Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

30. fundur 06. júní 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  30 – 06.06.2003
 
Ár 2003 föstudaginn 6. júní kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Deiliskipulag Hólum
2.      Deiliskipulag Ártorg
3.      Bakkaflöt, vínveitingarleyfi
4.      Erindi frá umhverfisnefnd, náttúruverndaráætlun
5.      Lindin í Lindargötu. Erindi Skagafjarðarveitna
6.      Hofsóskirkja og Sæland – lóðarmörk
7.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – deiliskipulag. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis sunnan í Brúsa á Hólum í Hjaltadal. Tillagan er unnin af Birni Kristleifssyni arkitekti á Egilsstöðum og er hún í samræmi við Aðalskipulag Hóla. Tillagan gerir ráð fyrir níu tvílyftum íbúðarhúsum á lóðum við nýja götu sem hlýtur nafnið Geitagerði. Deiliskipulagstillöguna auglýsti Sveitarstjórn Skagafjarðar samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Deiliskipulagstillagan var til sýnis á Skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og í anddyri Hólaskóla frá og með miðvikudeginum 23. apríl 2003 til fimmtudagsins 22. maí 2003. Frestur til að skila athugasemdum við deiliskipulagstillöguna var til fimmtudagsins 5. júní 2003.  Engar athugasemdir hafa borist. Tillagan er samþykkt óbreytt og vísast til Sveitarstjórnar til afgreiðslu.
 
2.      Deiliskipulag Ártorgs. Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi Ártorgs sem felur í sér breytingu á lóðum og lóðarmörkun á Ártorgi, við Skagfirðingabraut, Víðigrund og Víðimýri og einnig breytingu á umferðarkerfi Ártorgs og Skagfirðingabrautar. Tillagan er unnin af Árna Ragnarssyni arkitekt á Sauðárkróki og er hún í samræmi við Aðalskipulag Sauðárkróks. Deiliskipulagstillöguna auglýsti Sveitarstjórn Skagafjarðar samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Deiliskipulagstillagan var til sýnis á Skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu á Sauðárkróki frá og með miðvikudeginum 23. apríl 2003 til fimmtudagsins 22. maí 2003. Frestur til að skila athugasemdum við deiliskipulagstillöguna var til fimmtudagsins 5. júní 2003.  Engar athugasemdir hafa borist. Tillagan er samþykkt óbreytt og vísast til Sveitarstjórnar til afgreiðslu.
 
Slökkviliðsstjóri bendir á að búnað Brunavarna Skagafjarðar þarf  að endurbæta ef samþykktar eru byggingar hárra húsa.         
 
3.      Bakkaflöt - vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Sigurðar Friðrikssonar á Bakkaflöt um leyfi til tímabundinna vínveitinga fyrir Ferðaþjónustuna að Bakkaflöt. Sótt er um leyfið til tveggja ára. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt mætti nú á fund nefndarinnar
 
4.      Drög að náttúruverndaráætlun. Erindi frá fundi Umhverfisnefndar þann 2. júní sl Samkvæmt lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd, skal umhverfisráðherra láta vinna náttúruverndaráætlun fyrir landið allt á fimm ára fresti og leggja hana fyrir Alþingi Fyrstu drög að náttúruverndaráætlun hafa nú litið dagsins ljós en með áætluninni er ætlað að koma á fót skipulegu neti verndarsvæða hér á landi.
Í drögunum eru gerðar tillögur um verndun þriggja svæða í Sveitarfélaginu, sem eru Orravatnsrústir, Drangey og Austara-Eylendið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í  framkomin drög og telur þau í samræmi við þær tillögur sem í vinnslu eru við gerð Aðalskipulags. Nefndin telur mikilvægt að í skipulagsferlinu verði verndar- tillögur kynntar sem hluti af því. Þá vill nefndin árétta mikilvægi þess að Sveitarfélagið komi, á fyrstu stigum, að tillögum að friðlýsingarskilmálum og afmörkun verndarsvæða.
 
Undir þessum lið vék Gunnar Bragi af fundi vegna fundar í Byggðarráði.
 
5.      Lindin í Lindargötu. Skagafjarðarveitur, Páll Pálsson veitustjóri óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirliggjandi tillögum varðandi varðveislu og endurgerð Lindarinnar.  Nefndin fagnar þessu framtaki Skagafjarðarveitna og samþykkir fyrir sitt leyti tillögur og aðgerðaráætlun sem fram eru settar á uppdrætti frá Árna Ragnarssyni arkitekt og dagsettur er í maí 2003.
 
6.      Hofsóskirkja og Sæland – lóðarmörk. Bréf frá Birni Þór Haraldssyni fh. Sóknarnefndar Hofsóskirkju lagt fram. Þar er greint frá fyrirhuguðum framkvæmdum við bílastæði og spurst fyrir um lóðarmörk Hofsóskirkju og Sælands (Suðurbrautar 23)  Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
 
7.      Önnur mál.
Engin
 
Fleira ekki fyrir tekið,  fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1007
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar