Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

38. fundur 31. október 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  38 – 31. október 2003

 
Ár 2003, miðvikudaginn 31. október kl. 0800, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson, starfsmaður tæknideildar og Óskar S. Óskarsson, slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
1.      Hásæti 4 – lóðarumsókn. Búhöldar hsf
2.      Borgartún 2, Sauðárkróki – útlitsbreyting
3.      Flæðigerði 6, hesthús – útlitsbreyting. Jóhann Þorsteinsson
4.      Braut 2, Hofsósi – lóðarmál
5.      Víðimýri 4 - geymsluskýli
6.      Bréf Steypustöðvar Skagafjarðar, dags. 22. október 2003
7.      Skipulagsmál
8.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.        Hásæti 4 - lóðarumsókn. Ólafur Þorbergsson fh. Búhölda hsf sækir um lóðina Hásæti 4 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt
 
2.        Borgartún 2, Sauðárkróki – Sigurjón Jónsson, Fellstúni 1, Sauðárkróki, eigandi að iðnaðarhúsi nr. 2 við Borgartún á Sauðárkróki, sækir um leyfi til að breyta útliti hússins samkv. meðf. gögnum, gerðum af STOÐ ehf verkfræðistofu. Einnig er óskað eftir heimild fyrir breyttri notkun hússins, en það mun verða nýtt sem geymsla. Erindið samþykkt.
 
3.        Flæðigerði 6, Sauðárkróki. Jóhann Þorsteinsson, Brekkutúni 8, Sauðárkróki, sækir um leyfi til að breyta innri gerð hússins og útliti eins og fram kemur á meðfylgjandi aðaluppdráttum. Útlitsbreytingin felst í að haugþró við húsið verður fjarlægð og vélgengar dyr settar á vesturstafninn. Að innan verða allir núverandi básar  fjarlægðir og stíur settar í staðinn. Erindið samþykkt.
 
4.        Braut 2, Hofsósi – lóðarmál. Kristinn Halldórsson, kt. 260860-4539, eigandi hússins, óskar eftir breytingu á lóð og lóðarmörkum hússins eins og fram kemur í bréfi hans dagsettu 18. ágúst sl. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
 
5.        Víðimýri 4, geymsluskýli. Páll Gíslason, Leynisbrún 17, Grindavík, f.h. Marsibilar Hólm Agnarsdóttur, óskar eftir að fá að setja upp skýli áfast við Víðimýri 4 við inngang að íbúð hennar, gagngert til að hýsa rafmagnshjólastól. Skýlið verður að lengd 2,80m, breidd 1,50m og hæð 1,55m. Eignasjóður Skagafjarðar hefur samþykkt erindið fyrir sitt leyti. Erindið samþykkt með fyrirvara um að skýlið verði fjarlægt þegar núverandi íbúi flytur úr íbúðinni.
           
6.           Bréf Steypustöðvar Skagafjarðar dags. 22. október 2003 lagt fram. Efni bréfsins varðar legu Þverárfjallsvegar frá Sauðárkróki að Skagastrandarvegi. Nefndin sér ekki ástæðu til að endurskoða ákvörðun sína um leiðarval en vísar erindinu til umsagnar Vegagerðarinnar. Til þess mælst að við endanlega hönnun veglínunnar verði tillit tekið til sjónarmiða Steypustöðvarinnar varðandi legu vegarins framhjá athafnasvæði  þeirra.
 
Nú vék Óskar S. Óskarsson af fundi vegna anna.
 
7.           Skipulagsmál. Á fundinn mætti Árni Ragnarsson, skipulagsarkitekt, vegna vinnu við gerð aðalskipulags. Farið var yfir vinnutilhögun við verkið.
 
8.        Önnur mál – engin
 
                                                Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
                                                                                                    Fundi slitið kl. 1007
                         
                                      Jón Örn Berndsen
                                      ritari fundargerðar