Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

41. fundur 03. desember 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  41 – 3. desember 2003

 
Ár 2003 miðvikudaginn 3. desember kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi.
 
 
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun
2.      Stekkjadalir, Sæmundarhlíð – landskipti.
3.      Hvammkot, Tungusveit – endurbygging eyðijarðar, byggingarreitur.
4.      Bakkakot – byggingarleyfisumsókn.
5.      Gröf, Höfðaströnd – landskipti.
6.      Hásæti 4 – byggingarleyfi.
7.      Miklihóll – flutningsleyfi/byggingarleyfi
8.      Narfastaðir, land – landskipti.
9.      Syðri-Breið – aðilaskipti.
10.  Olíuverslun Íslands – Bjarni Haraldsson, lóðarumsókn
11.  Reykjarfoss – framkvæmdaleyfisumsókn – Elín H. B. Sigurjónsdóttir
12.  Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Fjárhagsáætlun 2004. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til kynningar. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 25,2 milljónir og tekjur kr. 6,3 milljónir. Einnig var farið yfir fjárhagsáætlun síðasta árs sem hefur staðist.
 
2.           Þinglýstir eigendur lögbýlisins Stekkjadala í Sæmundarhlíð óska, með vísan til 6. og 12. gr Jarðalaga nr, 65/1976 msbr., heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta landspildu út úr framangreindu lögbýli,  samkvæmt  meðfylgjandi uppdrætti er sýnir legu og stærð landa. Lögbýlið Stekkjadalir landnr. 188951  verður séreign Önnu Þórunnar Egonsdóttur, kt. 141168-3399, en útskipta landið Stekkjadalir I verður séreign Friðbjörns H. Jónssonar, kt. 120658-4099. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki jarðanefndar.
 
3.           Þórður Grétarsson fh. Grétars M. Guðbergssonar, eiganda jarðarinnar Hvammkots í Tungusveit, óskar, með vísan til III. kafla Jarðalaga nr, 65/1976 og msbr. heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að endurbyggja  framangreinda eyðijörð Einnig er óskað eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir íbúðarhús á  jörðinni sbr. meðfylgjandi uppdrætti er sýnir byggingarreitinn, legu og stærð lands. Samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi afstöðu- og yfirlitsuppdráttur berist.
 
4.           Bakkakot í Vesturdal. Magnús H. Ólafsson arkitekt fh. Kerstinar H. Roloff, Melavegi 15, Hvammstanga, sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Bakkakoti í Vesturdal. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt á Akranesi og eru dagsettir 16. júlí 2003. Byggingarleyfi samþykkt, með þeim fyrirvara að það taki gildi þegar stofnskjali vegna landsins hefur verið þinglýst.
 
5.           Gröf á Höfðaströnd. Jón Ólafsson, Birkigrund 37, Kópavogi, fh. dánarbús Sigfúsar Ólafssonar, óskar heimildar til að skipta út 5,1 ha landsspildu út úr jörðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
6.           Hásæti 4 - byggingarleyfisumsókn. Ólafur Þorbergsson, fh. Búhölda hsf., sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni nr. 4 við Hásæti. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Almennu verkfræðistofunni á Akranesi, Jóhannesi Ingibjartssyni, og eru dagsettir 5. nóvember 2003. Erindið samþykkt.
 
7.           Miklihóll – flutningsleyfi/ byggingarleyfi. Margrét Sigurmonsdóttir, Njarðarholti 8, Mosfellsbæ sækir um leyfi til að flytja frístundahús frá Vatni á Höfðaströnd á land sitt úr landi Miklahóls í Viðvíkursveit og byggja undir það undirstöður. Erindið samþykkt.
 
8.           Narfastaðir, land – landskipti. Brynja Þórarinsdóttir, kt. 040962-4689, í umboði og fyrir hönd Egils Þórarinssonar, kt. 260160-3709,  þinglýsts eigenda 47,1 ha lands úr jörðinni Narfastöðum í Viðvíkursveit, óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta landspildu út úr framangreindu landi til handa Sveitarfélaginu Skagafirði. Meðfylgjandi er uppdráttur er sýnir legu og stærð lands. Umrædda landspildu hefur  Sveitarfélagið haft til afnota og ráðstöfunar samkvæmt leigusamningi og reikningi frá árinu 1979, en samningurinn var færður til bókar í gjörðarbók Viðvíkurhrepps þann 8. apríl 1986. Erindið samþykkt.
 
9.           Syðri-Breið – aðilaskipti. Eiríkur Þór Magnússon, kt. 080670-5239, Víðihvammi 9, Kópavogi, óskar eftir samþykki á kaupsamningi fyrir jörðina Syðri Breið þar sem Eiríkur Þór er kaupandi en seljandi EÞM ehf., kt. 670498-2479, líka til heimilis að Víðihvammi 9, Kópavogi. Dagsetning kaupsamnings er 4. nóvember 2003.  Erindið samþykkt.
 
10.       Olíuverslun Íslands – lóðarumsókn. Bjarni Haraldsson stöðvarstjóri, fh Olíuverslunar Íslands, sækir, með bréfi dagsettu 4. nóvember sl. um lóð fyrir starfsemi félagsins á Sauðárkróki. Skipulags– og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingar­fulltrúa að ræða við hlutaðeigandi um málið og afla frekari upplýsinga.
 
11.       Reykjarfoss – framkvæmdaleyfisumsókn. Elín H. B. Sigurjónsdóttir leggur fram erindi þar sem sótt eru um framkvæmdaleyfi til byggingar smávirkjunar við Reykjarfoss í Svartá. Erindið lagt fram til kynningar og byggingarfulltrúa falið að afla umsagnar hlutaðeigandi aðila.
 
12.    Önnur mál –
  • Íþróttavöllurinn við Skagfirðingabraut. Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri, fh. Sveitarfélagsins, sækir um leyfi til að staðsetja, til bráðabirgða, aðstöðuhús við aðalinngang að Íþróttavellinum. Húsið, sem er um 2,5 x 7,5 m að grunnfleti verður staðsett á byggingarreit fyrir aðstöðuhús eins og hann er á samþykktu deiliskipulagi fyrir Íþróttavöllinn. Erindið samþykkt með fyrirvara um að aðkoma hreyfihamlaðra að húsinu og aðstaða þeirra í því verði gerð viðunandi.
     
                            Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1116
                                      Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar