Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

31. fundur 19. júní 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  31 – 19.06.2003
 
Ár 2003 fimmtudaginn 19. júní kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi og Óskar S. Óskarsson, slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.      Sauðármýri 3, byggingarleyfi, Krókshús
2.      Kirkjutorg 3, breytt starfsemi
3.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Sauðármýri 3, Sauðárkróki. Guðmundur Guðmundsson fh Krókshúsa ehf sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Fanneyju Hauksdóttur, arkitekt á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri. Um er að ræða fjögurra hæða fjölbýlishús með sextán íbúðum. Uppdrættir dagsettir 19. maí 2003 og mótteknir 18. júní 2003. Skipulags- og byggingarnefnd gefur graftrarleyfi fyrir húsinu. Byggingarfulltrúa heimilað að samþykkja teikningarnar þegar endanlegri yfirferð þeirra lýkur.
Gunnar Bragi situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 
2.      Kirkjutorg 3, Sauðárkróki. Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um leyfi til breytinga á notkun húseignarinnar Kirkjutorg 3, sem nú er í eigu Sveitarfélagsins. Sótt er um leyfi til að flytja þangað starfsemi Árvistar, sem staðsett hefur verið að Freyjugötu 48. Um er að ræða heilsárs dagvistun og þróunarvekefni 5 ára leikskólabarna. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar að starfsemi þessi verði flutt í húsið, að gerðum nauðsynlegum breytingum á því.
 
3.      Önnur mál.
Engin.
 
                    Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
                Fundi slitið kl. 855
 
                                Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar