Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

37. fundur 08. október 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  37 – 8. október 2003

 
Ár 2003 miðvikudaginn 8. október kl. 0815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
   
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
1.      Hólavegur 25 – Útlitsbreyting
2.      Hvannahlíð 2 – Útlitsbreyting
3.      Reykjarhóll – Bréf Skagafjarðarveitna
4.      Fyrirbarð í Fljótum – byggingarleyfi
5.      Klausturbrekka – stöðuleyfi fyrir gám – Steinn Sigurðsson
6.      Forsæti , Hásæti, bréf Búhölda
7.      Suðurgata/Skógargata – deiliskipulagsbreyting  –
8.      Hafnarsvæðið - Deiliskipulagsbreyting
9.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Hólavegur 25, Sauðárkróki. Útlitsbreyting. Friðrik  Pálmason, kt. 070167-3449, óskar eftir leyfi til að breyta útliti tveggja glugga og garðdyrum á húsinu Hólavegur 25 eins og fram kemur á gögnum meðfylgjandi umsókninni. Erindið samþykkt.
 
2.           Hvannahlíð 2, Sauðárkróki Útlitsbreyting. Ólafur Björnsson og Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Hvannahlíð 2 sækja um leyfi til að breyta útliti tveggja glugga á suðurhlið hússins Hvannahlíð 2 eins og fram kemur á gögnum meðfylgjandi umsókninni. Erindið samþykkt.
           
3.         Reykjarhóll – Bréf Skagafjarðarveitna, dagsett 30. sept. sl., lagt fram. Þar er óskað eftir heimild til að byggja upp og styrkja aðkomuleið að heitavatnsholu nr. 12, sem er í Reykjarhólnum við Varmahlíð. Aðkomuleiðin er upp á hólinn frá norðri og kemur á Sauðárkróksbraut skammt vestan við aðkomuna að Grófargilsrétt. Erindið samþykkt.
 
4.           Fyrirbarð í Fljótum – Einar Jóhannsson, byggingarfræðingur, fh. Marteins Haraldssonar ehf,. sækir um leyfi til að breyta fjárhúsunum að Fyrirbarði í sumarhús og innrétta það samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá GÓ teiknistofu ehf. á Akureyri. Aðaluppdrættir dagsettir 6. október 2003. Erindið samþykkt.
 
5.      Klausturbrekka – Ingimar Ástvaldsson, Sauðárkróki, óskar heimildar til að staðsetja geymslugám við bragga sem stendur í landi Klausturbrekku sunnan Sauðárkróksbrautar og austan Sæmundarhlíðarvegar. Fyrir liggur samþykki Steins Sigurðsson landeiganda. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
 
6.      Forsæti, Hásæti. Afrit af bréfi Búhölda hsf., dagsett 4. október 2003, lagt fram til kynningar. Bréfið er til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og varðar breytingar á lóðum og skipulagi svæðisins. 
 
Nú mætti á fund nefndarinnar Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
 
7.         Suðurgata/Skógargata – skipulagstillaga. Ný og breytt tillaga lögð fram sem rædd var ítarlega. Tillagan er unnin af Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt og er dagsett í september 2003. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
 
8.           Rætt um skipulagsmál hafnarsvæðisins og erindi Kaupfélags Skagfirðinga um viðbyggingu við Hesteyri 2. Samþykkt var á sameiginlegum fundi Skipulags- og byggingarnefndar og Samgöngunefndar að breyta lóðunum Hesteyri 2 og Vatneyri 3 og byggingarreitum þeirra. Nú er lögð fram breytingartillaga unnin af Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt. Breytingartillagan er dagsett í september 2003. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
 
            Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vék nú af fundi.
 
9.        Önnur mál – engin -
 
                                 Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1030
                         
                                   Jón Örn Berndsen,  ritari fundargerðar