Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

33. fundur 27. ágúst 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  33 – 27. ágúst 2003
 
Ár 2003 miðvikudaginn 27. ágúst kl. 0815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri
 
Dagskrá:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – byggingarleyfisumsóknir fyrir íbúðarhús við Geitagerði 1, 2, 3 og 4 –  Nemendagarðar Hólaskóla
2.      Helluland í Hegranesi – Umsókn um leyfi til að skipta landi
3.      Fyrirbarð í Fljótum – Umsókn um leyfi til að fjarlægja íbúðarhús
4.      Bárustígur 12, Sauðárkróki – Útlitsbreyting
5.      Suðurbraut 23, Hofsósi - lóð
6.      Gýgjarhóll – Umsókn um leyfi til að fjarlægja haughús
7.      Steinsstaðir – lóðarumsókn f. frístundahús
8.      Suðurgatan á Sauðárkróki, skipulagsmál
9.      Suðurgata 1 Sauðárkróki - bréf Landsbanka Íslands hf.
10.  Hólatún 1 – sólpallur og setlaug - Sigurbjörn Bogason
11.  Ljósheimar í Borgarsveit. - Umsókn um leyfi til að merkja húsið
12.  Syðra-Skörðugil. - Umsókn um byggingarleyfi f. íbúðarhús, Elvar Einarsson og Fjóla Viktorsdóttir
13.  Syðra-Skörðugil. - Umsókn um byggingarleyfi f. íbúðarhús, Einar Einarsson -
14.  Iðutún 21 – lóðarumsókn, Ásgeir Einarsson
15.  Akrar í Fljótum - Umsókn um leyfi til að breyta útliti fjárhúss – Örn Þórarinsson
16.  Lónkot - umsögn vegna vínveitingaleyfis.
17.  Bakkakot  í Vesturdal  – Umsókn um leyfi til landsskipta.
18.  Gilstún 19, sólpallur, skjólveggir og setlaug – Hafsteinn Lúðvíksson
19.  Steintún. Tækjahús f. Landsímann – Umsókn um byggingarleyfi
20.  Bréf Sigríðar K. Þorgrímsdóttur v. Víðigrundar.
21.  Önnur mál
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.        Hólar í Hjaltadal – Sigurbjörg B. Ólafsdóttir fh. Nemendagarða Hólaskóla sækir um byggingarleyfi fyrir nemendaíbúðum á fjórum lóðum við götuna Geitagerði heima á Hólum. Að Geitagerði 1 er sótt um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi, að Geitagerði 2 er sótt um byggingarleyfi fyrir fjórbýlishúsi og að Geitagerði 3 og 4 er sótt um byggingarleyfi fyrir húsum með átta íbúðum í hvoru húsi. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum og eru dagsettir í júlí 2003. Byggingarleyfi er samþykkt fyrir öll húsin, en fyrirvari er gerður vegna flóttaleiðar í Geitagerði 1, í samræmi við bókun slökkviliðsstjóra.
 
2.        Helluland í Hegranesi – Þinglýstir eigendur jarðarinnar Hellulands landnr. 146382 óska, með vísan til 12. gr Jarðalaga nr, 65/1976 með síðari breytingum, heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta landspildu út úr  framangreindri jörð sbr. meðfylgjandi uppdrátt sem unninn er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum. Þá er einnig óskað heimildar til að leysa landið úr landbúnaðarnotum. Einnig fylgir afsal fyrir umræddri landspildu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi og afsal.
 
3.        Fyrirbarð í Fljótum – Ólafur Helgi Marteinsson f.h. Marteins Haraldssonar ehf. eiganda jarðarinnar Fyrirbarðs í Fljótum sækir um leyfi til að rífa og urða íbúðarhúsið sem stendur á jörðinni. Íbúðarhúsið er byggt 1955 úr steinsteypu og er mjög illa farið. Erindið samþykkt.  Frá sama aðila liggur fyrir umsókn varðandi breytingar á fjárhúsunum að Fyrirbarði. Fyrirhugað er breyta þeim í sumarhús. Það erindi verður tekið fyrir þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
 
4.           Bárustígur 12, Sauðárkróki – Eyjólfur Ingiberg Geirsson óskar heimildar til að breyta útliti hússins og innri gerð þess. Einnig að byggja við það sólpall og skjólveggi.  Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðingi í Miklagarði.  Erindið samþykkt.
 
5.        Suðurbraut 23, Hofsósi. Bréf frá Ara Sigurðssyni, Háaleiti 7a, Reykjanesbæ, lagt fram. Bréfið varðar lóðarmál hússins.  Byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið.
 
6.        Gýgjarhóll, Skagafirði. Ingvar Gýgjar Jónsson frá Gýgjarhóli sækir um leyfi til að rífa gamalt  haughús, sem byggt er austan við útihúsin að Gýgjarhóli. Erindið samþykkt.
 
7.        Steinsstaðir – lóðarumsókn f. frístundahús. Ásgeir Höskuldsson Skólavörðustíg 22a, Reykjavík og Gyrit Hagman, Keilufelli 17, Reykjavík sækja um lóð fyrir frístundahús í landi Sveitarfélagsins að Steinsstöðum. Sótt er um lóð sem er uppi á klöppunum austan og ofanvið þær lóðir, sem þegar hefur verið úthlutað þarna á svæðinu. Þessi lóð er ekki byggingarhæf sem stendur, en lausar eru þrjár lóðir sunnar í svæðinu sem eru byggingarhæfar. Nefndin telur brýnt að svæðið verði allt gert byggingarhæft sem fyrst og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
 
Nú mætti Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt á fundinn.
 
8.        Suðurgata, Skógargata - skipulagsmál. Árni Ragnarsson kynnti tillögu að breyttu skipulagi.  Samþykkt að kynna tillöguna íbúum svæðisins og byggingarfulltrúa falið að koma á fundi með þeim og nefndinni í næstu viku.
 
9.        Suðurgata 1 – bílastæðamál. Bréf  Þrastar Friðfinnssonar útibússtjóra  Landsbanka Íslands hf. á Sauðárkróki lagt fram. Varðandi bréf Þrastar vísast til afgreiðslu 8. liðar hér að ofan.
 
Árni Ragnarsson vék nú af fundi.
 
10.    Hólatún 1 - Sigurbjörn Bogason, Hólatúni 1, Sauðárkróki sækir  um leyfi til að gera sólpall og setlaug við húsið í samræmi við meðfylgjandi gögn. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi bókun. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum  Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað
 
11.    Ljósheimar í Borgarsveit. Andrés Viðar Ágústsson, formaður hússtjórnar, sækir um leyfi til að merkja húsið eins og fram kemur á meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Þá er einnig sótt um leyfi fyrir vegskilti við Sauðárkróksbraut. Því erindi hefur verið vísað til Vegagerðarinnar.
 
12.    Syðra-Skörðugil. Elvar E. Einarsson og Sigríður Fjóla Viktorsdóttir sækja um byggingar-leyfi fyrir íbúðarhúsi á landi sínu úr landi Syðra-Skörðugils á Langholti. Landnúmer landsins er 195221. Meðfylgjandi aðaluppdrættir af íbúðarhúsinu eru gerðir af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt á Akranesi og eru þeir dagsettir 13. júlí 2003. Erindið samþykkt.
 
13.    Syðra-Skörðugil. Einar Einarsson  sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á landi sínu úr landi Syðra-Skörðugils á Langholti. Landnúmer landsins er 195222. Meðfylgjandi aðaluppdrættir af íbúðarhúsinu eru gerðir af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt á Akranesi og eru þeir dagsettir 13. júlí 2003. Erindið samþykkt.
 
14.    Iðutún 21 – lóðarumsókn. Ásgeir Einarsson, Raftahlíð 76, Sauðárkróki sækir um íbúðarhússlóð syðst í Iðutúni að austanverðu við götu.  Það sem lóðin er ekki byggingarhæf er þessari umsókn vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
 
15.    Akrar í Fljótum - Örn Þórarinsson, Ökrum sækir um leyfi til að saga niður úr glugga á norðurstafni fjárhúsanna og gera þar dyr í stað gluggans. Breytingin verður framkvæmd í samræmi við meðfylgjandi gögn. Erindið samþykkt.
 
16.       Lónkot - Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Jóns Torfa Snæbjörnssonar  fh. Ferðaþjónustunnar í Lónkoti um leyfi til tímabundinna vínveitinga fyrir Ferðaþjónustuna.  Sótt er um leyfið til sex mánaða. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
17.    Bakkakot í Vesturdal. – Þinglýstir eigendur jarðarinnar Bakkakots landnr. 146146, óska, með vísan til 12. gr Jarðalaga nr, 65/1976 með síðari breytingum,   heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta landspildu út úr  framangreindri jörð sbr. meðfylgjandi uppdrátt frá Stoð ehf. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki jarðanefndar.
 
18.    Gilstún 19, skjólveggir og setlaug –  Hafsteinn Lúðvíksson, Gilstúni 19, Sauðárkróki sækir  um leyfi til að gera sólpall og setlaug við húsið í samræmi við meðfylgjandi gögn.  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi bókun. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun eða öðrum búnaði til varnar slysum  Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
19.    Steintún - Broddi Þorsteinsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landsímans, sækir um byggingarleyfi fyrir tækjahúsi á leigulóð Landsímans úr landi Steintúns. Stærð lóðarinnar er 100 m2 og húsið er 9 m2 að grunnfleti eins og fram kemur á meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Ivon S. Cilia arkitekt hjá T.ark arkitektum, Brautarholti 6, Reykjavík. Erindið samþykkt.
 
20.    Bréf Sigríðar K. Þorgrímsdóttur, Víðigrund 7, Sauðárkróki lagt fram. Bréfið varðar meintan mikinn umferðarhraða á Víðigrundinni og hugsanlegar aðgerðir til úrbóta. Samþykkt að óska eftir fundi með lögregluyfirvöldum um umferðarmál á Sauðárkróki.
 
21.    Önnur mál – Engin.
              
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1120
                         
                                      Jón Örn Berndsen
                                      ritari fundargerðar