Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

29. fundur 22. maí 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  29 – 22.05.2003
 
Ár 2003 fimmtudaginn 22. maí kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og Björn Sverrisson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.      Mikligarður II – Umsókn um byggingarleyfi Guðmundur Þór Guðmundsson
2.      Drekahlíð 5, Sauðárkróki,  Bifreiðageymsla, breyting
3.      Fosshótel Áning – vínveitingarleyfi
4.      Hólmagrund 8, Sauðárkróki – Útlitsbreyting – Óskar Konráðsson
5.      Áskot 7 – Nafnleyfi, Valgarð Bertelsson
6.      Önnur mál
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Mikligarður II – Guðmundur Þór Guðmundsson, byggingarfræðingur í Miklagarði, sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð sinni úr landi Hátúns II . Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór sjálfum og eru þeir dagsettir 14. maí 2003. Íbúðarhúsið ásamt garðstofu og bílgeymslu er 202,9 m2 að stærð. Erindið samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
 
2.      Drekahlíð 5, Sauðárkróki. Snæbjörn H. Guðmundsson, Drekahlíð 5, sækir um leyfi til að setja risþak á bílgeymslu að Drekahlíð 5. Framlögð breytingarteikning gerð af Stoð ehf,  Braga Þór Haraldssyni, dagsett í apríl 2003. Erindið samþykkt.
 
3.      Fosshótel Áning, vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Vigfúsar Vigfússonar hótelstjóra  um leyfi til tímabundinna vínveitinga í Fosshótel Áning á Sauðárkróki, sem rekið er í sumar í heimavist Fjölbrautaskólans. Sótt er um leyfið frá 1. júní til ágústloka 2003. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
4.      Hólmagrund 8, Sauðárkróki. Óskar Konráðsson, Hólmagrund 8, sækir um leyfi til að gera dyr á norðurhlið hússins, niður úr stofuglugga og einnig að klæða  bílgeymslu á lóðinni  með samskonar stálklæðningu og þegar er á austurhlið hennar. Erindið samþykkt.
 
5.      Áskot 7 – Nafnleyfi, Valgarð Bertelsson  og Branddís Benediktsdóttir, eigendur lóðar - lands úr landi Neðri-Áss II, Hólahreppi, Skagafirði, landnr, 146481 og fastanr. 223-2566, óska eftir samþykki sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að lóðin og íbúðarhús sem á henni stendur fái að bera nafnið Áskot 7. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
 
6.      Önnur mál.
Skógargata 26, Sauðárkróki. Júlíana Ingimarsdóttir og Jón Brynjar Kristjánsson, Skógargötu 26, sækja um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Skógargötu 26 með panilklæðningu á trégrind, sem í verður einangrað með steinullareinangrun. Erindið samþykkt. Þá leggja þau fyrir fyrirspurn um viðbyggingu við húsið. Byggingarfulltrúa falið að skoða erindið.
 
                                                                        Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 849
                         
                                      Jón Örn Berndsen
                                      ritari fundargerðar