Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

27. fundur 23. apríl 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  27 – 23.04.2003
 
Ár 2003 miðvikudaginn  23. apríl kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og Björn Sverrisson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
1.      Glaumbær, Prestsbústaður – byggingarleyfi
2.      Hátún II – Umsókn um landskipti
3.      Smáragrund 15 – Stefán Pedersen
4.      Fellstún 19 - setlaug
5.      Furulundur 6 Varmahlíð - setlaug
6.      Íþróttaleikvangurinn á Sauðárkróki – tækjageymsla
7.      Önnur mál
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
  1. Glaumbær, Prestsbústaður – byggingarleyfi. Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf verkfræðistofu sækir um, fh. Prestsetrasjóðs, byggingarleyfi fyrir prestsbústað að Glaumbæ á Langholti. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt FAÍ hjá teiknistofunni Tjarnargötu 4 í Reykjavík. Uppdrættir dagsettir 15. jan 2003 og breytt 25. mars 2003. Erindið samþykkt
 
  1. Hátún II á Langholti. Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni II, óskar heimildar til að skipta út úr landi Hátúns II landspildu í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd sem gerð er af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsett er í febrúar 2003. Erindinu fylgir beiðni Ragnars Gunnlaugssonar og Gumundar Þórs Guðmundssonar í Miklagarði, dags. 2.4. 2003, þar sem óskað er heimildar til stofnunar Þjónustubýlis á umræddri landspildu. Einnig fylgir afsal fyrir umræddri landspildu til handa Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-6269 og Steinunnar Fjólu Ólafsdóttur, kt. 300157-5269. Þá er óskað samþykkis fyrir byggingarreit á landspildunni, sem fram kemur á afstöðumynd Stoðar ehf. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi og afsal og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagnar Skipulagsstofnunar um fyrirhugaðan byggingarreit.
 
  1. Smáragrund 15, Sauðárkróki. Stefán Pedersen, Smáragrund 15, óskar heimildar til að breyta útliti glugga og gluggapósta á suðurhlið hússins Smáragrund 15 í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti, sem gerðir eru af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðingi, dags. í apríl 2003.  Erindið samþykkt.
 
  1. Fellstún 19 – setlaug. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri málefna fatlaðra á Nl. Vestra, óskar heimildar til að sett verði setlaug sunnan við húsið Fellstún 19. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi bókun: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
  1. Furulundur 6, Varmahlíð. Kristján Sigurpálsson, fh. föður síns Sigurpáls Árnasonar, Furulundi 6, eiganda, óskar heimildar til að setja setlaug vestan við húsið Furulund 6 í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi bókun: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað..
 
  1. Íþróttaleikvangurinn á Sauðárkróki – tækjageymsla Hallgrímur Ingólfsson, fh. Sveitarfélagsins, sækir um byggingarleyfi fyrir tækjageymslu á íþróttaleikvanginum við Skagfirðingabraut samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum unnum af Stoð ehf verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Tækjageymslan er í jarðvegsmöninni norðan við íþróttavöllinn. Erindið samþykkt.
 
  1. Önnur mál.
 
·        Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Valgeirs Fridólfs Backmans, forstöðumanns ferðaþjónustunnar á Hólum í Hjaltadal, um um leyfi til tímabundinna áfengisveitinga fyrir Ferðaþjónustuna á Hólum. Sótt er um leyfið til sex mánaða frá 1. maí 2003 að telja. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
·        Bréf Bryndísar Þráinsdóttur og Gísla Svans Einarssonar, dagsett 18. apríl 2003, varðandi lóðina Suðurgötu, 8 Sauðárkróki lagt fram. Þar er sett fram fyrirspurn um bílastæði inni á lóðinni frá Suðurgötu og einnig óskað eftir að gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni. Byggingarfulltrúa falið að skoða málið.
·        Grjótstekkur, land Sigrúnar Öldu Sighvats úr landi Reykjavalla. Óskað er heimildar til að reisa skýli úr grjóti og torfi og staurum á landinu. Skýlið er um 15 ferm að stærð og salarhæð 2,2 m. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Árna Páli Jóhannssyni. Erindið samþykkt.
·        Erindi hóps manna, sem stundar mótorcross og snjócross, hefur verið til umfjöllunar hjá nefndum Sveitarfélagsins og nú fundist heppilegt svæði fyrir þessa starfsemi norðan við malargryfjurnar á Gránumóum. Tæknideild falið að ganga frá málinu með útmælingu og samningi.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 930
                         
                                      Jón Örn Berndsen
                                      ritari fundargerðar