Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

42. fundur 18. desember 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  42 – 18. desember 2003
 
 
 
Ár 2003 fimmtudaginn 18. desember kl. 1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
 
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál - Aðalskipulag
2.      Aðalskipulag Siglufjarðar
3.      Deiliskipulag - Suðurhluti Skógargötu
4.      Deiliskipulag - hafnarsvæðið.
5.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Skipulagsmál. Aðalskipulag. Fornleifaskráning vegna skipulagsgerðar. Á fundinn komu Þór Hjaltalín minjavörður Nl. vestra og Sigríður Sigurðardóttir safnvörður í Glaumbæ. Þór fór yfir lagarammann varðandi skráningu fornminja og hvaða kröfur eru gerðar til skráningar vegna Skipulagsgerðar. Sigríður gerði grein fyrir stöðu mála í héraðinu varðandi fornleifaskráningar, hverju lokið er og hvað er óunnið. Að loknum ítarlegum umræðum yfirgáfu Þór og Sigríður fundinn og var þeim þökkuð koman.
           
2.        Aðalskipulag Siglufjarðar. Borist hefur til umsagnar tillaga að Aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 – 2023.
 
3.           Deiliskipulag – Suðurhluti Skógargötu. Deiliskipulagstillagan, sem er unnin af Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt og er dagsett í september 2003, hefur nú verið auglýst og frestur til að skila athugasemdum við tillöguna liðinn. Tvær athugasemdir bárust, frá Katrínu Fjólu Jóelsdóttur Skógargötu 24 og frá Bryndísi Þráinsdóttur og Gísla Svan Einarssyni, Suðurgötu 8.
 
4.        Deiliskipulag á hafnarsvæðinu - lóðirnar Hesteyri 2 og Vatneyri 3. Deiliskipulagstillagan, sem er unnin af Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt og er dagsett í september 2003, hefur nú verið auglýst og frestur til að skila athugasemdum við tillöguna liðinn. Ein athugasemd barst við tillöguna, frá Jóni Magnússyni fh. Vegagerðar ríkisins.
 
5.        Önnur mál – engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1538
 
Jón Örn Berndsen , ritari fundargerðar