Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

25. fundur 01. apríl 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  25 - 01.04.2003
 
Ár 2003 þriðjudaginn 1. apríl kl. 1300 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og Björn Sverrisson slökkviliðsstjóri.
 
 
Dagskrá:
 
1.      Aðalskipulag/ Þverárfjallsvegur -
2.      Deiliskipulag, Ártorg 
3.      Hólar í Hjaltadal - deiliskipulag
4.      Skjaldarhús á Eyri - Rannsóknar og kennsluhús
5.      Borgarsíða 8 / þakbreytingar
6.      Borgarteigur 11-15 (áhaldahúsið) breytingar
7.      Ljótsstaðir - landskipti.
8.      Hraun á Skaga / Íbúðarhús Jóhanns E. Rögnvaldssonar
9.      Önnur mál.
 
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og gesti
 
 
Afgreiðslur:
 
  1. Aðalskipulag/ Þverárfjallsvegur. Með bréfi dagsettu 23. janúar 2003 óska Kaupfélag Skagfirðinga, Fiskiðjan Skagfirðingur  hf. og Steinullarverksmiðjunnar hf.,  eftir að endurskoðuð verði fyrirhuguð lagning Þverárfjallsvegar austan Steinullarverksmiðju um brú á ós Gönguskarðsár. Á fund nefndarinnar eru mættir Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar, Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings, Ólafur Sigmarsson og Sveinn Sigfússon fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga til að ræða þetta mál, einnig Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt. Fulltrúar fyrirtækjanna fóru yfir sjónarmið sín hvað varðar tengingu á Þverárfjallsvegi inn í bæinn og farið var yfir þau sjónarmið sem að baki lágu þegar Umhverfis- og tækninefnd tók ákvörðun um veglínuna yfir Gönguskarðsárósinn. Nú véku af fundi Ólafur, Sveinn, Einar og Jón Eðvald. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir, vegna óska þessara fyrirtækja, að tenging Þverárfjallsvegar inn í Sauðárkróksbæ að norðanverðu verði samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Sauðárkróks.
 
  1. Deiliskipulag Ártorgs. Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi Ártorgs. Árni Ragnarsson fór yfir tillöguna og hún rædd. Samþykkt að vinna áfram þessa tillögu.
 
  1. Hólar í Hjaltadal – deiliskipulag. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis sunnan í Brúsa á Hólum í Hjaltadal. Tillagan er unnin af Birni Kristleifssyni arkiteki á Egilsstöðum og er dagsett 18. mars 2003 og er í samræmi við aðalskipulag fyrir Hóla. Tillagan rædd og byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri. Árni Ragnarson vék nú af fundi.
 
  1. Skjaldarhús á Eyri - Rannsóknar og kennsluhús. Fiskiðjan Skagfirðingur óskar heimildar til að breyta notkun svonefnds Skjaldarhúss á Eyrinni í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti sem gerðir eru af Árna Ragnarssyni arkitekt og dagsettir eru í mars 2003. Samgöngunefnd samþykkti fyrir sitt leiti breytta notkun húsnæðisins á fundi sínum 24. janúar sl. Byggingarnefnd heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja uppdrættina þegar fyrir liggur samþykki vinnu- og heilbrigðiseftirlits. Samþykki eldvarnareftirlits liggur fyrir.
 
  1. Borgarsíða 8 Sauðárkróki - breytingar. Guðmundur Ragnarsson rekstrarstjóri fh Vegagerðarinnar sækir um leyfi til að breyta þakefni og þakköntum á húsnæði Vegagerðarinnar að Borgarsíðu 8 Sauðárkróki. Einnig er óskað heimildar til að breyta innri skipan hússins þannig að ljósritunarherbergi verður skipt upp í tvö rými, skrifstofu og ljósritunarherbergi í stað eins áður. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af  Mannfreð Vilhjálmssyni arkitekt dagsettir 26. febrúar 2003. Erindið samþykkt.
 
  1. Borgarteigur 11-15 (áhaldahúsið) breytingar. Skagafjarðarveitur, Páll Pálsson veitustjóri sækir um heimild til að breyta útliti húseignarinnar og innri skipan í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti sem unnir eru af  Árna Ragnarssyni arkitekt og dagsettir eru mars 2003.  Erindið samþykkt.
 
 
  1. Ljótsstaðir Landskipti Landbúnaðarráðuneytið, Sigurður Þráinsson F.h.r óskað er eftir að Skipulags- og byggingarnefnd samþykki stofnum nýrrar lóðar úr landi Ljótstaða í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd sem gerð er af Stoð ehf og dagsett er í febrúar 2003. Fyrir liggur samþykki jarðarnefndar. Erindið samþykkt.
 
  1. Jóhann E. Rögnvaldsson sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af frístundarhúsi á lóð hans að Hrauni á Skaga. Breytingin felst í lengingu á húsinu og þess óskað að það verði samþykkt sem íbúðarhús. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af ABS teiknistofu í Reykjavík, Jóhannesi Péturssyni. Erindið samþykkt.
 
 
  1. Önnur mál.
a)      Íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut. Bréf Skipulagsstofnunar dagsett 27. mars 2003 lagt fram. Þar er vísað til erindis Sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut er sent var skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 3. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga. Fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar að hún hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir ekki athugasemdir við að birt verði auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.
b)      Stækkun á eldisstöð Hólalax hf á Hólum – Matsskylda. Með bréfi dagsettu 28. mars 2003, mótteknu í dag 1. apríl 2003 óskar Skipulagsstofnun eftir áliti Sveitarfélagsins Skagafjarðar á því hvort ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum. Óskað er álits Sveitarfélagsins fyrir 9. apríl nk. Byggingarfulltrúa falið að skoða málið.
 
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1500
                         
                                      Jón Örn Berndsen
                                      ritari fundargerðar