Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

24. fundur 13. mars 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  24 - 13.03.2003

Ár 2003 fimmtudaginn 13. mars kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
  
         Mætt voru: Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins.
Dagskrá:
          1.      Deiliskipulag Glaumbæjar á Langholti
        2.      Bréf Kolkuóss ses. 17.12.2002 – erindi frá Byggðarráði
        3.      Skipulagsmál Hólar – Varmahlíð
        4.      Birkihlíð 13 - utanhússklæðning
        5.      Akurhlíð 1
        6.      Önnur mál.

Afgreiðslur:
  1. Deiliskipulag, Glaumbær á Langholti. Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem sýnir byggingarreit fyrir nýjan prestsbústað í Glaumbæ norðan kirkju og stækkun á núverandi kirkjugarði til norðurs. Tillagan er unnin af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, fyrir prestssetrasjóð. Dagsetning tillögunnar er 25.11.2002. Tillagan hefur verið auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og frestur til að skila athugasemdum við hana rann út 1. mars sl. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna óbreytta.
  1. Með bréfi dagsettu 17.12.2002 óskar sjálfseignarstofnunin Kolkuós kt. 691102-4080 eftir að taka á leigu land við Kolkuós. Landið sem óskað er eftir er afmarkað  á loftmynd sem fylgir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Á samþykktu Svæðiskipulagi er gert ráð fyrir sorpurðun á hluta af þessu landi. Unnið er að mótun tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar. Þar er stefnt að að finna sorpurðun annan stað en gert er ráð fyrir í Svæðisskipulaginu. Fyrirvari er því á að úthluta því landi sem Sveitarfélagið ætlaði þarna undir sorpurðun. Jafnframt er vakin athygli á að í tillögu að Aðalskipulagi er gert ráð fyrir lóðum undir iðnað á aðliggjandi svæði.
  1. Skipulagsmál, Hólar í Hjaltadal og í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsmála á þessum stöðum og gerði grein fyrir þeim framkvæmdum sem vitað er um á næstunni og bregðast þarf við í skipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hlutaðeigandi fyrirtækjum í Varmahlíð hugmyndir Vegagerðarinnar að breytingu á gatnamótunum á þjóðvegi 1 og Sauðárkróksbraut.
  1. Birkihlíð 13, Sauðárkróki – utanhússklæðning. Björn Björnsson, Birkihlíð 13 óskar heimildar til að klæða utan íbúðarhús sitt að Birkihlíð 13 með Álsink klæðningu með hefðbundinni báru. Klæðningin verður klædd á grind sem í verður einangrað með 50 mm steinullareinangrun. Erindið samþykkt.
  1. Akurhlíð 1, Sauðárkróki. Jón Örn gerði grein fyrir fundi sem hann, Hallgrímur sviðsstjóri og Bjarni formaður áttu með forráðamönnum verslunarinnar Hlíðarkaups vegna lóðarmála og aðkomu að versluninni.
  1. Önnur mál. Bréf Guðmundar Óla Pálssonar, dags. 12. mars sl. vegna Borgarflatar 1 á Sauðárkróki lagt fram. Guðmundur stendur í viðræðum við Sveitarfélagið varðandi kaup á hluta af húsnæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að efnalaug sé rekin í hluta húsnæðisins fáist til þess samþykki heilbrigðisyfirvalda og vinnueftirlits. Nefndin getur fyrir sitt leyti fallist á þessar minniháttar útlitsbreytingar sem farið er fram á. Óskað er eftir tilskyldum uppdráttum er greini innra fyrirkomulag og útlitsbreytingar á húsnæðinu. Varðandi ósk Guðmundar um lóðarskiptingu er henni vísað til lóðarhafa, en eignaskiptasamningur gerir ráð fyrir sameginlegri óskiptri lóð.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1100

Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar