Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

28. fundur 13. maí 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  28 – 13.05.2003
 
Ár 2003 þriðjudaginn 13. maí kl. 805 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og Björn Sverrisson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Höfði, Höfðaströnd – umsókn um landskipti.
2.      Syðra-Skörðugil - umsókn um landskipti. Fh. Urðarkattar Einar Einarsson.
3.      Syðra-Skörðugil - umsókn um landskipti. Elvar Eylert Einarsson,   Sigríður Fjóla Viktorsdóttir.
4.      Hraun á Skaga – umsókn um byggingu veiðikofa. Fh landeigenda Jóhann Rögnvaldsson.
5.      Hvannahlíð 9 - umsókn um útlitsbreytingu, sólpall og skjólveggi – Einar P. Guðmannsson.
6.      Fornós 10 - umsókn um setlaug – Ágústa Jóhannsdóttir, Sigurður Eiríksson.
7.      Stóra-Gerði, Óslandshlíð, gámur – Sigurmon Þórðarson.
8.      Suðurgata 10 – bílgeymsla – Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson
9.      Önnur mál
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
  1. Höfði, Höfðaströnd – umsókn um landskipti. Friðrik Antonsson, Höfða óskar heimildar til að skipta út úr landi Höfða landspildu 1,93 ha að stærð í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd sem gerð er af Hnit hf.verkfræðistofu. Erindinu fylgir beiðni Friðriks þar sem hann óskar eftir að umrædd landspilda verði leyst úr landbúnaðarnotum. Þá fylgir lóðarleigusamningur fyrir umræddri landspildu til handa Jóni Ólafssyni kt. 171143-4549. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi.
 
 
  1. Syðra-Skörðugil - umsókn um landskipti. Einar E. Einarsson, kt. 020171-4059, fh. Urðarkattar ehf., Syðra- Skörðugili óskar heimildar til að skipta út úr landi Urðarkattar í Syðra Skörðugili landspildu um 2,4 ha að stærð í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd, sem gerð er af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsett er í maí 2003. Meðfylgjandi erindinu er afsal fyrir landinu til Einars. Þá er einnig óskað samþykkis fyrir staðsetningu íbúðarhúss á landspildunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi og afsal og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagnar Skipulagsstofnunar um fyrirhugaðan byggingarreit.
 
 
  1. Syðra-Skörðugil - umsókn um landskipti..  Elvar E. Einarsson, kt. 141172-3879 og Sigríður Fjóla Viktorsdóttir, kt. 061173-4989 óska heimildar til að skipta út úr landi sínu í Syðra Skörðugili landspildu um 3,84 ha að stærð í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd, sem gerð er af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsett er í maí 2003. Þá er einnig óskað samþykkis fyrir staðsetningu íbúðarhúss á landspildunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagnar Skipulagsstofnunar um fyrirhugaðan byggingarreit.
 
  1. Hraun á Skaga – umsókn um byggingu veiðikofa. Jóhann Rögnvaldsson fh landeigenda óskar heimildar til að byggja veiðikofa í nálægð við Hraunsvatn á Skaga undir svonefndri Löngubrekku. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Sigríði Sigurðardóttur, arkitekt, kt. 260266-4709 og eru dagsettir í mars 2003. Húsið er trégrindarhús með bjálkaklæðningu 19,5 m2 að stærð. Yfirlit og afstöðumynd er gerð af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni, dags í október 2001.  Erindið samþykkt.
 
  1. Hvannahlíð 9 - umsókn um útlitsbreytingu, sólpall og skjólveggi. Einar P. Guðmannsson Hvannahlíð 9 sækir um leyfi til að setja hurð á vesturhlið íbúðarhúss síns og að byggja sólpall og skjólvegg vestan við húsið samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
  1. Fornós 10 - umsókn um setlaug. Ágústa Jóhannsdóttir, Sigurður Eiríksson, Fornósi 10 óska heimildar til að setja setlaug vestan við húsið Fornós 10 í samræmi við meðfylgjandi gögn. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi bókun: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun eða öðrum búnaði til varnar slysum  Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
  1. Stóra-Gerði, Óslandshlíð – gámur. Sigurmon Þórðarson, Austurgötu 18, Hofsósi óskar heimildar til að setja staðsetja gám í landi Stóra-Gerðis í samræmi við meðfylgjandi gögn. Erindið samþykkt.
     
  1. Suðurgata 10 – bílgeymsla.  Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Suðurgötu 10, óskar heimildar til að byggja bílgeymslu á lóðinni í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Byggingarfultrúa falið að kynna nágrönnum framkomið erindi.
 
  1. Önnur mál.
Samþykkt var að samræma reglur innan Sveitarfélagsins, varðandi útlit og staðsetningu geymslugáma.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 930
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar