir liggur fyrirspurn frá Víglundi Rúnari Péturssyni, Birkimel 18 um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni utan byggingarreits eins og hann var samþykktur á deiliskipulagi fyrir Birkimelinn 1999. 
Erindinu hafnað. Umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
 
7.           Sigrún Alda Sighvats, Háuhlíð 12, Sauðárkróki sækir um leyfi til að nefna landskika sinn úr landi Reykjavalla nafninu Grjótstekkur. Landskikinn hefur landnúmerið 178-674.
Erindið samþykkt.
 
8.           Blóma- og gjafabúðin – Margrét Guðvinsdóttir, eigandi Blóma- og gjafabúðarinnar að Hólavegi 22, gerir með bréfi dagsettu 9. janúar 2004 grein fyrir að fyrirtækið flytji starfsemi sína í verslunarhúsnæði við Aðalgötu 6, Sauðárkróki. Sækir hún um leyfi til að færa auglýsingaskilti búðarinnar frá Hólavegi 22 á húsið Aðalgötu 6. Samþykkt með fyrirvara um að þetta sé gert í samráði við byggingarfulltrúa.
 
9.        Önnur mál – engin -
                           
                            Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
    
Fundi slitið kl. 1710
                           Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar